Ekki vesenast í því sem virkar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 7. mars 2015 12:00 Peter Chou, framkvæmdastjóri HTC, svipti hulunni af One M9 á MWC-ráðstefnunni á dögunum. Besti snjallsími ársins 2014 var að öllum líkindum hinn gullfallegi One M8 frá taívanska tæknifyrirtækinu HTC. Enn meiri líkur eru á að þú sért ekki með símann í vasanum akkúrat núna. HTC var áberandi í árdaga snjallsímavæðingarinnar en lítið hefur farið fyrir fyrirtækinu í tveggja turna tali Apple og Samsung síðustu árin.Hönnun og notagildi mætast Fyrirtækjamenning HTC fellur mitt á milli áherslna Apple og Samsung og snjallsímar HTC sameina það sem báðir framleiðendur gera vel. Hönnunarsvið HTC heyrir beint undir forstjórann og minnir um margt á samband Jonathans Ive, yfirhönnuðar Apple, við Steve Jobs heitinn og framkvæmdastjórann Tim Cook í dag. Það sætir því nokkrum tíðindum að HTC kynnti nýjasta flaggskip sitt, One M9, á Mobile World-tækniráðstefnunni í Barselóna á dögunum. Enn merkilegra er að útlit snjallsímans er nánast það sama og á One M8. Margir voru ósáttir en í grunninn undirstrikar þetta gullnu regluna: ef það er ekki brotið, ekki laga það. Við getum þakkað HTC fyrir að vekja athygli á gæðum og fágun í hönnun. One M8, með sínum mjúku, aflíðandi línum, álramma og kristaltærum skjá, var og er með fallegustu snjallsímum fyrr og síðar. Í samanburði við One M8 voru plastsímarnir frá Samsung og LG eins og eitthvað úr Tiger.Örlagaríkur veikleiki Þó svo að One M9 sé nauðalíkur forvera sínum hefur HTC augljóslega hlustað á gagnrýnisraddirnar. Ræsihnappurinn hefur verið færður á hliðina (guði sé lof) enda þurfti klunnalega hreyfingu til að teygja sig yfir risavaxinn 5" skjáinn til að ræsa símann. Sama á við um myndavélina. Eins og allar almennilegar hetjur hafði One M8 einn örlagaríkan veikleika: myndavélina. Hún var 4 megapixla en studdist við ultrapixel-tæknina. Þannig skilaði One M8 þokkalegum myndum við sæmileg birtuskilyrði en oft hræðilegum myndum í minni birtu. HTC hefur uppfært myndavélina fyrir næstu kynslóð og er hún 20 megapixlar á One M9 en engin hristivörn er til staðar. Síðan er útlit fyrir að One M9 verði besti „selfie“-síminn á markaðnum en ultrapixel-tæknin er nú í myndavélinni á framhliðinni. HTC var fyrsti snjallsímaframleiðandinn sem þróaði fyrsta eigulega Android-snjallsímann. One M9 byggir á Lollipop (5.0.2.) frá Android en kemur sínum áherslum að með Sense 7-viðmótinu. Þetta er eins nálægt berstrípaðri útgáfu af Lollipop og þú kemst án þess að kaupa þér Nexus-tæki. Talið er að HTC One M9 verði seldur á um 80.000 krónur í Bandaríkjunum, án samnings við símafyrirtæki (Samsung Galaxy S6 fer á 103.000 kr. og iPhone 6 á 87.000 kr.). Þannig heldur HTC áfram að verðleggja snjallsíma sína undir því sem gengur og gerist með vinsælustu og dýrustu símana.HTC mætir leiks Annars er útlit fyrir að 2015 verði stórt ár í sögu HTC. Ásamt One M8 kynnti fyrirtækið Grip-snjallúrið og þrívíddargleraugun Vive í samstarfi við hið dáða tölvuleikjafyrirtæki Valve. Sprotinn Oculus hefur verið samnefnari fyrir nýjasta nýtt í þrívíddartæknigeiranum en Facebook keypti fyrirtækið á síðasta ári á 230 milljarða króna (Oculus hefur aldrei gefið út vöru fyrir almennan markað). HTC og Valve hétu því á ráðstefnunni í Barselóna að fyrsta útgáfan af Vive myndi koma á markað undir lok þessa árs. Auk þess hafa fyrstu viðbrögð við Vive verið vægast sagt frábær. Þangað til að við fáum þessu tæki í hendurnar getum við aðeins getið okkur til um gæði HTC Vive og One M9 en það sem blasir við er að HTC er á réttri braut og framtíðin á snjallsímamarkaðinum er skyndilega ekki jafn litlaus og útlit var fyrir. Tækni Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Besti snjallsími ársins 2014 var að öllum líkindum hinn gullfallegi One M8 frá taívanska tæknifyrirtækinu HTC. Enn meiri líkur eru á að þú sért ekki með símann í vasanum akkúrat núna. HTC var áberandi í árdaga snjallsímavæðingarinnar en lítið hefur farið fyrir fyrirtækinu í tveggja turna tali Apple og Samsung síðustu árin.Hönnun og notagildi mætast Fyrirtækjamenning HTC fellur mitt á milli áherslna Apple og Samsung og snjallsímar HTC sameina það sem báðir framleiðendur gera vel. Hönnunarsvið HTC heyrir beint undir forstjórann og minnir um margt á samband Jonathans Ive, yfirhönnuðar Apple, við Steve Jobs heitinn og framkvæmdastjórann Tim Cook í dag. Það sætir því nokkrum tíðindum að HTC kynnti nýjasta flaggskip sitt, One M9, á Mobile World-tækniráðstefnunni í Barselóna á dögunum. Enn merkilegra er að útlit snjallsímans er nánast það sama og á One M8. Margir voru ósáttir en í grunninn undirstrikar þetta gullnu regluna: ef það er ekki brotið, ekki laga það. Við getum þakkað HTC fyrir að vekja athygli á gæðum og fágun í hönnun. One M8, með sínum mjúku, aflíðandi línum, álramma og kristaltærum skjá, var og er með fallegustu snjallsímum fyrr og síðar. Í samanburði við One M8 voru plastsímarnir frá Samsung og LG eins og eitthvað úr Tiger.Örlagaríkur veikleiki Þó svo að One M9 sé nauðalíkur forvera sínum hefur HTC augljóslega hlustað á gagnrýnisraddirnar. Ræsihnappurinn hefur verið færður á hliðina (guði sé lof) enda þurfti klunnalega hreyfingu til að teygja sig yfir risavaxinn 5" skjáinn til að ræsa símann. Sama á við um myndavélina. Eins og allar almennilegar hetjur hafði One M8 einn örlagaríkan veikleika: myndavélina. Hún var 4 megapixla en studdist við ultrapixel-tæknina. Þannig skilaði One M8 þokkalegum myndum við sæmileg birtuskilyrði en oft hræðilegum myndum í minni birtu. HTC hefur uppfært myndavélina fyrir næstu kynslóð og er hún 20 megapixlar á One M9 en engin hristivörn er til staðar. Síðan er útlit fyrir að One M9 verði besti „selfie“-síminn á markaðnum en ultrapixel-tæknin er nú í myndavélinni á framhliðinni. HTC var fyrsti snjallsímaframleiðandinn sem þróaði fyrsta eigulega Android-snjallsímann. One M9 byggir á Lollipop (5.0.2.) frá Android en kemur sínum áherslum að með Sense 7-viðmótinu. Þetta er eins nálægt berstrípaðri útgáfu af Lollipop og þú kemst án þess að kaupa þér Nexus-tæki. Talið er að HTC One M9 verði seldur á um 80.000 krónur í Bandaríkjunum, án samnings við símafyrirtæki (Samsung Galaxy S6 fer á 103.000 kr. og iPhone 6 á 87.000 kr.). Þannig heldur HTC áfram að verðleggja snjallsíma sína undir því sem gengur og gerist með vinsælustu og dýrustu símana.HTC mætir leiks Annars er útlit fyrir að 2015 verði stórt ár í sögu HTC. Ásamt One M8 kynnti fyrirtækið Grip-snjallúrið og þrívíddargleraugun Vive í samstarfi við hið dáða tölvuleikjafyrirtæki Valve. Sprotinn Oculus hefur verið samnefnari fyrir nýjasta nýtt í þrívíddartæknigeiranum en Facebook keypti fyrirtækið á síðasta ári á 230 milljarða króna (Oculus hefur aldrei gefið út vöru fyrir almennan markað). HTC og Valve hétu því á ráðstefnunni í Barselóna að fyrsta útgáfan af Vive myndi koma á markað undir lok þessa árs. Auk þess hafa fyrstu viðbrögð við Vive verið vægast sagt frábær. Þangað til að við fáum þessu tæki í hendurnar getum við aðeins getið okkur til um gæði HTC Vive og One M9 en það sem blasir við er að HTC er á réttri braut og framtíðin á snjallsímamarkaðinum er skyndilega ekki jafn litlaus og útlit var fyrir.
Tækni Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira