Brottvísun til Íraks rædd Guðsteinn Bjarnason skrifar 28. febrúar 2015 10:00 Krekar Í Noregi þykja öfgaskoðanir hans ýmist ógnvekjandi eða hlægilegar.fréttablaðið/EPA Norsk stjórnvöld hafa átt í viðræðum við stjórnvöld í Írak um það hvort hægt verði að senda öfga-íslamistann múlla Krekar þangað frá Noregi. Til þessa hefur ekki þótt óhætt að senda hann þangað af ótta við að hann kynni að verða dæmdur til dauða þar í landi. Að sögn dagblaðsins Verdens Gang hefur Jøran Kallmyr, aðstoðarráðherra í norska dómsmálaráðuneytinu, verið í Írak undanfarið til að finna lausn á þessu. Krekar, sem heitir Nadsjmúddín Faradsj Ahmad, var á fimmtudagskvöldið handtekinn eina ferðina enn fyrir hótanir og fyrir að hvetja fólk til afbrota. Þetta gerðist eftir að norska ríkissjónvarpið birti langt viðtal við hann, þar sem hann sagðist telja mennina sem réðust á ritstjórnarskrifstofur franska skoptímaritsins Charlie Hebdo í París nýverið vera hetjur. Þeir myrtu tólf manns, þar á meðal nokkra helstu skopteiknara blaðsins. Hann segir skopteiknara, sem hafi teiknað skopmyndir af Múhameð spámanni, vera réttdræpa: „Af því hann hefur ráðist á gildi okkar, siðareglur okkar og trú, þá á hann að deyja,“ sagði Krekar, en tók þó fram að ekki mætti nota sprengjur sem gætu valdið dauða saklausra. Krekar var fyrir fáum vikum látinn laus úr fangelsi eftir að hafa afplánað dóm fyrir sömu sakir: að hafa haft í hótunum við Ernu Solberg forsætisráðherra og fleiri ráðamenn. Leiðtogar múslima í Noregi og víðar segja fráleitt að málflutningur hans njóti trúverðugleika meðal íslamskra fræðimanna. Í viðtali við norska ríkisútvarpið segir sænski teiknarinn Lars Vilks, sem líklega var helsta skotmark morðárásar í Kaupmannahöfn fyrr í mánuðinum, að hótanir á borð við þær, sem Krekar hefur í frammi, séu að verða æ algengari: „Það eru margir sem leggjast á sveif með Krekar.“ Danski skopteiknarinn Kurt Westergaard, sem teiknaði eina af skopmyndunum af Múhameð sem birtust í dagblaði árið 2006, segist gjarnan vilja hitta Krekar. „Hann er velkominn í heimsókn til mín,“ hefur norska útvarpið eftir honum. „Eða við gætum hist í mosku til að spjalla.“ Norski teiknarinn Per Elvestuen segir múlla Krekar alls ekki vekja hjá sér ótta: „Nei. Múlla Krekar er ríkistrúður. Allt hans framferði er skammarlegt í hvaða samhengi sem er.“ Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Norsk stjórnvöld hafa átt í viðræðum við stjórnvöld í Írak um það hvort hægt verði að senda öfga-íslamistann múlla Krekar þangað frá Noregi. Til þessa hefur ekki þótt óhætt að senda hann þangað af ótta við að hann kynni að verða dæmdur til dauða þar í landi. Að sögn dagblaðsins Verdens Gang hefur Jøran Kallmyr, aðstoðarráðherra í norska dómsmálaráðuneytinu, verið í Írak undanfarið til að finna lausn á þessu. Krekar, sem heitir Nadsjmúddín Faradsj Ahmad, var á fimmtudagskvöldið handtekinn eina ferðina enn fyrir hótanir og fyrir að hvetja fólk til afbrota. Þetta gerðist eftir að norska ríkissjónvarpið birti langt viðtal við hann, þar sem hann sagðist telja mennina sem réðust á ritstjórnarskrifstofur franska skoptímaritsins Charlie Hebdo í París nýverið vera hetjur. Þeir myrtu tólf manns, þar á meðal nokkra helstu skopteiknara blaðsins. Hann segir skopteiknara, sem hafi teiknað skopmyndir af Múhameð spámanni, vera réttdræpa: „Af því hann hefur ráðist á gildi okkar, siðareglur okkar og trú, þá á hann að deyja,“ sagði Krekar, en tók þó fram að ekki mætti nota sprengjur sem gætu valdið dauða saklausra. Krekar var fyrir fáum vikum látinn laus úr fangelsi eftir að hafa afplánað dóm fyrir sömu sakir: að hafa haft í hótunum við Ernu Solberg forsætisráðherra og fleiri ráðamenn. Leiðtogar múslima í Noregi og víðar segja fráleitt að málflutningur hans njóti trúverðugleika meðal íslamskra fræðimanna. Í viðtali við norska ríkisútvarpið segir sænski teiknarinn Lars Vilks, sem líklega var helsta skotmark morðárásar í Kaupmannahöfn fyrr í mánuðinum, að hótanir á borð við þær, sem Krekar hefur í frammi, séu að verða æ algengari: „Það eru margir sem leggjast á sveif með Krekar.“ Danski skopteiknarinn Kurt Westergaard, sem teiknaði eina af skopmyndunum af Múhameð sem birtust í dagblaði árið 2006, segist gjarnan vilja hitta Krekar. „Hann er velkominn í heimsókn til mín,“ hefur norska útvarpið eftir honum. „Eða við gætum hist í mosku til að spjalla.“ Norski teiknarinn Per Elvestuen segir múlla Krekar alls ekki vekja hjá sér ótta: „Nei. Múlla Krekar er ríkistrúður. Allt hans framferði er skammarlegt í hvaða samhengi sem er.“
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira