Ekki bara fyrir Dorrit Oddný G. Harðardóttir skrifar 3. mars 2015 07:00 Síðastliðið haust mælti ég fyrir þingsályktunartillögu um að Alþingi feli innanríkisráðherra að setja á fót starfshóp sem undirbúi endurskoðun laga um lögheimili, nr. 21/1990, með það að markmiði að hjónum verði gert fært að eiga lögheimili hvort á sínum staðnum, hvort heldur er þegar bæði hafa bækistöð innan lands eða þegar annað hefur bækistöð erlendis. Einnig verði lagðar til breytingar á öðrum lögum sem þarf að breyta til að markmiðinu verði náð. Þingsályktunartillagan er nú til umræðu í allsherjar- og menntamálanefnd. Hana má finna á þessari slóð og þar er einnig hægt að skoða innsendar umsagnir um málið.Lög um lögheimili hafa staðið óbreytt í um aldarfjórðung. Á þeim tíma hafa átt sér stað miklar breytingar á þjóðfélagsaðstæðum, enda hefur þjóðin síðan þá gerst aðili að EES-samningnum, netvæðst og upplifað bankahrun svo fátt eitt sé nefnt. Síðustu ár hefur nokkuð borið á því að hjón hafi lent í vandræðum vegna ákvæðis 7. gr. laganna þar sem segir að hjón eigi sama lögheimili. Vinnuveitendur sem ráða til sín starfsfólk hafa stundum krafist þess að það skrái lögheimili sitt í því sveitarfélagi þar sem starfsemi vinnuveitandans á sér stað. Það hefur einnig færst í vöxt að hjón eða sambýlisfólk vinni hvort í sínu sveitarfélaginu. Þessar kröfur hafa því gert það að verkum að maki starfsmanns hefur þurft að flytja lögheimili sitt til sama sveitarfélags þrátt fyrir að bækistöð hans sé í raun í öðru sveitarfélagi eða jafnvel slíta samvistum við starfsmanninn. Þessar kringumstæður letja mögulega sambýlisfólk til að ganga í hjónaband þar sem að því fylgi breyting á lögheimili.Tími til endurskoðunar Í kjölfar bankahrunsins þurftu margir að sækja sér vinnu utan landsteinanna. Oft heldur þá annað hjóna utan á meðan hitt býr hér heima áfram ásamt börnum. Í sumum löndum er þess krafist að þeir sem ætla sér að sinna atvinnu innan landamæra þeirra flytji lögheimili sitt þangað. Svo háttar t.d. til í Noregi en margir Íslendingar hafa sótt atvinnu þangað. Enga heimild er hins vegar að finna í lögum um lögheimili til að skrá lögheimili hjóna í mismunandi löndum. Slíkt hefur hins vegar verið heimilað í mörgum tilvikum á grundvelli venju, óskráðrar réttarheimildar. Kominn er tími til að taka lögin um lögheimili til endurskoðunar. Líklegt er að endurskoðunin hafi í för með sér að breyta þurfi ákvæðum annarra laga, t.d. ábúðarlaga, laga um tekjuskatt og laga á sviði almannatrygginga. Það að hjónum sé heimilt að eiga lögheimili hvort á sínum stað er hagsmunamál margra, bæði einstaklinga og sveitarfélaga ef svo ber undir. Heimildir hafa fengist um slíkt á milli landa. Forseti Íslands og eiginkona hans eru t.d. ekki með sama lögheimili. Ég vil að heimildin verði almenn og valfrjáls og eigi ekki aðeins við þegar hjón starfa í hvort í sínu landinu. Það er von mín að þingsályktunartillagan verði samþykkt á þessu þingi og að frumvarp um breytinguna komi fram sem fyrst. Flutningsmenn tillögunnar eru úr öllum stjórnmálaflokkum sem sæti eiga á Alþingi. Pólitískur ágreiningur ætti því ekki að tefja afgreiðslu málsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Síðastliðið haust mælti ég fyrir þingsályktunartillögu um að Alþingi feli innanríkisráðherra að setja á fót starfshóp sem undirbúi endurskoðun laga um lögheimili, nr. 21/1990, með það að markmiði að hjónum verði gert fært að eiga lögheimili hvort á sínum staðnum, hvort heldur er þegar bæði hafa bækistöð innan lands eða þegar annað hefur bækistöð erlendis. Einnig verði lagðar til breytingar á öðrum lögum sem þarf að breyta til að markmiðinu verði náð. Þingsályktunartillagan er nú til umræðu í allsherjar- og menntamálanefnd. Hana má finna á þessari slóð og þar er einnig hægt að skoða innsendar umsagnir um málið.Lög um lögheimili hafa staðið óbreytt í um aldarfjórðung. Á þeim tíma hafa átt sér stað miklar breytingar á þjóðfélagsaðstæðum, enda hefur þjóðin síðan þá gerst aðili að EES-samningnum, netvæðst og upplifað bankahrun svo fátt eitt sé nefnt. Síðustu ár hefur nokkuð borið á því að hjón hafi lent í vandræðum vegna ákvæðis 7. gr. laganna þar sem segir að hjón eigi sama lögheimili. Vinnuveitendur sem ráða til sín starfsfólk hafa stundum krafist þess að það skrái lögheimili sitt í því sveitarfélagi þar sem starfsemi vinnuveitandans á sér stað. Það hefur einnig færst í vöxt að hjón eða sambýlisfólk vinni hvort í sínu sveitarfélaginu. Þessar kröfur hafa því gert það að verkum að maki starfsmanns hefur þurft að flytja lögheimili sitt til sama sveitarfélags þrátt fyrir að bækistöð hans sé í raun í öðru sveitarfélagi eða jafnvel slíta samvistum við starfsmanninn. Þessar kringumstæður letja mögulega sambýlisfólk til að ganga í hjónaband þar sem að því fylgi breyting á lögheimili.Tími til endurskoðunar Í kjölfar bankahrunsins þurftu margir að sækja sér vinnu utan landsteinanna. Oft heldur þá annað hjóna utan á meðan hitt býr hér heima áfram ásamt börnum. Í sumum löndum er þess krafist að þeir sem ætla sér að sinna atvinnu innan landamæra þeirra flytji lögheimili sitt þangað. Svo háttar t.d. til í Noregi en margir Íslendingar hafa sótt atvinnu þangað. Enga heimild er hins vegar að finna í lögum um lögheimili til að skrá lögheimili hjóna í mismunandi löndum. Slíkt hefur hins vegar verið heimilað í mörgum tilvikum á grundvelli venju, óskráðrar réttarheimildar. Kominn er tími til að taka lögin um lögheimili til endurskoðunar. Líklegt er að endurskoðunin hafi í för með sér að breyta þurfi ákvæðum annarra laga, t.d. ábúðarlaga, laga um tekjuskatt og laga á sviði almannatrygginga. Það að hjónum sé heimilt að eiga lögheimili hvort á sínum stað er hagsmunamál margra, bæði einstaklinga og sveitarfélaga ef svo ber undir. Heimildir hafa fengist um slíkt á milli landa. Forseti Íslands og eiginkona hans eru t.d. ekki með sama lögheimili. Ég vil að heimildin verði almenn og valfrjáls og eigi ekki aðeins við þegar hjón starfa í hvort í sínu landinu. Það er von mín að þingsályktunartillagan verði samþykkt á þessu þingi og að frumvarp um breytinguna komi fram sem fyrst. Flutningsmenn tillögunnar eru úr öllum stjórnmálaflokkum sem sæti eiga á Alþingi. Pólitískur ágreiningur ætti því ekki að tefja afgreiðslu málsins.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar