Kaupmáttur launa aldrei hærri Willum Þór Þórsson og Þórunn Egilsdóttir skrifar 4. mars 2015 07:00 Í aðdraganda kjarasamninga undanfarna mánuði hefur töluvert verið rætt um að nauðsyn sé á miklum almennum hækkunum og verkalýðsleiðtogar sagst tilbúnir í verkfallsaðgerðir ef kröfur þeirra verða ekki samþykktar undanbragðalaust. Margir þeirra hafa haldið því fram að kjarasamningar ríkisins við kennara og lækna hafi hleypt loftinu úr blöðru samstöðu um áherslu á kaupmáttarhækkun sem réði för við síðustu kjarasamninga. Í þessari umræðu er rétt að skoða nokkuð víðara samhengi hlutanna og spyrja sig að því hvað getur talist raunveruleg kjarabót fyrir launafólk? Nú er til dæmis ljóst að árangur síðustu kjarasamninga er ótvírætt sá að kaupmáttur hefur aukist, jafnvel meira en margir þorðu að vona. Sú skynsamlega nálgun að ríkið og aðilar vinnumarkaðarins vinni saman að því að auka ráðstöfunartekjur og bæta kaupmátt hefur því skilað því sem vonast var til og jafnvel gott betur. Margir hnussa þó yfir slíkum boðskap. En þá er á það að líta að kaupmáttur mælir einfaldlega hvað hægt er að kaupa fyrir innihaldið í launaumslaginu. Ef kaupmáttur eykst um 5,3%, eins og hann hefur gert undanfarið ár, þýðir það að hægt er að bæta 5,3% meiri vörum í innkaupakerruna en áður fyrir sömu krónurnar. Slík búbót fyrir launamenn hefur sannarlega ekki verið á hverju strái undanfarin ár. Þessi nálgun ríkis og aðila vinnumarkaðarins hefur skilað því að kaupmáttur launa á Íslandi hefur aldrei mælst hærri en nú. Líklega er þó enn mikilvægari staðreynd fyrir allt almennt launafólk og heimili í landinu, að verðbólga mælist nú undir 1% og hér ríkir nú mesti verðlagsstöðugleiki sem sést hefur í 10 ár. Þess má geta að verðbólga hefur ekki verið minni síðan í lok árs 1994. Skynsamlegir kjarasamningar og ábyrg fjármálastjórnun í ríkisrekstrinum hafa átt sinn þátt í því að ná þessum árangri stöðugleika og aukins kaupmáttar. Það er augljóst að það er ekki launafólki í hag að ríflegar launahækkanir 90% vinnumarkaðarins leiði til verðlagsþrýstings. Íslendingar hafa því miður alltof mikla reynslu af víxláhrifum launa og verðlags og þekkja hin skaðlegu áhrif sem raungerast í hækkun vaxtabyrði og höfuðstóls verðtryggðra lána heimilanna. Því þarf að nálgast kjarasamninga með það í huga að verja stöðugleikann og auka kaupmáttinn. Sagan sýnir að það er líklegast til heilla fyrir þjóðfélagið. Í því samtali sem framundan er væri því skynsamlegast að horfa til krónutöluhækkana lægstu launa og mildari hækkana upp launastigann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Þórunn Egilsdóttir Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kjarasamninga undanfarna mánuði hefur töluvert verið rætt um að nauðsyn sé á miklum almennum hækkunum og verkalýðsleiðtogar sagst tilbúnir í verkfallsaðgerðir ef kröfur þeirra verða ekki samþykktar undanbragðalaust. Margir þeirra hafa haldið því fram að kjarasamningar ríkisins við kennara og lækna hafi hleypt loftinu úr blöðru samstöðu um áherslu á kaupmáttarhækkun sem réði för við síðustu kjarasamninga. Í þessari umræðu er rétt að skoða nokkuð víðara samhengi hlutanna og spyrja sig að því hvað getur talist raunveruleg kjarabót fyrir launafólk? Nú er til dæmis ljóst að árangur síðustu kjarasamninga er ótvírætt sá að kaupmáttur hefur aukist, jafnvel meira en margir þorðu að vona. Sú skynsamlega nálgun að ríkið og aðilar vinnumarkaðarins vinni saman að því að auka ráðstöfunartekjur og bæta kaupmátt hefur því skilað því sem vonast var til og jafnvel gott betur. Margir hnussa þó yfir slíkum boðskap. En þá er á það að líta að kaupmáttur mælir einfaldlega hvað hægt er að kaupa fyrir innihaldið í launaumslaginu. Ef kaupmáttur eykst um 5,3%, eins og hann hefur gert undanfarið ár, þýðir það að hægt er að bæta 5,3% meiri vörum í innkaupakerruna en áður fyrir sömu krónurnar. Slík búbót fyrir launamenn hefur sannarlega ekki verið á hverju strái undanfarin ár. Þessi nálgun ríkis og aðila vinnumarkaðarins hefur skilað því að kaupmáttur launa á Íslandi hefur aldrei mælst hærri en nú. Líklega er þó enn mikilvægari staðreynd fyrir allt almennt launafólk og heimili í landinu, að verðbólga mælist nú undir 1% og hér ríkir nú mesti verðlagsstöðugleiki sem sést hefur í 10 ár. Þess má geta að verðbólga hefur ekki verið minni síðan í lok árs 1994. Skynsamlegir kjarasamningar og ábyrg fjármálastjórnun í ríkisrekstrinum hafa átt sinn þátt í því að ná þessum árangri stöðugleika og aukins kaupmáttar. Það er augljóst að það er ekki launafólki í hag að ríflegar launahækkanir 90% vinnumarkaðarins leiði til verðlagsþrýstings. Íslendingar hafa því miður alltof mikla reynslu af víxláhrifum launa og verðlags og þekkja hin skaðlegu áhrif sem raungerast í hækkun vaxtabyrði og höfuðstóls verðtryggðra lána heimilanna. Því þarf að nálgast kjarasamninga með það í huga að verja stöðugleikann og auka kaupmáttinn. Sagan sýnir að það er líklegast til heilla fyrir þjóðfélagið. Í því samtali sem framundan er væri því skynsamlegast að horfa til krónutöluhækkana lægstu launa og mildari hækkana upp launastigann.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun