Lífið

Heimsþekktur Everestfari á Íslandi

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
David Breashears á toppi Everest.
David Breashears á toppi Everest. Vísir
Heimsþekkti fjallgöngumaðurinn David Breashears er einn af fyrirlesurum á Háfjallakvöldi í Eldborgarsal Hörpu á sunnudagskvöld.

„David er einn þekktasti fjallgöngumaður sem hingað hefur komið. Hann var fyrstur manna til að taka hreyfimynd á Everest en fjallið hefur hann klifið fimm sinnum,“ segir Tómas Guðbjartsson læknir, sem einnig mun halda fyrirlestur á Háfjallakvöldinu.

Tómas Guðbjartsson hjartalæknir.Vísir
Breashears mun meðal annars ræða ferð sína á Everest í maí 1996, þegar átta fjallgöngumenn létu lífið. „Hann mun fara yfir hvað gerðist þarna á fjallinu og hvað varð mögulega til þess að svo reynslumiklir menn tóku þessa ákvörðun að halda áfram upp þegar aðstæður buðu ekki upp á það,“ segir Tómas, en söguna af Everestförunum sem létust þekkja einhverir úr bókinni Into Thin Air.

Baltasar KormákurVísir
„Baltasar Kormákur er að vinna að kvikmynd um þennan atburð. Hann hefur kafað djúpt í þessa sögu og mun koma með sína hlið sem lista- og kvikmyndagerðarmaður,“ bætir Tómas við, en Baltasar verður einn fyrirlesara á Háfjallakvöldinu.

„Ég mun svo ásamt Ólafi Má Björnssyni fara yfir læknisfræðilegu hliðina á þessu atviki og skoða til dæmis fjallaveiki og hvaða áhrif súrefnisskortur hefur haft á dómgreind þeirra,“ segir Tómas.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.