Batnandi lífsskilyrði fyrir alla Ellen Calmon skrifar 13. mars 2015 07:00 Síðustu vikur og mánuði hefur komið fram skýr vilji verkalýðsfélaga að leggja áherslu á verulega hækkun lægstu launa við næstu kjarasamninga. Krafa Starfsgreinasambandsins hljóðar upp á hækkun lágmarkslauna í 300.000 kr. innan þriggja ára. Verkalýðsfélögin hafa réttilega bent á að dagvinnulaun verkafólks dugi ekki fyrir lágmarksframfærslu samkvæmt opinberum viðmiðum. Bág kjör geti valdið verulegum kostnaði fyrir íslenskt samfélag meðal annars vegna verri heilsu, aukins álags á heilbrigðis-, velferðar- og félagskerfið. Mikil vinna á lágum launum getur leitt til skertrar starfsgetu. Því er mikilvægt að lagfæra kjör láglaunafólks. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) tekur þess vegna undir með verkalýðshreyfingunni í kröfugerð þeirra. Minnt er á að lífeyrir almannatrygginga, sem flestir í daglegu tali þekkja sem bætur, er undir lágmarkslaunum fyrir dagvinnu. Belti og axlabönd Lögum samkvæmt á lífeyrir almannatrygginga að breytast árlega í takt við launaþróun en þó þannig að hann hækki ekki minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Með ákvæðinu átti, samkvæmt orðum þáverandi forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, að tryggja hag lífeyrisþega að þessu leyti bæði með belti og axlaböndum. Lífeyrir ætti ekki aðeins að hækka ef laun hækkuðu heldur einnig að taka mið af verðlagshækkunum. Því miður hefur raunin orðið önnur. Lífeyrir almannatrygginga hefur árum saman ekki fylgt hækkun lægstu launa, eins og fram kemur í skýrslu sem Talnakönnun ehf. vann fyrir ÖBÍ um þróun bóta Tryggingastofnunar til öryrkja frá 2008-2013 (http://www.obi.is/utgafa/skyrslur/). Á tímabilinu náði lífeyririnn hvorki að halda í við þróun lægstu launa, verðlags- né launavísitölu. Niðurstaða skýrslunnar er skýr og út frá henni má fullyrða að kjör örorkulífeyrisþega hafi versnað meira en annarra frá efnahagshruni. Frá því núverandi ríkisstjórn tók við hefur lífeyrir hækkað um 3,6% (2014) og 3% (2015) eða hæst 4.514 kr. á mánuði eftir skatt. Þegar núverandi lagaákvæði um hækkun lífeyris var innleitt kom fram í athugasemdum við lagafrumvarpið að verðlagsmiðlun ráði, þ.e. ef verðlagshækkun er meiri en hækkun launa. Síðustu ár hafa laun hækkað umfram verðlag. Í því samhengi hefur launavísitalan hækkað um 13,4% frá janúar 2013. Á sama tíma hefur einungis verið tekið mið af verðlagshækkunum við ákvarðanir um hækkun lífeyris almannatrygginga. Að lifa á lífeyri eða? Formaður Sjálfstæðisflokksins skrifar í grein í Morgunblaðinu þann 9. apríl 2013 að hætt verði skerðingum vegna greiðslna ellilífeyris, krónu á móti krónu og hann leiðréttur til samræmis við þær hækkanir sem hafa orðið á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009. Á síðasta aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík (FEB) var ályktað að hækka þyrfti lífeyri almannatrygginga um 129.000 kr. á mánuði þannig að lágmarkslífeyrir verði 321.000 kr. á mánuði. ÖBÍ tekur undir kröfu FEB um hækkun lífeyris almannatrygginga, þannig að hægt sé að lifa á lífeyri. Lofa, lofa, lofa Í svari Framsóknarflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar segir að brýnasta verkefnið í málefnum aldraðra og öryrkja verði að hækka lífeyri þeirra vegna kjaraskerðinga og kjaragliðnunar. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að hagur ríkisins hafi vænkast og lofað að leiðrétta kjaragliðnun lífeyrisþega. Félags- og húsnæðismálaráðherra segir svigrúm vera til hækkunar launa en ríkið er einnig launagreiðandi og greiðandi lífeyris. Í janúar síðastliðnum sagði félags- og húsnæðismálaráðherra að hún telji að aðstæður á vinnumarkaði séu það stöndugar að forsenda sé fyrir hækkun launa. Minna ber á að Ísland er aðili að alþjóða mannréttindasamningum sem viðurkenna rétt sérhvers manns til viðunandi lífsafkomu fyrir hann sjálfan og fjölskyldu hans og til sífellt batnandi lífsskilyrða. Tökum höndum saman um batnandi lífsskilyrði í samfélagi fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Síðustu vikur og mánuði hefur komið fram skýr vilji verkalýðsfélaga að leggja áherslu á verulega hækkun lægstu launa við næstu kjarasamninga. Krafa Starfsgreinasambandsins hljóðar upp á hækkun lágmarkslauna í 300.000 kr. innan þriggja ára. Verkalýðsfélögin hafa réttilega bent á að dagvinnulaun verkafólks dugi ekki fyrir lágmarksframfærslu samkvæmt opinberum viðmiðum. Bág kjör geti valdið verulegum kostnaði fyrir íslenskt samfélag meðal annars vegna verri heilsu, aukins álags á heilbrigðis-, velferðar- og félagskerfið. Mikil vinna á lágum launum getur leitt til skertrar starfsgetu. Því er mikilvægt að lagfæra kjör láglaunafólks. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) tekur þess vegna undir með verkalýðshreyfingunni í kröfugerð þeirra. Minnt er á að lífeyrir almannatrygginga, sem flestir í daglegu tali þekkja sem bætur, er undir lágmarkslaunum fyrir dagvinnu. Belti og axlabönd Lögum samkvæmt á lífeyrir almannatrygginga að breytast árlega í takt við launaþróun en þó þannig að hann hækki ekki minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Með ákvæðinu átti, samkvæmt orðum þáverandi forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, að tryggja hag lífeyrisþega að þessu leyti bæði með belti og axlaböndum. Lífeyrir ætti ekki aðeins að hækka ef laun hækkuðu heldur einnig að taka mið af verðlagshækkunum. Því miður hefur raunin orðið önnur. Lífeyrir almannatrygginga hefur árum saman ekki fylgt hækkun lægstu launa, eins og fram kemur í skýrslu sem Talnakönnun ehf. vann fyrir ÖBÍ um þróun bóta Tryggingastofnunar til öryrkja frá 2008-2013 (http://www.obi.is/utgafa/skyrslur/). Á tímabilinu náði lífeyririnn hvorki að halda í við þróun lægstu launa, verðlags- né launavísitölu. Niðurstaða skýrslunnar er skýr og út frá henni má fullyrða að kjör örorkulífeyrisþega hafi versnað meira en annarra frá efnahagshruni. Frá því núverandi ríkisstjórn tók við hefur lífeyrir hækkað um 3,6% (2014) og 3% (2015) eða hæst 4.514 kr. á mánuði eftir skatt. Þegar núverandi lagaákvæði um hækkun lífeyris var innleitt kom fram í athugasemdum við lagafrumvarpið að verðlagsmiðlun ráði, þ.e. ef verðlagshækkun er meiri en hækkun launa. Síðustu ár hafa laun hækkað umfram verðlag. Í því samhengi hefur launavísitalan hækkað um 13,4% frá janúar 2013. Á sama tíma hefur einungis verið tekið mið af verðlagshækkunum við ákvarðanir um hækkun lífeyris almannatrygginga. Að lifa á lífeyri eða? Formaður Sjálfstæðisflokksins skrifar í grein í Morgunblaðinu þann 9. apríl 2013 að hætt verði skerðingum vegna greiðslna ellilífeyris, krónu á móti krónu og hann leiðréttur til samræmis við þær hækkanir sem hafa orðið á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009. Á síðasta aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík (FEB) var ályktað að hækka þyrfti lífeyri almannatrygginga um 129.000 kr. á mánuði þannig að lágmarkslífeyrir verði 321.000 kr. á mánuði. ÖBÍ tekur undir kröfu FEB um hækkun lífeyris almannatrygginga, þannig að hægt sé að lifa á lífeyri. Lofa, lofa, lofa Í svari Framsóknarflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar segir að brýnasta verkefnið í málefnum aldraðra og öryrkja verði að hækka lífeyri þeirra vegna kjaraskerðinga og kjaragliðnunar. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að hagur ríkisins hafi vænkast og lofað að leiðrétta kjaragliðnun lífeyrisþega. Félags- og húsnæðismálaráðherra segir svigrúm vera til hækkunar launa en ríkið er einnig launagreiðandi og greiðandi lífeyris. Í janúar síðastliðnum sagði félags- og húsnæðismálaráðherra að hún telji að aðstæður á vinnumarkaði séu það stöndugar að forsenda sé fyrir hækkun launa. Minna ber á að Ísland er aðili að alþjóða mannréttindasamningum sem viðurkenna rétt sérhvers manns til viðunandi lífsafkomu fyrir hann sjálfan og fjölskyldu hans og til sífellt batnandi lífsskilyrða. Tökum höndum saman um batnandi lífsskilyrði í samfélagi fyrir alla.
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar