Vertu velkominn Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 3. mars 2015 09:38 Ég ætla að segja ykkur litla lífsreynslusögu. Hún gerist fyrir tuttugu árum í Austurríki. Ég stundaði þar nám um tíma, í borginni Graz sem er í austurhluta landsins, skammt frá landamærum Ungverjalands. Múrinn hafði fallið fáum árum áður og mikill fjöldi fólks leitaði frá austri til vesturs í von um betra líf. Ég var upptekin af hinu bráðskemmtilega stúdentalífi og velti lítið fyrir mér aðstæðum Austur-Evrópumanna. Ég var frá Íslandi, fékk alls staðar hlýjar móttökur, og já, var bara nokkuð montin af því að vera Íslendingur. Það þótti þá, og þykir enn, svolítið töff. Svo var það dag einn að ég fór í litla sérvöruverslun og bauð góðan dag. Talaði þýskuna með hörðum hreim, var alls ekki austurrísk í útliti, hvað þá skandinavísk, með mitt svarta hár. Af útlitinu og hreimnum mátti dæma að ég kæmi „að austan“. Í sakleysi mínu beið ég róleg eftir afgreiðslu og áttaði mig ekki strax á því kuldalega viðmóti sem ég fékk. Eftir dúk og disk fékk ég afgreiðslu og eftir nokkra stund kom fram að ég væri frá Íslandi. Og viti menn! Viðmótið breyttist á svipstundu. Ég fékk bros, almennilegheit og já, framkomu sem allir eiga rétt á að fá; hvernig sem þeir líta út, hvaðan sem þeir koma og hverjir sem þeir eru. Svona er þá að vera hataður. Svona er þá að vera útlendingur. Þarna lærði ég mína lexíu. Ég óska engum þess að verða fyrir fordómum. Hvað á fólk með að dæma aðra út frá ytri mælikvörðum? Hver einasta manneskja er einstök. Aðflutningur erlendra ríkisborgara til Íslands á 21. öldinni er nærri helmingi íbúafjölgunar á Íslandi. Á síðasta ári var hlutfall erlendra ríkisborgara á Íslandi 7,4%. Þess má einnig geta að fjöldi leik- og grunnskólabarna með erlent ríkisfang hefur sjöfaldast á öldinni. Nú hafa 11% leikskólabarna og 6% grunnskólabarna annað móðurmál en íslensku. Fjölmenningarsamfélag er framtíðin. Við eigum að taka vel á móti fólki sem hér vill búa og og hjálpa því á allan hátt við að aðlagast íslensku samfélagi. Það eykur hagvöxt og síðast en ekki síst auðgar það menningarlífið og víkkar sjóndeildarhring okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ég ætla að segja ykkur litla lífsreynslusögu. Hún gerist fyrir tuttugu árum í Austurríki. Ég stundaði þar nám um tíma, í borginni Graz sem er í austurhluta landsins, skammt frá landamærum Ungverjalands. Múrinn hafði fallið fáum árum áður og mikill fjöldi fólks leitaði frá austri til vesturs í von um betra líf. Ég var upptekin af hinu bráðskemmtilega stúdentalífi og velti lítið fyrir mér aðstæðum Austur-Evrópumanna. Ég var frá Íslandi, fékk alls staðar hlýjar móttökur, og já, var bara nokkuð montin af því að vera Íslendingur. Það þótti þá, og þykir enn, svolítið töff. Svo var það dag einn að ég fór í litla sérvöruverslun og bauð góðan dag. Talaði þýskuna með hörðum hreim, var alls ekki austurrísk í útliti, hvað þá skandinavísk, með mitt svarta hár. Af útlitinu og hreimnum mátti dæma að ég kæmi „að austan“. Í sakleysi mínu beið ég róleg eftir afgreiðslu og áttaði mig ekki strax á því kuldalega viðmóti sem ég fékk. Eftir dúk og disk fékk ég afgreiðslu og eftir nokkra stund kom fram að ég væri frá Íslandi. Og viti menn! Viðmótið breyttist á svipstundu. Ég fékk bros, almennilegheit og já, framkomu sem allir eiga rétt á að fá; hvernig sem þeir líta út, hvaðan sem þeir koma og hverjir sem þeir eru. Svona er þá að vera hataður. Svona er þá að vera útlendingur. Þarna lærði ég mína lexíu. Ég óska engum þess að verða fyrir fordómum. Hvað á fólk með að dæma aðra út frá ytri mælikvörðum? Hver einasta manneskja er einstök. Aðflutningur erlendra ríkisborgara til Íslands á 21. öldinni er nærri helmingi íbúafjölgunar á Íslandi. Á síðasta ári var hlutfall erlendra ríkisborgara á Íslandi 7,4%. Þess má einnig geta að fjöldi leik- og grunnskólabarna með erlent ríkisfang hefur sjöfaldast á öldinni. Nú hafa 11% leikskólabarna og 6% grunnskólabarna annað móðurmál en íslensku. Fjölmenningarsamfélag er framtíðin. Við eigum að taka vel á móti fólki sem hér vill búa og og hjálpa því á allan hátt við að aðlagast íslensku samfélagi. Það eykur hagvöxt og síðast en ekki síst auðgar það menningarlífið og víkkar sjóndeildarhring okkar allra.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun