Margt getur breyst á lokakvöldinu í Dominos-deild karla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2015 08:00 Justin Shouse hjá Stjörnunni reynir að komast framhjá Emil Barja í Haukum í leik liðanna. Vísir/Andri Marinó KR og Tindastóll verða í efstu tveimur sætunum og sæti níu til tólf eru klár. Það er samt sem áður mikil spenna í loftinu fyrir lokaumferðina þar sem sum lið geta tryggt sér heimavallarrétt í átta liða úrslitunum en önnur dottið alla leið niður í áttunda sæti sem myndi þýða afar erfiðar viðureignir á móti Íslands- og deildarmeisturum KR. Staðan er líklega einföldust hjá nágrönnunum úr Reykjanesbæ. Vinni Njarðvík og Keflavík nefnilega sinn leik þá eru þau örugg með þriðja (Njarðvík) og fjórða sætið (Keflavík) sama hvernig fer í öðrum leikjum. Hin liðin sem geta hækkað eða lækkað í töflunni þurfa hins vegar að treysta líka á önnur úrslit til að komast sem hæst. Sigur Njarðvíkinga á Stjörnunni í 21. umferðinni var mjög stór enda staða Njarðvíkurliðsins í innbyrðisleikjum á móti næstu liðum ekki góð. Sigurinn á Garðbæingum bjargaði því að fallið hefði getað orðið hátt í kvöld en Njarðvíkingar geta engu að síðustu misst frá sér þriðja sætið. Keflvíkingar gætu ekki aðeins tryggt sér fjórða sætið með sigri á Haukum þeir myndi auk þess sjá til þess að það væru með heimavallarrétt í komandi einvígi á móti Haukum í átta liða úrslitunum. Haukarnir gætu líka tryggt sér heimavallarrétt í mögulegu einvígi við Keflavík en það væru nokkrar leiðir að þeirri niðurstöðu. Haukarnir hafa verið á mikilli sigurgöngu en töpuðu naumlega á Króknum í síðasta. Haukar taka 3. sætið af Njarðvík verði liðin jöfn en stórt tap á móti Keflavík gæti sent liðið alla leið niður í sjötta sætið. Stjörnumenn standa ágætlega í innbyrðisleikjum svo framarlega sem Þórsliðið blandar sér ekki í málið. Stórtap Stjörnuliðsins á móti Þór í fyrsta leiknum eftir bikarúrslitaleiknum gæti sent Garðbæinga alla leiðina niður í áttunda sætið og þar með inn í leiki á móti bikarsilfurliði KR í hefndarhug. Grindvíkingar standa ekki vel í innbyrðisleikjum á móti liðunum í kringum sig og þurfa því ekki aðeins að vinna sinn leik við Snæfell heldur einnig treysta á það að hin liðin tapi sínum leikjum ætli þeir að hækka sig í töflunni. Þórsarar eru í áttunda og síðasta sætinu og tveimur stigum á eftir liðunum í fimmta til sjöunda sæti en hagstæð úrslit Þórsliðsins á móti Stjörnunni og Grindavík munu hjálpa Þorlákshafnarbúum að ná sjötta sætinu vinni liðið Njarðvík í kvöld og úrslit úr öðrum leikjum eru hagstæð. Fjórir af sex leikjum kvöldsins skipta máli fyrir lokastöðuna í deildinni eða allir nema leikur Skallagríms og Tindastóls í Borgarnesi og leikur Fjölnis og KR í Grafarvogi. Spennan verður því á Ásvöllum (Haukar-Keflavík), í Þorlákshöfn (Þór-Njarðvík), í Garðabæ (Stjarnan-ÍR) og í Stykkishólmi (Snæfell-Grindavík). Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15. Topplið KR og Tindastóll fylgjast samt örugglega með stöðu mála í öðrum íþróttahúsum. KR-ingar fá nefnilega þá að vita hvort mótherjinn verði Þór, Stjarnan eða Grindavík í átta liða og Stólarnir bíða spenntir eftir því hvort mótherjinn í fyrsta úrslitakeppnisleiknum á Króknum í þrjú ár verði Keflavík, Stjarnan, Grindavík eða Þór. Hér fyrir neðan má sjá möguleika kvöldsins, þó í einfaldari útgáfu því möguleikarnir eru vissulega fleiri ef við eltum öll hugsanleg úrslit í lokaumferðinni. Strákarnir á karfan.is skrifuðu skemmtilega grein um „32 ef“ en hér höfum við tekið saman bestu og verstu úrslitin fyrir liðin fimm sem eiga möguleika á því að fara upp eða niður í töflunni í leikjum kvöldsins.Á uppleið eða niðurleið í kvöld - möguleikar liðanna sexNjarðvíkBestu úrslitin - 3. sæti Sigur á ÞórVerstu úrslitin - 4. sæti Tap á móti Þór Haukar vinna KeflavíkHaukarBestu úrslitin - 3. sæti Sigur á Keflavík Njarðvík tapar fyrir ÞórVerstu úrslitin - 6. sæti Tap fyrir Keflavík með 7 stigum eða meira Stjarnan vinnur ÍR Grindavík tapar fyrir SnæfelliKeflavíkBestu úrslitin - 4. sæti Sigur á móti HaukumVerstu úrslitin - 7. sæti Tap á móti Haukum Grindavík og Stjarnan vinna sína leikiStjarnanBestu úrslitin - 5. sæti Sigur á móti ÍR Grindavík og Keflavík vinna bæði eða tapa bæðiVerstu úrslitin - 8. sæti Tap á móti ÍR Grindavík og Keflavík vinna sína leiki Þór vinnur NjarðvíkGrindavíkBestu úrslitin - 5. sæti Sigur á móti Snæfelli Keflavík og Stjarnan tapa sínum leikjumVerstu úrslitin - 8. sæti Tap á móti Snæfelli Keflavík og Stjarnan vinna sína leiki Þór vinnur NjarðvíkÞór ÞorlákshöfnBestu úrslitin - 6. sæti Sigur á móti Njarðvík Grindavík og Stjarnan tapa sínum leikjumVerstu úrslitin - 8. sæti Tap á móti Njarðvík Dominos-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
KR og Tindastóll verða í efstu tveimur sætunum og sæti níu til tólf eru klár. Það er samt sem áður mikil spenna í loftinu fyrir lokaumferðina þar sem sum lið geta tryggt sér heimavallarrétt í átta liða úrslitunum en önnur dottið alla leið niður í áttunda sæti sem myndi þýða afar erfiðar viðureignir á móti Íslands- og deildarmeisturum KR. Staðan er líklega einföldust hjá nágrönnunum úr Reykjanesbæ. Vinni Njarðvík og Keflavík nefnilega sinn leik þá eru þau örugg með þriðja (Njarðvík) og fjórða sætið (Keflavík) sama hvernig fer í öðrum leikjum. Hin liðin sem geta hækkað eða lækkað í töflunni þurfa hins vegar að treysta líka á önnur úrslit til að komast sem hæst. Sigur Njarðvíkinga á Stjörnunni í 21. umferðinni var mjög stór enda staða Njarðvíkurliðsins í innbyrðisleikjum á móti næstu liðum ekki góð. Sigurinn á Garðbæingum bjargaði því að fallið hefði getað orðið hátt í kvöld en Njarðvíkingar geta engu að síðustu misst frá sér þriðja sætið. Keflvíkingar gætu ekki aðeins tryggt sér fjórða sætið með sigri á Haukum þeir myndi auk þess sjá til þess að það væru með heimavallarrétt í komandi einvígi á móti Haukum í átta liða úrslitunum. Haukarnir gætu líka tryggt sér heimavallarrétt í mögulegu einvígi við Keflavík en það væru nokkrar leiðir að þeirri niðurstöðu. Haukarnir hafa verið á mikilli sigurgöngu en töpuðu naumlega á Króknum í síðasta. Haukar taka 3. sætið af Njarðvík verði liðin jöfn en stórt tap á móti Keflavík gæti sent liðið alla leið niður í sjötta sætið. Stjörnumenn standa ágætlega í innbyrðisleikjum svo framarlega sem Þórsliðið blandar sér ekki í málið. Stórtap Stjörnuliðsins á móti Þór í fyrsta leiknum eftir bikarúrslitaleiknum gæti sent Garðbæinga alla leiðina niður í áttunda sætið og þar með inn í leiki á móti bikarsilfurliði KR í hefndarhug. Grindvíkingar standa ekki vel í innbyrðisleikjum á móti liðunum í kringum sig og þurfa því ekki aðeins að vinna sinn leik við Snæfell heldur einnig treysta á það að hin liðin tapi sínum leikjum ætli þeir að hækka sig í töflunni. Þórsarar eru í áttunda og síðasta sætinu og tveimur stigum á eftir liðunum í fimmta til sjöunda sæti en hagstæð úrslit Þórsliðsins á móti Stjörnunni og Grindavík munu hjálpa Þorlákshafnarbúum að ná sjötta sætinu vinni liðið Njarðvík í kvöld og úrslit úr öðrum leikjum eru hagstæð. Fjórir af sex leikjum kvöldsins skipta máli fyrir lokastöðuna í deildinni eða allir nema leikur Skallagríms og Tindastóls í Borgarnesi og leikur Fjölnis og KR í Grafarvogi. Spennan verður því á Ásvöllum (Haukar-Keflavík), í Þorlákshöfn (Þór-Njarðvík), í Garðabæ (Stjarnan-ÍR) og í Stykkishólmi (Snæfell-Grindavík). Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15. Topplið KR og Tindastóll fylgjast samt örugglega með stöðu mála í öðrum íþróttahúsum. KR-ingar fá nefnilega þá að vita hvort mótherjinn verði Þór, Stjarnan eða Grindavík í átta liða og Stólarnir bíða spenntir eftir því hvort mótherjinn í fyrsta úrslitakeppnisleiknum á Króknum í þrjú ár verði Keflavík, Stjarnan, Grindavík eða Þór. Hér fyrir neðan má sjá möguleika kvöldsins, þó í einfaldari útgáfu því möguleikarnir eru vissulega fleiri ef við eltum öll hugsanleg úrslit í lokaumferðinni. Strákarnir á karfan.is skrifuðu skemmtilega grein um „32 ef“ en hér höfum við tekið saman bestu og verstu úrslitin fyrir liðin fimm sem eiga möguleika á því að fara upp eða niður í töflunni í leikjum kvöldsins.Á uppleið eða niðurleið í kvöld - möguleikar liðanna sexNjarðvíkBestu úrslitin - 3. sæti Sigur á ÞórVerstu úrslitin - 4. sæti Tap á móti Þór Haukar vinna KeflavíkHaukarBestu úrslitin - 3. sæti Sigur á Keflavík Njarðvík tapar fyrir ÞórVerstu úrslitin - 6. sæti Tap fyrir Keflavík með 7 stigum eða meira Stjarnan vinnur ÍR Grindavík tapar fyrir SnæfelliKeflavíkBestu úrslitin - 4. sæti Sigur á móti HaukumVerstu úrslitin - 7. sæti Tap á móti Haukum Grindavík og Stjarnan vinna sína leikiStjarnanBestu úrslitin - 5. sæti Sigur á móti ÍR Grindavík og Keflavík vinna bæði eða tapa bæðiVerstu úrslitin - 8. sæti Tap á móti ÍR Grindavík og Keflavík vinna sína leiki Þór vinnur NjarðvíkGrindavíkBestu úrslitin - 5. sæti Sigur á móti Snæfelli Keflavík og Stjarnan tapa sínum leikjumVerstu úrslitin - 8. sæti Tap á móti Snæfelli Keflavík og Stjarnan vinna sína leiki Þór vinnur NjarðvíkÞór ÞorlákshöfnBestu úrslitin - 6. sæti Sigur á móti Njarðvík Grindavík og Stjarnan tapa sínum leikjumVerstu úrslitin - 8. sæti Tap á móti Njarðvík
Dominos-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira