Það er möguleiki á því að þetta sé of mikið fyrir mig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. mars 2015 06:30 Kolbeinn er hér til vinstri ásamt Finnanum Helenius. Mynd/aðsend „Ég gæti ekki verið meira tilbúinn eftir fínan undirbúning,“ segir boxarinn Gunnar Kolbeinn Kristinsson, iðulega kallaður Kolli, en hann heyr sinn annan atvinnumannabardaga í hnefaleikum í Finnlandi um helgina. Í nóvember í fyrra lagði Gunnar hinn lettneska Janis Ginters í fjórum lotum. Nú mætir hann lettneska þungavigtarmeistaranum Edgar Kalnars, en sá kappi er afar reyndur og hefur meðal annars æft með Klitschko-bræðrunum. Þessi bardagi verður númer 60 hjá honum en okkar maður er að keppa í annað sinn. „Það er möguleiki á því að þetta sé of mikið fyrir mig. Ég hugsa samt ekki þannig. Ég hugsa að vinni ég hann ekki þá eigi ég kannski ekkert að vera að þessu. Það eru til mun öflugri menn en hann þótt hann sé öflugur,“ segir Gunnar Kolbeinn, en hann er engin smásmíði. 198 sentimetrar að hæð og ein 113 kíló. Gunnar er 27 ára Garðbæingur og háði 37 áhugamannabardaga áður en hann gerðist atvinnumaður. Gunnar hefur meðal annars verið að æfa með Finnanum Robert Helenius upp á síðkastið en hann er fyrrverandi Evrópumeistari. Helenius er ósigraður í 19 bardögum og þar af kláraði hann ellefu bardaga með rothöggi. „Ég var heila helgi hjá Helenius og það var rosalega flott. Ég lærði mikið af honum enda er hann með þeim bestu í heimi. Ég átti helling í hann og það segir mikið,“ segir Gunnar Kolbeinn, en hann var óhræddur við að taka á Finnanum. „Mér var hrósað fyrir að taka á honum því venjulega er það þannig að hann tekur menn í gegn.“ Gunnar Kolbeinn hefur sett sér háleit markmið fyrir árið. „Stefnan er að vera 6-0 í lok ársins. Það væri mjög flott því þá kæmist ég inn á Evrópulistann á næsta ári og þá gætu hlutirnir farið almennilega í gang hjá mér,“ segir Kolli ákveðinn, en þetta ævintýri hans hefur kostað skildinginn en menn hafa verið hagsýnir. Fundið ódýr flug og komist í fría gistingu. Hann æfir mest heima en vantar meiri samkeppni á æfingum þar sem það eru fáir eins og hann hér heima. „Það endar með því að ég þarf að fara meira út enda ekki nóg af stórum strákum í boxinu heima. Ég er nú kominn í samstarf við Helenius og það verður vonandi framhald á því,“ segir Gunnar en hann setti sér það markmið að verða atvinnuboxari árið 2010. „Þegar ég var á mínu öðru ári fór ég til Bandaríkjanna og þá sá ég að reyndari menn sem höfðu æft lengur voru bara ekkert betri en ég. Þá sá ég að ég ætti fullt erindi í þetta og hef verið í þessu af fullum krafti síðan. Þetta er búið að vera ævintýri og það er vonandi rétt að byrja.“ Box Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sjá meira
„Ég gæti ekki verið meira tilbúinn eftir fínan undirbúning,“ segir boxarinn Gunnar Kolbeinn Kristinsson, iðulega kallaður Kolli, en hann heyr sinn annan atvinnumannabardaga í hnefaleikum í Finnlandi um helgina. Í nóvember í fyrra lagði Gunnar hinn lettneska Janis Ginters í fjórum lotum. Nú mætir hann lettneska þungavigtarmeistaranum Edgar Kalnars, en sá kappi er afar reyndur og hefur meðal annars æft með Klitschko-bræðrunum. Þessi bardagi verður númer 60 hjá honum en okkar maður er að keppa í annað sinn. „Það er möguleiki á því að þetta sé of mikið fyrir mig. Ég hugsa samt ekki þannig. Ég hugsa að vinni ég hann ekki þá eigi ég kannski ekkert að vera að þessu. Það eru til mun öflugri menn en hann þótt hann sé öflugur,“ segir Gunnar Kolbeinn, en hann er engin smásmíði. 198 sentimetrar að hæð og ein 113 kíló. Gunnar er 27 ára Garðbæingur og háði 37 áhugamannabardaga áður en hann gerðist atvinnumaður. Gunnar hefur meðal annars verið að æfa með Finnanum Robert Helenius upp á síðkastið en hann er fyrrverandi Evrópumeistari. Helenius er ósigraður í 19 bardögum og þar af kláraði hann ellefu bardaga með rothöggi. „Ég var heila helgi hjá Helenius og það var rosalega flott. Ég lærði mikið af honum enda er hann með þeim bestu í heimi. Ég átti helling í hann og það segir mikið,“ segir Gunnar Kolbeinn, en hann var óhræddur við að taka á Finnanum. „Mér var hrósað fyrir að taka á honum því venjulega er það þannig að hann tekur menn í gegn.“ Gunnar Kolbeinn hefur sett sér háleit markmið fyrir árið. „Stefnan er að vera 6-0 í lok ársins. Það væri mjög flott því þá kæmist ég inn á Evrópulistann á næsta ári og þá gætu hlutirnir farið almennilega í gang hjá mér,“ segir Kolli ákveðinn, en þetta ævintýri hans hefur kostað skildinginn en menn hafa verið hagsýnir. Fundið ódýr flug og komist í fría gistingu. Hann æfir mest heima en vantar meiri samkeppni á æfingum þar sem það eru fáir eins og hann hér heima. „Það endar með því að ég þarf að fara meira út enda ekki nóg af stórum strákum í boxinu heima. Ég er nú kominn í samstarf við Helenius og það verður vonandi framhald á því,“ segir Gunnar en hann setti sér það markmið að verða atvinnuboxari árið 2010. „Þegar ég var á mínu öðru ári fór ég til Bandaríkjanna og þá sá ég að reyndari menn sem höfðu æft lengur voru bara ekkert betri en ég. Þá sá ég að ég ætti fullt erindi í þetta og hef verið í þessu af fullum krafti síðan. Þetta er búið að vera ævintýri og það er vonandi rétt að byrja.“
Box Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sjá meira