Tveir af helstu kyndilberum rappsins gefa út nýjar plötur Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. febrúar 2015 00:01 Drake til vinstri og Big Sean til hægri. Vísir/Getty Febrúarmánuður er gjöfull fyrir aðdáendur rapptónlistar, því bæði Drake og Big Sean gáfu út plötur sínar í mánuðinum. Eflaust má ýmislegt líkt með tónlist kappanna, en bakgrunnur þeirra er ólíkur. Drake, sem er frá Toronto í Kanada, vann sig inn í rappið eftir að hafa fyrst slegið í gegn sem leikari í heimalandinu og í Bandaríkjunum. Big Sean er frá Detroit-borg í Bandaríkjunum og komst í sviðsljósið fyrir tilstuðlan Kanye West.Halasnældur vörður að velgengni Báðir rappararnir sköpuðu sér vinsældir með því að gefa út halasnældur (sem á ensku eru gjarnan kallaðar mixtape). Slíkar snældur eru yfirleitt eingöngu gefnar út á netinu og eru efnistök rappara frjálslegri á þeim en eiginlegum breiðskífum, því þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af sölutölum og vinsældalistum. Oft endurnýta rapparar lög frá öðrum á slíkum snældum og gera þau algjörlega eftir sínu höfði. Bæði Drake og Big Sean slógu í gegn með halasnældum, sem var halað niður af netinu í gríð og erg.Óvænt útspil Drake Nýjasta plata Drake, sem ber titilinn If You're Reading This It's Too Late, kom óvænt út á miðnætti 13. febrúar. Upphaflega stóð til að gefa plötuna út sem ókeypis halasnældu á vefsíðunni DatPiff, en plötufyrirtækið Cash Money, sem Drake er með samning hjá, stöðvaði útgáfuna í gegnum vefsíðuna og fór platan í verslun iTunes og Spotify, þar sem hún hefur slegið met í sölutölum. Talið er að Drake eigi í útistöðum við plötufyrirtækið. Miklar deilur geisa nú á milli rapparans Lil' Wayne og eiganda Cash Money, sem gengur undir nafninu Birdman. Þeir tveir hafa átt í innilegu sambandi til fjölda ára og hefur Lil' Wayne talað um Birdman sem föður sinn. En eftir að sló í brýnu með þeim félögum þykir líklegt að Drake vilji komast undan samningi við Cash Money og fylgja félaga sínum Lil' Wayne eitthvað annað.Rappaði fyrir Kanye West Árið 2005 frétti Big Sean, sem var þá lítt þekktur rappari, af því að stórstjarnan Kanye West væri í viðtali á útvarpsstöð í Detroit, skammt frá heimili Big Sean. Sá lítt þekkti brunaði af stað og náði að hitta Kanye West í andyri útvarpsstöðvarinnar. Þar fékk Big Sean að rappa sextán línur og má með sanni segja að hann hafi gripið gæsina. Tveimur árum eftir þennan stutta fund félaganna var Big Sean kominn með samning hjá plötufyrirtækinu G.O.O.D. Music, sem Kanye West stýrir.Um rapparana:Big SeanAldur: 26 áraPlötufyrirtæki: G.O.O.D. Music og Def JamNýjasta platan: Dark Sky Paradise, sem hefur fengið fjórar stjörnur frá Billboard og þrjár stjörnur frá Rolling Stone.DrakeAldur: 28 áraPlötufyrirtæki: Young Money – Cash Money.Nýjasta platan: If You‘re Reading This Its Too Late, sem hefur fengið fjórar stjörnur frá Rolling Stone, The Guardian og The Telegraph. Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Fleiri fréttir Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Sjá meira
Febrúarmánuður er gjöfull fyrir aðdáendur rapptónlistar, því bæði Drake og Big Sean gáfu út plötur sínar í mánuðinum. Eflaust má ýmislegt líkt með tónlist kappanna, en bakgrunnur þeirra er ólíkur. Drake, sem er frá Toronto í Kanada, vann sig inn í rappið eftir að hafa fyrst slegið í gegn sem leikari í heimalandinu og í Bandaríkjunum. Big Sean er frá Detroit-borg í Bandaríkjunum og komst í sviðsljósið fyrir tilstuðlan Kanye West.Halasnældur vörður að velgengni Báðir rappararnir sköpuðu sér vinsældir með því að gefa út halasnældur (sem á ensku eru gjarnan kallaðar mixtape). Slíkar snældur eru yfirleitt eingöngu gefnar út á netinu og eru efnistök rappara frjálslegri á þeim en eiginlegum breiðskífum, því þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af sölutölum og vinsældalistum. Oft endurnýta rapparar lög frá öðrum á slíkum snældum og gera þau algjörlega eftir sínu höfði. Bæði Drake og Big Sean slógu í gegn með halasnældum, sem var halað niður af netinu í gríð og erg.Óvænt útspil Drake Nýjasta plata Drake, sem ber titilinn If You're Reading This It's Too Late, kom óvænt út á miðnætti 13. febrúar. Upphaflega stóð til að gefa plötuna út sem ókeypis halasnældu á vefsíðunni DatPiff, en plötufyrirtækið Cash Money, sem Drake er með samning hjá, stöðvaði útgáfuna í gegnum vefsíðuna og fór platan í verslun iTunes og Spotify, þar sem hún hefur slegið met í sölutölum. Talið er að Drake eigi í útistöðum við plötufyrirtækið. Miklar deilur geisa nú á milli rapparans Lil' Wayne og eiganda Cash Money, sem gengur undir nafninu Birdman. Þeir tveir hafa átt í innilegu sambandi til fjölda ára og hefur Lil' Wayne talað um Birdman sem föður sinn. En eftir að sló í brýnu með þeim félögum þykir líklegt að Drake vilji komast undan samningi við Cash Money og fylgja félaga sínum Lil' Wayne eitthvað annað.Rappaði fyrir Kanye West Árið 2005 frétti Big Sean, sem var þá lítt þekktur rappari, af því að stórstjarnan Kanye West væri í viðtali á útvarpsstöð í Detroit, skammt frá heimili Big Sean. Sá lítt þekkti brunaði af stað og náði að hitta Kanye West í andyri útvarpsstöðvarinnar. Þar fékk Big Sean að rappa sextán línur og má með sanni segja að hann hafi gripið gæsina. Tveimur árum eftir þennan stutta fund félaganna var Big Sean kominn með samning hjá plötufyrirtækinu G.O.O.D. Music, sem Kanye West stýrir.Um rapparana:Big SeanAldur: 26 áraPlötufyrirtæki: G.O.O.D. Music og Def JamNýjasta platan: Dark Sky Paradise, sem hefur fengið fjórar stjörnur frá Billboard og þrjár stjörnur frá Rolling Stone.DrakeAldur: 28 áraPlötufyrirtæki: Young Money – Cash Money.Nýjasta platan: If You‘re Reading This Its Too Late, sem hefur fengið fjórar stjörnur frá Rolling Stone, The Guardian og The Telegraph.
Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Fleiri fréttir Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Sjá meira