Tortryggni fyrir tortryggni sakir Stjórnarmaðurinn skrifar 4. mars 2015 07:00 Stjórnarmaðurinn fylgdist forviða með fjaðrafoki kringum skipan framkvæmdahóps um afnám gjaldeyrishaftanna. Líkt og stundum virðist loða við á Íslandi má segja að aðalatriðum hafi lítill gaumur verið gefinn. Einkum virðist fólki hafa verið umhugað um þá staðreynd að þrír meðlima hópsins hafi starfað hjá MP banka. Ekki var að finna sérstök rök fyrir áhyggjunum í fréttum af málinu, önnur en þau að skipan sérfræðingana hefði valdið „titringi“ hjá öðrum fjármálastofnunum og haft var eftir þingmanni að mikilvægt væri að „eyða öllum efasemdum sem tengjast hinum mikilvægu verkefnum nefndarinnar“. Á enskri bloggsíðu Sigrúnar Davíðsdóttur var þó gengið lengra. Rakin voru ættartengsl forstjóra MP banka og forsætisráðherra, og fundið að því að enginn þriggja lögfræðinga í nefndinni hefði alþjóðlega reynslu. Stjórnarmaðurinn klóraði sér í höfðinu yfir þessum umkvörtunum, enda fær hann ekki séð að MP banki og starfsmenn hans hafi sérstaka hagsmuni aðra en almennar fjármálastofnanir og landsmenn allir af afnámi haftanna. Langsótt ættartengsl manns sem ekki situr í nefndinni og forsætisráðherra, teljast heldur vart tíðindi í litlu landi. Einkum í ljósi þess að skipan nefndarinnar var á vegum fjármálaráðherra en ekki forsætisráðuneytisins. Loks leiðir stutt Google-leit í ljós að a.m.k. einn lögfræðinganna sem um ræðir hefur starfað við lögmennsku í London um skeið, en slík starfsreynsla er nokkuð fátíð á Íslandi í ljósi staðbundins eðlis lögfræðinnar. Við það má bæta að formaður hópsins er Glenn nokkur Kim, sem hefur áratugareynslu af alþjóðafjármálamörkuðum og hefur m.a. ráðlagt þýska fjármálaráðuneytinu í tengslum við krísuna á evrusvæðinu. Umræða um þetta mál hefur einkennst af því sem kalla mætti tortryggni fyrir tortryggni sakir. Það er lágmarkskrafa þegar rætt er um jafn mikilvæg málefni að menn sái ekki efasemdafræjum að óþörfu, og beiti boðlegum rökum. Annars dæmir fólk sig úr leik í opinberri umræðu.Að hrósa því sem vel er gert Stjórnarmaðurinn hefur í fyrri pistlum kallað eftir því að innleiddir verði, að breskri fyrirmynd, skattafslættir fyrir einstaklinga vegna fjárfestinga í nýsköpun. Fjármálaráðherra hefur nú tilkynnt að frumvarp um slíkt sé í smíðum. Stjórnarmaðurinn hrósar ráðherra og hlakkar til að kynna sér afraksturinn. Vel gert Bjarni.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Sjá meira
Stjórnarmaðurinn fylgdist forviða með fjaðrafoki kringum skipan framkvæmdahóps um afnám gjaldeyrishaftanna. Líkt og stundum virðist loða við á Íslandi má segja að aðalatriðum hafi lítill gaumur verið gefinn. Einkum virðist fólki hafa verið umhugað um þá staðreynd að þrír meðlima hópsins hafi starfað hjá MP banka. Ekki var að finna sérstök rök fyrir áhyggjunum í fréttum af málinu, önnur en þau að skipan sérfræðingana hefði valdið „titringi“ hjá öðrum fjármálastofnunum og haft var eftir þingmanni að mikilvægt væri að „eyða öllum efasemdum sem tengjast hinum mikilvægu verkefnum nefndarinnar“. Á enskri bloggsíðu Sigrúnar Davíðsdóttur var þó gengið lengra. Rakin voru ættartengsl forstjóra MP banka og forsætisráðherra, og fundið að því að enginn þriggja lögfræðinga í nefndinni hefði alþjóðlega reynslu. Stjórnarmaðurinn klóraði sér í höfðinu yfir þessum umkvörtunum, enda fær hann ekki séð að MP banki og starfsmenn hans hafi sérstaka hagsmuni aðra en almennar fjármálastofnanir og landsmenn allir af afnámi haftanna. Langsótt ættartengsl manns sem ekki situr í nefndinni og forsætisráðherra, teljast heldur vart tíðindi í litlu landi. Einkum í ljósi þess að skipan nefndarinnar var á vegum fjármálaráðherra en ekki forsætisráðuneytisins. Loks leiðir stutt Google-leit í ljós að a.m.k. einn lögfræðinganna sem um ræðir hefur starfað við lögmennsku í London um skeið, en slík starfsreynsla er nokkuð fátíð á Íslandi í ljósi staðbundins eðlis lögfræðinnar. Við það má bæta að formaður hópsins er Glenn nokkur Kim, sem hefur áratugareynslu af alþjóðafjármálamörkuðum og hefur m.a. ráðlagt þýska fjármálaráðuneytinu í tengslum við krísuna á evrusvæðinu. Umræða um þetta mál hefur einkennst af því sem kalla mætti tortryggni fyrir tortryggni sakir. Það er lágmarkskrafa þegar rætt er um jafn mikilvæg málefni að menn sái ekki efasemdafræjum að óþörfu, og beiti boðlegum rökum. Annars dæmir fólk sig úr leik í opinberri umræðu.Að hrósa því sem vel er gert Stjórnarmaðurinn hefur í fyrri pistlum kallað eftir því að innleiddir verði, að breskri fyrirmynd, skattafslættir fyrir einstaklinga vegna fjárfestinga í nýsköpun. Fjármálaráðherra hefur nú tilkynnt að frumvarp um slíkt sé í smíðum. Stjórnarmaðurinn hrósar ráðherra og hlakkar til að kynna sér afraksturinn. Vel gert Bjarni.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Sjá meira