Lífið

Jón Gnarr og EYLAND hanna saman bol

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Jón Gnarr teiknaði skegg Salvador Dali á Drenginn með tárið.
Jón Gnarr teiknaði skegg Salvador Dali á Drenginn með tárið. Vísir/Eyland/Stefán
Jón Gnarr hefur hannað nýja boli í samstarfi við EYLAND og rennur allur ágóði til Krabbameinsfélagsins og forvörnum fyrir karla og krabbamein.

Myndin Drengurinn með tárið prýðir bolinn og á hann setti Jón skegg Salvador Dali. „Ég valdi þessa mynd því mèr fannst hún sterk og sýna ákveðna hlið á karlmennsku, kannski mannlegri hlið en yfirleitt,“ segir Jón.

Hann segir það mikill heiður að vera beðinn um þetta. 

„Krabbamein er sjúkdómur í minni fjölskyldu og gaman að fá svona tækifæri til að leggja baráttunni lið. Við grátum og finnum til, en höldum samt húmor. Og þannig sigrum við,“ segir Jón.

Fyrirsætan Andrea Röfn í bolnum.Eyland
„EYLAND gerir eitt verkefni á hverju „seasoni“ sem tengist góðgerðarmálum. Við fengum Jón með okkur því hann er svo frábær og með svo fallega lífssýn,“ segir Ása Ninna Pétursdóttir, eigandi og hönnuður EYLAND.

Bolurinn verður seldur í verslununum GK, Suit, Húrra, í netverslun Krabbameinsfélagsins og á heimasíðu EYLAND.

„Það er algjörlega frábært að fá svona flott viðbrögð við þessu verkefni,“ segir Sigrún Edda Eðvarðsdóttir, verkefnastjóri GNARR X EYLANDS verkefnins. 

„Það er mikilvægt að vekja athygli á þessu málefni og leggja því lið og svo skemmir auðvitað ekki fyrir hvað bolirnir eru flottir. Hver maður og kona getur klæðst þeim með stolti.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.