Erum við tilbúin fyrir næstu iðnbyltingu? Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 5. mars 2015 07:00 Áratuga hefð er fyrir því að halda Iðnþing einu sinni á ári. Þá kemur fólk í íslenskum iðnaði saman og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi. Iðnþing 2015 fer fram á Hótel Nordica í dag og hefst kl. 14. Þar munu leiðtogar fyrirtækja, sérfræðingar og ráðherrar ræða saman um þær stefnuáherslur sem Samtök iðnaðarins hafa sett á oddinn, það er menntun, nýsköpun og framleiðni. Menntun er lykillinn að velmegun allra þjóða. Samtök iðnaðarins vilja efla menntun fyrir atvinnulífið. Til þess að hér megi áfram dafna öflugt atvinnulíf verðum við að fjölga iðn-, verk- og tæknimenntuðu fólki. Það er skortur á fagmenntuðu fólki á Íslandi, ekki bara í iðnaði heldur einnig í mörgum öðrum greinum svo sem ferðaþjónustu og sjávarútvegi. Undanfarin ár hefur tekist að vekja áhuga ungs fólks á tækifærum innan verk- og tæknigreina á háskólastigi. Þann vöxt þarf að tryggja áfram. Nýsköpun er forsenda framþróunar og framleiðniaukningar. Við viljum styrkja og styðja við nýsköpun á öllum sviðum. Á Iðnþingi munum við ræða nauðsyn þess að skapa nýjar lausnir til að auka framleiðni á öllum sviðum iðnaðar, jafnt hjá sprotum sem rótgrónum fyrirtækjum. Nýsköpun og menntun eru grunnþættir sem stuðla að aukinni framleiðni. Við Íslendingar erum eftirbátar annarra þjóða þegar kemur að framleiðni. Með öðrum orðum eru afköst okkar lakari í samanburði við nágrannaþjóðir. Við megum ekki og eigum ekki að sætta okkur við það. Geta okkar til að auka hér hagvöxt liggur í aukinni framleiðni og betri nýtingu mannauðs. Það er samvinnuverkefni okkar allra að koma Íslandi í fremstu röð ríkja og skapa hér heilbrigt og öflugt atvinnulíf sem er ákjósanlegt fyrir fólk og fyrirtæki. Velkomin á iðnþing! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Áratuga hefð er fyrir því að halda Iðnþing einu sinni á ári. Þá kemur fólk í íslenskum iðnaði saman og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi. Iðnþing 2015 fer fram á Hótel Nordica í dag og hefst kl. 14. Þar munu leiðtogar fyrirtækja, sérfræðingar og ráðherrar ræða saman um þær stefnuáherslur sem Samtök iðnaðarins hafa sett á oddinn, það er menntun, nýsköpun og framleiðni. Menntun er lykillinn að velmegun allra þjóða. Samtök iðnaðarins vilja efla menntun fyrir atvinnulífið. Til þess að hér megi áfram dafna öflugt atvinnulíf verðum við að fjölga iðn-, verk- og tæknimenntuðu fólki. Það er skortur á fagmenntuðu fólki á Íslandi, ekki bara í iðnaði heldur einnig í mörgum öðrum greinum svo sem ferðaþjónustu og sjávarútvegi. Undanfarin ár hefur tekist að vekja áhuga ungs fólks á tækifærum innan verk- og tæknigreina á háskólastigi. Þann vöxt þarf að tryggja áfram. Nýsköpun er forsenda framþróunar og framleiðniaukningar. Við viljum styrkja og styðja við nýsköpun á öllum sviðum. Á Iðnþingi munum við ræða nauðsyn þess að skapa nýjar lausnir til að auka framleiðni á öllum sviðum iðnaðar, jafnt hjá sprotum sem rótgrónum fyrirtækjum. Nýsköpun og menntun eru grunnþættir sem stuðla að aukinni framleiðni. Við Íslendingar erum eftirbátar annarra þjóða þegar kemur að framleiðni. Með öðrum orðum eru afköst okkar lakari í samanburði við nágrannaþjóðir. Við megum ekki og eigum ekki að sætta okkur við það. Geta okkar til að auka hér hagvöxt liggur í aukinni framleiðni og betri nýtingu mannauðs. Það er samvinnuverkefni okkar allra að koma Íslandi í fremstu röð ríkja og skapa hér heilbrigt og öflugt atvinnulíf sem er ákjósanlegt fyrir fólk og fyrirtæki. Velkomin á iðnþing!
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun