Grundvallarspurningar um RÚV Stjórnarmaðurinn skrifar 11. mars 2015 10:15 Morgunblaðið fjallaði í vikubyrjun um málefni Ríkisútvarpsins og kvað leiðarahöfundur nokkuð fast að orði. Velti hann m.a. upp þeirri spurningu hvort ekki kæmi til greina að ríkið semdi við Bylgjuna um að gegna því öryggishlutverki sem hingað til hefur hvílt á herðum RÚV. Benti hann á þá staðreynd að Bylgjan hefur meiri hlustun en útvarpsrásir RÚV. Ritstjóri Morgunblaðsins veltir þarna upp grundvallarspurningu um RÚV. Það er ágætis tilbreyting, en umræðan hefur oftar en ekki litast af pólitík, sem verður til þess að tími vinnst ekki til að ræða grundvallaratriði um stöðu ríkisútvarps í nútímasamfélagi. Hvað öryggishlutverkið varðar þá telur stjórnarmaðurinn, líkt og ritstjóri Morgunblaðsins, að aðrar lausnir séu raunhæfar. Þannig mætti hugsa sér eins og hann gerir að ríkið semdi við einkareknu miðlana um að gegna þessu hlutverki, en einnig mætti skoða hvort ekki er hægt að leggja skyldur í þessum efnum á fjölmiðla við veitingu t.d. útvarpsleyfa. Síðast en ekki síst má spyrja hvort lögboða sé nokkuð þörf í þessum efnum, enda er ekki hægt að segja að einkareknu miðlarnir láti sitt eftir liggja þegar kemur að umfjöllun um náttúruhamfarir eða álíka viðburði. Undanfarin ár hefur umræða um RÚV oftar en ekki snúist um bága fjárhagsstöðu stofnunarinnar. Á sama tíma hefur verið ákall eftir auknu vægi innlendrar dagskrárgerðar hjá stofnuninni, á kostnað erlends skemmtiefnis. Fólk leyfir sér að horfa fram hjá þeirri staðreynd að framleiðsla á innlendu efni frá grunni er margfalt dýrari en innkaup á erlendu efni. Því er ljóst að RÚV getur ekki bæði haldið núverandi formi, þ.e.a.s. haldið úti öllum sínum miðlum, og um leið aukið stórkostlega vægi innlendrar framleiðslu. Kall eftir aukinni áherslu á innlenda dagskrárgerð er því um leið kall eftir breyttu hlutverki stofnunarinnar. Ríkisútvarpið er líka á auglýsingamarkaði, og étur þar mikilvægar tekjur fyrir einkarekin fjölmiðlafyrirtæki á markaðnum. Það er ekki hlutverk hins opinbera að leggja stein í götu einkaaðila. Stjórnarmaðurinn er ekki andstæðingur ríkisrekinna fjölmiðla. Þvert á móti telur hann þá í aðstöðu til að sinna umfjöllunarefnum sem annars er hætt við að falli milli skips og bryggju, má þar nefna heimildarmyndir um ýmis málefni og fréttatengda umfjöllun, sbr. BBC í Bretlandi. Íslendingar verða hins vegar að gera upp við sig hvernig ríkisútvarp þeir vilja. Það verður ekki bæði sleppt og haldið.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Morgunblaðið fjallaði í vikubyrjun um málefni Ríkisútvarpsins og kvað leiðarahöfundur nokkuð fast að orði. Velti hann m.a. upp þeirri spurningu hvort ekki kæmi til greina að ríkið semdi við Bylgjuna um að gegna því öryggishlutverki sem hingað til hefur hvílt á herðum RÚV. Benti hann á þá staðreynd að Bylgjan hefur meiri hlustun en útvarpsrásir RÚV. Ritstjóri Morgunblaðsins veltir þarna upp grundvallarspurningu um RÚV. Það er ágætis tilbreyting, en umræðan hefur oftar en ekki litast af pólitík, sem verður til þess að tími vinnst ekki til að ræða grundvallaratriði um stöðu ríkisútvarps í nútímasamfélagi. Hvað öryggishlutverkið varðar þá telur stjórnarmaðurinn, líkt og ritstjóri Morgunblaðsins, að aðrar lausnir séu raunhæfar. Þannig mætti hugsa sér eins og hann gerir að ríkið semdi við einkareknu miðlana um að gegna þessu hlutverki, en einnig mætti skoða hvort ekki er hægt að leggja skyldur í þessum efnum á fjölmiðla við veitingu t.d. útvarpsleyfa. Síðast en ekki síst má spyrja hvort lögboða sé nokkuð þörf í þessum efnum, enda er ekki hægt að segja að einkareknu miðlarnir láti sitt eftir liggja þegar kemur að umfjöllun um náttúruhamfarir eða álíka viðburði. Undanfarin ár hefur umræða um RÚV oftar en ekki snúist um bága fjárhagsstöðu stofnunarinnar. Á sama tíma hefur verið ákall eftir auknu vægi innlendrar dagskrárgerðar hjá stofnuninni, á kostnað erlends skemmtiefnis. Fólk leyfir sér að horfa fram hjá þeirri staðreynd að framleiðsla á innlendu efni frá grunni er margfalt dýrari en innkaup á erlendu efni. Því er ljóst að RÚV getur ekki bæði haldið núverandi formi, þ.e.a.s. haldið úti öllum sínum miðlum, og um leið aukið stórkostlega vægi innlendrar framleiðslu. Kall eftir aukinni áherslu á innlenda dagskrárgerð er því um leið kall eftir breyttu hlutverki stofnunarinnar. Ríkisútvarpið er líka á auglýsingamarkaði, og étur þar mikilvægar tekjur fyrir einkarekin fjölmiðlafyrirtæki á markaðnum. Það er ekki hlutverk hins opinbera að leggja stein í götu einkaaðila. Stjórnarmaðurinn er ekki andstæðingur ríkisrekinna fjölmiðla. Þvert á móti telur hann þá í aðstöðu til að sinna umfjöllunarefnum sem annars er hætt við að falli milli skips og bryggju, má þar nefna heimildarmyndir um ýmis málefni og fréttatengda umfjöllun, sbr. BBC í Bretlandi. Íslendingar verða hins vegar að gera upp við sig hvernig ríkisútvarp þeir vilja. Það verður ekki bæði sleppt og haldið.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira