Þrekvirki í íslenskri sviðslist Sigríður Jónsdóttir skrifar 9. mars 2015 11:00 Sláandi hjarta sýningarinnar er Billy sjálfur og það er sko sjón að sjá. Billy Elliot Borgarleikhúsið í samstarfi við Baltasar Kormák Handrit Lee Hall Tónlist Elton John Leikstjórn Bergur Þór Ingólfsson Danshöfundur Lee Proud Þýðing Karl Ágúst Úlfsson Leikarar Sölvi Viggósson Dýrfjörð, Jóhann Sigurðarson, Halldóra Geirharðsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Hilmir Jensson, Hilmar Guðjónsson, Grettir Valsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir o.fl. Leikmynd Petr Hlousek Búningar Helga I. Stefánsdóttir Tónlistarstjórn Agnar Már Magnússon Lýsing Þórður Orri Pétursson Eftir mikla leit að sjálfum Billy, stöðugar æfingar frá síðasta sumri og gríðarlega spennumögnun er loksins búið að frumsýna söngleikinn Billy Elliot í Borgarleikhúsinu. Þrekvirki af þessu tagi er sjaldséð í íslenskri sviðslist og ekki þarf að leita lengra en í leikskrána til að sjá þann mikla mannfjölda sem kemur að sýningunni. Sagan er sjálfsagt mörgum þekkt en söngleikurinn Billy Elliot er byggður á margrómaðri bíómynd með sama nafni sem kom út fyrir tæpum fimmtán árum. Handritshöfundur myndarinnar, Lee Hall, og leikstjóri hennar, Stephen Daldry, ákváðu að sagan um unga drenginn frá námuþorpinu í Durham með langsóttan draum um að verða ballettdansari ætti heima á sviði. Elton John tók að sér að skrifa tónlistina fyrir verkið en Hall sjálfur sá um handritið og söngtextana. Áratugur er liðinn frá frumsýningu söngleiksins í London og gengur sýningin enn átta sinnum í viku fyrir troðfullu húsi. Bergur Þór Ingólfsson ræðst þannig alls ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en sú vinna sem hann og allir þeir sem standa að sýningunni hafa lagt í verkið er gjörsamlega þess virði. Sýningin er algjörlega mögnuð upplifun; kraftmikill og tilfinningaríkur söngleikur með firnasterkum leikhóp þar sem Billy sjálfur er fremstur í flokki. Sölvi Viggósson Dýrfjörð fór með hlutverk Billys á frumsýningu en orð fá varla lýst hversu magnaður þessi ungi drengur er í sýningunni. Ef frammistaða hans er forsmekkurinn að hæfileikum þeirra Baldvins og Hjartar, sem leika einnig Billy, þá eiga áhorfendur eitthvað stórkostlegt í vændum. Það er unun að fylgjast með honum takast á við burðarhlutverk af þessu tagi og forréttindi að sjá fjölhæfni hans blómstra. Hann leikur og syngur af mikilli list en það eru dansatriðin sem eru algjörlega sér á parti og þá sérstaklega ballettsenurnar. Áhorfendur fylgjast með honum vaxa og dafna í gegnum sýninguna, eitt spor í einu, og taka andköf þegar þeir gera sér grein fyrir hversu langt Sölvi/Billy hefur náð. Lee Proud danshöfundur sýningarinnar á mikinn heiður skilin fyrir sína vinnu sem hreint út sagt lyftir dansatriðum í íslensku leikhúsi á nýtt og hærra plan. Pabbi Billys, Jackie Elliot, er leikinn af Jóhanni Sigurðarsyni en hann er maður sem reynir að gera sitt allra besta við ómögulegar aðstæður en hreinlega kann ekki að vera einstæður faðir. Umkomuleysi, sársauki og örvænting lita tilvist þessa manns en Jóhann er algjörlega tilvalinn í þetta hlutverk, svo ekki sé nú minnst á hversu vel söngröddin hans passar við hlutverkið. Lagið sem hann syngur til látinnar konu sinnar nístir hjartastrengina, húmorinn er samt sem áður aldrei langt undan en heimsókn þeirra feðga í ballettskólann er bráðfyndin. Halldóra Geirharðsdóttir leikur keðjureykjandi danskennarann Mrs. Wilkinson sem stýrir litla ballettnámskeiðinu sínu með harðri hendi, þeirri sem heldur ekki á sígarettunni. Ég hef lengi sagt að hún sé ein hæfileikaríkasta leikkona Íslands og hún sannar það í þessu hlutverki með frábærum dansatriðum í bland við þrusugóðan leik. Hinn ungi Grettir Valsson hreinlega stal senunni í sínu stóra dansatriði þar sem Michael, vinur Billys, klæðir þá félaga upp í kjóla en senan endar í gríðarlega skemmtilegu uppbroti sem best er segja sem minnst frá. Eiginlega er ómögulegt að telja upp alla þá einstaklinga sem ber að nefna þegar kemur að sýningunni en auk þeirra fyrrnefndu er vert að minnast á Sigrúnu Eddu í kostulegu hlutverki ömmunnar með elliglöpin og Hilmi Jensson í hlutverki Tonys, eldri bróður Billys, en hann leysir það bráðvel. Þýðing Karls Ágústs á textanum sem og lögunum heppnast með ágætum en stundum vottar fyrir of formlegu talmáli. Kynjapólitíkin í verkinu er einnig örlítið gamaldags þar sem flestar kvenpersónurnar hafa í raun lítið að gera nema styðja karlpeninginn fyrir utan frú Wilkinson sem ýtir Billy á rétta braut. Einnig má benda á þá einföldu mynd sem dregin er upp af samkynhneigð í verkinu en þessi upptalning er kannski smámunasemi. Sviðsmynd Petr Hlousek er einstaklega vel úthugsuð og ekki takmörkuð af hringsviðinu einu saman eins og svo oft sést á íslenskum leiksviðum. Hver fermetri Stóra sviðsins er nýttur; námumennirnir hverfa ofan í jörðina, heill ballettskóli birtist ofan úr loftinu og litla þorpið í Norður-Englandi birtist ljóslifandi frá margvíslegum sjónarhornum. Aftur á móti er Bergur Þór ekki banginn við að tæma sviðið algjörlega bæði í stórum senum sem og smáum, sérlega eftirminnilegt er atriði á milli Sölva og Karls Friðriks sem leikur Billy síðar á lífsleiðinni. Bergur Þór leikstýrir þessum risastóra hópi eins og áður sagði en hann hefur firnasterk tök á bæði fagurfræði og framsetningu með góðri aðstoð frá Helgu I. sem sér um búningana, sterkri tónlistarstjórn Agnars Más og feikiflottri lýsingu Þórðar Orra. Billy Elliot er ekkert annað en stórvirki. Hópsenurnar blandast oft virkilega skemmtilega saman þar sem smáar ballerínur, óeirðalögreglan og námumennirnir þeysast um sviðið án þess að glundroðinn taki öll völd. En sláandi hjarta sýningarinnar er Billy sjálfur og það er sko sjón að sjá. Deila má um hvort sýningin sé gallalaus en aftur á móti er ekki hægt annað en að dást að þeim gríðarlega metnaði, elju og krafti sem settur er í verkið.Niðurstaða: Metnaðarfullt stórvirki. Leiklistarviðburður sem enginn má láta framhjá sér fara. Gagnrýni Menning Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Billy Elliot Borgarleikhúsið í samstarfi við Baltasar Kormák Handrit Lee Hall Tónlist Elton John Leikstjórn Bergur Þór Ingólfsson Danshöfundur Lee Proud Þýðing Karl Ágúst Úlfsson Leikarar Sölvi Viggósson Dýrfjörð, Jóhann Sigurðarson, Halldóra Geirharðsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Hilmir Jensson, Hilmar Guðjónsson, Grettir Valsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir o.fl. Leikmynd Petr Hlousek Búningar Helga I. Stefánsdóttir Tónlistarstjórn Agnar Már Magnússon Lýsing Þórður Orri Pétursson Eftir mikla leit að sjálfum Billy, stöðugar æfingar frá síðasta sumri og gríðarlega spennumögnun er loksins búið að frumsýna söngleikinn Billy Elliot í Borgarleikhúsinu. Þrekvirki af þessu tagi er sjaldséð í íslenskri sviðslist og ekki þarf að leita lengra en í leikskrána til að sjá þann mikla mannfjölda sem kemur að sýningunni. Sagan er sjálfsagt mörgum þekkt en söngleikurinn Billy Elliot er byggður á margrómaðri bíómynd með sama nafni sem kom út fyrir tæpum fimmtán árum. Handritshöfundur myndarinnar, Lee Hall, og leikstjóri hennar, Stephen Daldry, ákváðu að sagan um unga drenginn frá námuþorpinu í Durham með langsóttan draum um að verða ballettdansari ætti heima á sviði. Elton John tók að sér að skrifa tónlistina fyrir verkið en Hall sjálfur sá um handritið og söngtextana. Áratugur er liðinn frá frumsýningu söngleiksins í London og gengur sýningin enn átta sinnum í viku fyrir troðfullu húsi. Bergur Þór Ingólfsson ræðst þannig alls ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en sú vinna sem hann og allir þeir sem standa að sýningunni hafa lagt í verkið er gjörsamlega þess virði. Sýningin er algjörlega mögnuð upplifun; kraftmikill og tilfinningaríkur söngleikur með firnasterkum leikhóp þar sem Billy sjálfur er fremstur í flokki. Sölvi Viggósson Dýrfjörð fór með hlutverk Billys á frumsýningu en orð fá varla lýst hversu magnaður þessi ungi drengur er í sýningunni. Ef frammistaða hans er forsmekkurinn að hæfileikum þeirra Baldvins og Hjartar, sem leika einnig Billy, þá eiga áhorfendur eitthvað stórkostlegt í vændum. Það er unun að fylgjast með honum takast á við burðarhlutverk af þessu tagi og forréttindi að sjá fjölhæfni hans blómstra. Hann leikur og syngur af mikilli list en það eru dansatriðin sem eru algjörlega sér á parti og þá sérstaklega ballettsenurnar. Áhorfendur fylgjast með honum vaxa og dafna í gegnum sýninguna, eitt spor í einu, og taka andköf þegar þeir gera sér grein fyrir hversu langt Sölvi/Billy hefur náð. Lee Proud danshöfundur sýningarinnar á mikinn heiður skilin fyrir sína vinnu sem hreint út sagt lyftir dansatriðum í íslensku leikhúsi á nýtt og hærra plan. Pabbi Billys, Jackie Elliot, er leikinn af Jóhanni Sigurðarsyni en hann er maður sem reynir að gera sitt allra besta við ómögulegar aðstæður en hreinlega kann ekki að vera einstæður faðir. Umkomuleysi, sársauki og örvænting lita tilvist þessa manns en Jóhann er algjörlega tilvalinn í þetta hlutverk, svo ekki sé nú minnst á hversu vel söngröddin hans passar við hlutverkið. Lagið sem hann syngur til látinnar konu sinnar nístir hjartastrengina, húmorinn er samt sem áður aldrei langt undan en heimsókn þeirra feðga í ballettskólann er bráðfyndin. Halldóra Geirharðsdóttir leikur keðjureykjandi danskennarann Mrs. Wilkinson sem stýrir litla ballettnámskeiðinu sínu með harðri hendi, þeirri sem heldur ekki á sígarettunni. Ég hef lengi sagt að hún sé ein hæfileikaríkasta leikkona Íslands og hún sannar það í þessu hlutverki með frábærum dansatriðum í bland við þrusugóðan leik. Hinn ungi Grettir Valsson hreinlega stal senunni í sínu stóra dansatriði þar sem Michael, vinur Billys, klæðir þá félaga upp í kjóla en senan endar í gríðarlega skemmtilegu uppbroti sem best er segja sem minnst frá. Eiginlega er ómögulegt að telja upp alla þá einstaklinga sem ber að nefna þegar kemur að sýningunni en auk þeirra fyrrnefndu er vert að minnast á Sigrúnu Eddu í kostulegu hlutverki ömmunnar með elliglöpin og Hilmi Jensson í hlutverki Tonys, eldri bróður Billys, en hann leysir það bráðvel. Þýðing Karls Ágústs á textanum sem og lögunum heppnast með ágætum en stundum vottar fyrir of formlegu talmáli. Kynjapólitíkin í verkinu er einnig örlítið gamaldags þar sem flestar kvenpersónurnar hafa í raun lítið að gera nema styðja karlpeninginn fyrir utan frú Wilkinson sem ýtir Billy á rétta braut. Einnig má benda á þá einföldu mynd sem dregin er upp af samkynhneigð í verkinu en þessi upptalning er kannski smámunasemi. Sviðsmynd Petr Hlousek er einstaklega vel úthugsuð og ekki takmörkuð af hringsviðinu einu saman eins og svo oft sést á íslenskum leiksviðum. Hver fermetri Stóra sviðsins er nýttur; námumennirnir hverfa ofan í jörðina, heill ballettskóli birtist ofan úr loftinu og litla þorpið í Norður-Englandi birtist ljóslifandi frá margvíslegum sjónarhornum. Aftur á móti er Bergur Þór ekki banginn við að tæma sviðið algjörlega bæði í stórum senum sem og smáum, sérlega eftirminnilegt er atriði á milli Sölva og Karls Friðriks sem leikur Billy síðar á lífsleiðinni. Bergur Þór leikstýrir þessum risastóra hópi eins og áður sagði en hann hefur firnasterk tök á bæði fagurfræði og framsetningu með góðri aðstoð frá Helgu I. sem sér um búningana, sterkri tónlistarstjórn Agnars Más og feikiflottri lýsingu Þórðar Orra. Billy Elliot er ekkert annað en stórvirki. Hópsenurnar blandast oft virkilega skemmtilega saman þar sem smáar ballerínur, óeirðalögreglan og námumennirnir þeysast um sviðið án þess að glundroðinn taki öll völd. En sláandi hjarta sýningarinnar er Billy sjálfur og það er sko sjón að sjá. Deila má um hvort sýningin sé gallalaus en aftur á móti er ekki hægt annað en að dást að þeim gríðarlega metnaði, elju og krafti sem settur er í verkið.Niðurstaða: Metnaðarfullt stórvirki. Leiklistarviðburður sem enginn má láta framhjá sér fara.
Gagnrýni Menning Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira