Reykjavík Fashion Festival hefst í dag Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 12. mars 2015 15:45 Frá Reykjavik Fashion Festival 2014. mynd/valgerður jónsdóttir Tískuviðburður ársins, Reykjavík Fashion Festival, hefst formlega í kvöld. „Opnunarpartíið verður haldið á Ský Bar and Lounge í kvöld klukkan 21.00 og þangað er öllum hátíðargestum boðið að koma og fagna með okkur, en Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra mun opna hátíðina,“ segir Eyjólfur Gíslason, fjölmiðlafulltrúi hátíðarinnar. Nú fer hver að verða síðastur að ná sér í miða á hátíðina, hátíðarpassar fyrir helgina eru uppseldir og örfáir miðar voru eftir á stakar sýningar þegar blaðið fór í prentun. Sýningarnar byrja svo á föstudagskvöld og verður húsið opnað klukkan hálf átta. „Það verður dálítið hlé á milli sýninganna, þar sem við vildum gera meira úr hátíðinni. Þarna geta gestir komið saman, sýnt sig og séð aðra,“ segir Eyjólfur. Á föstudag sýna Sigga Maija og Jör. Húsið verður opnað klukkan 14.30 á laugardag en þá sýna Another Creation, Scintilla, MAGNEA og EYLAND. Nánari upplýsingar og dagskrá hátíðarinnar má finna á heimasíðunni rff.is. RFF Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Tískuviðburður ársins, Reykjavík Fashion Festival, hefst formlega í kvöld. „Opnunarpartíið verður haldið á Ský Bar and Lounge í kvöld klukkan 21.00 og þangað er öllum hátíðargestum boðið að koma og fagna með okkur, en Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra mun opna hátíðina,“ segir Eyjólfur Gíslason, fjölmiðlafulltrúi hátíðarinnar. Nú fer hver að verða síðastur að ná sér í miða á hátíðina, hátíðarpassar fyrir helgina eru uppseldir og örfáir miðar voru eftir á stakar sýningar þegar blaðið fór í prentun. Sýningarnar byrja svo á föstudagskvöld og verður húsið opnað klukkan hálf átta. „Það verður dálítið hlé á milli sýninganna, þar sem við vildum gera meira úr hátíðinni. Þarna geta gestir komið saman, sýnt sig og séð aðra,“ segir Eyjólfur. Á föstudag sýna Sigga Maija og Jör. Húsið verður opnað klukkan 14.30 á laugardag en þá sýna Another Creation, Scintilla, MAGNEA og EYLAND. Nánari upplýsingar og dagskrá hátíðarinnar má finna á heimasíðunni rff.is.
RFF Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira