Færa flóttafólki heilsugæslu Guðsteinn Bjarnason skrifar 14. mars 2015 10:00 Hvar sem þær María og Hrönn koma bíða þeirra hópar barna og fullorðinna. Mynd/María Ólafsdóttir Nærri milljón flóttamenn hafa nú dvalist mánuðum saman í Kúrdahéruðum Íraks norður af borginni Mosul. Þangað flúði fólkið síðastliðið haust undan ógnarsveitum Íslamska ríkisins, sem þá var í mikilli sókn. Tvær íslenskar konur, María Ólafsdóttir læknir og Hrönn Håkansson hjúkrunarfræðingur, hafa dvalist á þessum slóðum í rétt tæpan mánuð og hyggjast vera þarna tvo mánuði til. Þær eru á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins, hafa bækistöð í borginni Dohuk og fara daglega út í nágrannabyggðirnar til að færa flóttafólkinu heilbrigðisþjónustu.Ástandið hefur skánað „Klárlega hefur ástandið batnað mikið frá því snemma í haust þegar allar götur og opin svæði voru yfirfull af fólki strax eftir hinn gífurlega fólksflótta,“ segir María. Hún segir aðbúnaðinn þó víðast hvar lélegan. Skortur sé á rennandi vatni og hreinlætisaðstöðu, kuldi hafi verið töluverður síðastliðna mánuði og fatnaður fólksins er almennt lélegur. „Fólkið sem við þjónum hefur flúið heimili sín ekki langt héðan frá, aðallega frá Mosulsvæði og Sinjar-héraði,“ segir María. „Þróunin er sú að flóttamenn fara smám saman flestir í stærri og varanlegri tjaldbúðir þar sem hægt er að skipuleggja aukna þjónustu, svo sem verslun, heilsugæslu og skóla. Við þjónum hins vegar fólki sem ennþá býr í lélegri tjöldum og hálfkláruðum byggingum í minni sveitarfélögum utan við Dohuk-borg.“ „Til okkar leitar fólk á öllum aldri,“ segir Hrönn. „Fjölskyldur eru barnmargar og því sjáum við mikið af yngri konum og börnum. Fólkið hefur flest mjög lítið á milli handanna og veigrar sér við að leita heilbrigðisþjónustu út fyrir sitt þorp eða stað vegna kostnaðar við að komast á milli og vegna komugjalda.“María fær góðar móttökur. Mynd/Mazin Miwafaq AbilahadAlls kyns kvillar Til þeirra sækir fólk þjónustu eins og veitt er á heilsugæslustöðvum almennt: Læknisviðtöl, læknisskoðun og almenna mæðraskoðun. Svo eru foreldrar spurðir um bólusetningar og minntir á mikilvægi þeirra. „Kvillar og sjúkdómar fólksins endurspegla það ástand sem það hefur búið við núna í sex mánuði, óöryggi, kulda, skort á hreinlæti, þunnar dýnur að sofa á og áfram óvissu um framtíðina,“ segir María. „Meðal algengustu kvartana eru óþægindi í öndunarfærum, kvef, þreyta, svefnleysi, kvið- og liðverkir. Kláðamaur, augnsýkingar og ýmsan húðvanda sjáum við töluvert. Við framkvæmum líka kembileit að vannærðum börnum yngri en fimm ára og afhendum foreldrum ungra barna næringarríkt mauk til að bæta út í matinn,“ segir Hrönn. „Einnig leitar fólk til okkar með langvinnan heilsuvanda eins og sykursýki og háþrýsting. Þeim sem þurfa á sérfræði- eða sjúkrahúsþjónustu að halda vísum við í viðeigandi úrræði.“Þessi litla stúlka á myndinni ásamt Hrönn býr í flóttamannabúðum í Dohuk og sýndi heilsugæslustarfsfólkinu mikinn áhuga.Mjög gefandi Hrönn segir fólk vera mjög þakklátt fyrir þjónustuna, og duglegt að nýta sér hana. „Suma sjáum við jafnvel í hvert skipti þegar við komum á staðinn. Ekki er óalgengt að okkur sé boðið te og jafnvel matur af heimamönnum á hverjum stað. Því er óhætt að segja að þetta sé mjög gefandi verkefni.“ Óneitanlega mæta þær þó ýmsum erfiðleikum sem reynt er að vinna bug á eftir því sem hægt er. „Heimafólk og stjórnvöld eru vinaleg, jákvæð og hjálpleg að aðstoða við upplýsingaöflun en rafræn skráning er ekki til svo funda þarf með ýmsum talsmönnum til að fá þessar upplýsingar,“ segir Hrönn. „Og drekka mikið te með sykri. Svo er enskukunnátta hérlendra takmörkuð, hvað þá arabískan okkar og þriðja málið er kúrdíska þannig að við erum háðar túlkun þeirra sem kunna. En einhvern veginn kemst þetta allt saman til skila á endanum.“Heilsugæslan sett upp. Sums staðar er húsaskjól en annars staðar þurfa þau að setja upp búnað sinn úti undir beru lofti.Mynd/María Ólafsdóttir„You, fallegur lopapeysa“ Þær hafa aðsetur í íbúðarhúsum rétt hjá skrifstofu Alþjóðaráðs Rauða krossins í Dohuk. Þar búa þær með tíu öðrum starfsmönnum Rauða krossins frá ýmsum löndum. Svo gista þar stundum fleiri sem eru á ferðinni frá öðrum landshlutum. „Allt er þetta indælisfólk og vill allt fyrir okkur gera,“ segir María. „Á kvöldin borðum við gjarnan saman með sambýlisfólki okkar, sendifulltrúum sem starfa í öðrum deildum hér á skrifstofunni, og fáum stundum fólk í heimsókn frá öðrum félagasamtökum og hjálparstofnunum,“ segir María. Hún segir Hrönn vera mjög duglega við að kenna starfsfólkinu íslensku. „Til dæmis kom einn til mín óvænt og sagði „You, fallegur lopapeysa!“ Og við hlæjum og flissum að tungumálunum og misskilningi.“Á myndinni eru þær María og Hrönn, standandi hvor við sinn endann, ásamt starfsfólki Rauða krossins, bílstjórum og einum af fjórum bílum sem notaðir eru til heilsugæslustarfanna.Fjallafegurðin heillar Þótt vinnan taki tíma þeirra að mestu, þá hafa þær einnig svolítinn frítíma. Um helgar komast þær í göngutúra um borgina og svo hafa þær farið í fjallgöngur í nágrenninu. „Dohuk-hérað er sennilega með fallegri héruðum Íraks,“ segir María. „Okkur skilst að Dohuk þýði „tvö fjöll“ og borgin er umkringd tveimur fjallgörðum sem auðvelt er að ganga upp á. Þaðan sést bæði til tyrkneskra fjalla og Mosulvatns. Fallegasti staðurinn er þó í kringum Stífluvatnið, Dohuk dam.“Opnar hug og hjarta Þær María og Hrönn hafa nú dvalist í Írak í tæpan mánuð, en alls ætla þær að vera þarna í þrjá mánuði. Verkefninu verður síðan haldið áfram og nýir sendifulltrúar leysa þær af. Þetta er í fyrsta sinn sem María fer á vegum Rauða krossins en Hrönn hefur reynslu af slíku frá því hún hélt til Filippseyja eftir að fellibylurinn stóri gekk þar yfir í desember árið 2013. Þar starfaði hún í einn mánuð á tjaldheilsugæslustöð á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins. „Þetta er mjög fróðlegt og skemmtilegt, reynsla sem opnar hug og hjarta fyrir svo mörgu. Það er mikilvægt að vanda sig í þessu litla sem maður getur gert og muna að það skiptir máli,“ segir María.Börnin fá sokka. María segir þetta litla söfnunarævintýri hafa verið gefandi fyrir alla.Erfitt að horfa upp á sokkaleysið „Veturinn hefur verið kaldur hér og erfitt að horfa upp á öll þessi sokkalausu börn með hornös,“ segir María. Hún nefndi þetta vandamál við kórsystur sína eina, og þá kviknaði hugmynd um að safna sokkum fyrir krakka í Kúrdistan. „Til að stytta boðleiðirnar hefur kórinn safnað fé á Íslandi en ég tekið út fyrirfram laun hér í Kúrdistan. Ég fór á markaðinn og keypti sokka fyrir söfnunarféð. Við klæðum svo krakkana í sokkana í móttökunni og líka alla hina sem koma bara til að horfa á. Fréttin berst fljótt og röð myndast til að þiggja sokka.“ Kórsystirin heitir Guðrún Björk Bjarnadóttir. Þær hafa þegar náð að kaupa 700 pör og safnað nægu fé fyrir öðru eins. „Þetta litla ævintýri hefur gefið okkur tækifæri til að nálgast börnin á annan hátt, það er gott að geta sýnt þeim athygli, umhyggju og ástúð og nýir sokkar eru eitthvað svo persónulegir í mínum huga. Og þegar vel tekst til er hægt að fá þau til að brosa og grínast smá,“ segir María. „Svo er ekki síður yndislegt að finna áhugann að heiman, kveðjur og hvatningu svo þetta er sannarlega verkefni sem er gefandi fyrir alla aðila.“ Flóttamenn Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Nærri milljón flóttamenn hafa nú dvalist mánuðum saman í Kúrdahéruðum Íraks norður af borginni Mosul. Þangað flúði fólkið síðastliðið haust undan ógnarsveitum Íslamska ríkisins, sem þá var í mikilli sókn. Tvær íslenskar konur, María Ólafsdóttir læknir og Hrönn Håkansson hjúkrunarfræðingur, hafa dvalist á þessum slóðum í rétt tæpan mánuð og hyggjast vera þarna tvo mánuði til. Þær eru á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins, hafa bækistöð í borginni Dohuk og fara daglega út í nágrannabyggðirnar til að færa flóttafólkinu heilbrigðisþjónustu.Ástandið hefur skánað „Klárlega hefur ástandið batnað mikið frá því snemma í haust þegar allar götur og opin svæði voru yfirfull af fólki strax eftir hinn gífurlega fólksflótta,“ segir María. Hún segir aðbúnaðinn þó víðast hvar lélegan. Skortur sé á rennandi vatni og hreinlætisaðstöðu, kuldi hafi verið töluverður síðastliðna mánuði og fatnaður fólksins er almennt lélegur. „Fólkið sem við þjónum hefur flúið heimili sín ekki langt héðan frá, aðallega frá Mosulsvæði og Sinjar-héraði,“ segir María. „Þróunin er sú að flóttamenn fara smám saman flestir í stærri og varanlegri tjaldbúðir þar sem hægt er að skipuleggja aukna þjónustu, svo sem verslun, heilsugæslu og skóla. Við þjónum hins vegar fólki sem ennþá býr í lélegri tjöldum og hálfkláruðum byggingum í minni sveitarfélögum utan við Dohuk-borg.“ „Til okkar leitar fólk á öllum aldri,“ segir Hrönn. „Fjölskyldur eru barnmargar og því sjáum við mikið af yngri konum og börnum. Fólkið hefur flest mjög lítið á milli handanna og veigrar sér við að leita heilbrigðisþjónustu út fyrir sitt þorp eða stað vegna kostnaðar við að komast á milli og vegna komugjalda.“María fær góðar móttökur. Mynd/Mazin Miwafaq AbilahadAlls kyns kvillar Til þeirra sækir fólk þjónustu eins og veitt er á heilsugæslustöðvum almennt: Læknisviðtöl, læknisskoðun og almenna mæðraskoðun. Svo eru foreldrar spurðir um bólusetningar og minntir á mikilvægi þeirra. „Kvillar og sjúkdómar fólksins endurspegla það ástand sem það hefur búið við núna í sex mánuði, óöryggi, kulda, skort á hreinlæti, þunnar dýnur að sofa á og áfram óvissu um framtíðina,“ segir María. „Meðal algengustu kvartana eru óþægindi í öndunarfærum, kvef, þreyta, svefnleysi, kvið- og liðverkir. Kláðamaur, augnsýkingar og ýmsan húðvanda sjáum við töluvert. Við framkvæmum líka kembileit að vannærðum börnum yngri en fimm ára og afhendum foreldrum ungra barna næringarríkt mauk til að bæta út í matinn,“ segir Hrönn. „Einnig leitar fólk til okkar með langvinnan heilsuvanda eins og sykursýki og háþrýsting. Þeim sem þurfa á sérfræði- eða sjúkrahúsþjónustu að halda vísum við í viðeigandi úrræði.“Þessi litla stúlka á myndinni ásamt Hrönn býr í flóttamannabúðum í Dohuk og sýndi heilsugæslustarfsfólkinu mikinn áhuga.Mjög gefandi Hrönn segir fólk vera mjög þakklátt fyrir þjónustuna, og duglegt að nýta sér hana. „Suma sjáum við jafnvel í hvert skipti þegar við komum á staðinn. Ekki er óalgengt að okkur sé boðið te og jafnvel matur af heimamönnum á hverjum stað. Því er óhætt að segja að þetta sé mjög gefandi verkefni.“ Óneitanlega mæta þær þó ýmsum erfiðleikum sem reynt er að vinna bug á eftir því sem hægt er. „Heimafólk og stjórnvöld eru vinaleg, jákvæð og hjálpleg að aðstoða við upplýsingaöflun en rafræn skráning er ekki til svo funda þarf með ýmsum talsmönnum til að fá þessar upplýsingar,“ segir Hrönn. „Og drekka mikið te með sykri. Svo er enskukunnátta hérlendra takmörkuð, hvað þá arabískan okkar og þriðja málið er kúrdíska þannig að við erum háðar túlkun þeirra sem kunna. En einhvern veginn kemst þetta allt saman til skila á endanum.“Heilsugæslan sett upp. Sums staðar er húsaskjól en annars staðar þurfa þau að setja upp búnað sinn úti undir beru lofti.Mynd/María Ólafsdóttir„You, fallegur lopapeysa“ Þær hafa aðsetur í íbúðarhúsum rétt hjá skrifstofu Alþjóðaráðs Rauða krossins í Dohuk. Þar búa þær með tíu öðrum starfsmönnum Rauða krossins frá ýmsum löndum. Svo gista þar stundum fleiri sem eru á ferðinni frá öðrum landshlutum. „Allt er þetta indælisfólk og vill allt fyrir okkur gera,“ segir María. „Á kvöldin borðum við gjarnan saman með sambýlisfólki okkar, sendifulltrúum sem starfa í öðrum deildum hér á skrifstofunni, og fáum stundum fólk í heimsókn frá öðrum félagasamtökum og hjálparstofnunum,“ segir María. Hún segir Hrönn vera mjög duglega við að kenna starfsfólkinu íslensku. „Til dæmis kom einn til mín óvænt og sagði „You, fallegur lopapeysa!“ Og við hlæjum og flissum að tungumálunum og misskilningi.“Á myndinni eru þær María og Hrönn, standandi hvor við sinn endann, ásamt starfsfólki Rauða krossins, bílstjórum og einum af fjórum bílum sem notaðir eru til heilsugæslustarfanna.Fjallafegurðin heillar Þótt vinnan taki tíma þeirra að mestu, þá hafa þær einnig svolítinn frítíma. Um helgar komast þær í göngutúra um borgina og svo hafa þær farið í fjallgöngur í nágrenninu. „Dohuk-hérað er sennilega með fallegri héruðum Íraks,“ segir María. „Okkur skilst að Dohuk þýði „tvö fjöll“ og borgin er umkringd tveimur fjallgörðum sem auðvelt er að ganga upp á. Þaðan sést bæði til tyrkneskra fjalla og Mosulvatns. Fallegasti staðurinn er þó í kringum Stífluvatnið, Dohuk dam.“Opnar hug og hjarta Þær María og Hrönn hafa nú dvalist í Írak í tæpan mánuð, en alls ætla þær að vera þarna í þrjá mánuði. Verkefninu verður síðan haldið áfram og nýir sendifulltrúar leysa þær af. Þetta er í fyrsta sinn sem María fer á vegum Rauða krossins en Hrönn hefur reynslu af slíku frá því hún hélt til Filippseyja eftir að fellibylurinn stóri gekk þar yfir í desember árið 2013. Þar starfaði hún í einn mánuð á tjaldheilsugæslustöð á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins. „Þetta er mjög fróðlegt og skemmtilegt, reynsla sem opnar hug og hjarta fyrir svo mörgu. Það er mikilvægt að vanda sig í þessu litla sem maður getur gert og muna að það skiptir máli,“ segir María.Börnin fá sokka. María segir þetta litla söfnunarævintýri hafa verið gefandi fyrir alla.Erfitt að horfa upp á sokkaleysið „Veturinn hefur verið kaldur hér og erfitt að horfa upp á öll þessi sokkalausu börn með hornös,“ segir María. Hún nefndi þetta vandamál við kórsystur sína eina, og þá kviknaði hugmynd um að safna sokkum fyrir krakka í Kúrdistan. „Til að stytta boðleiðirnar hefur kórinn safnað fé á Íslandi en ég tekið út fyrirfram laun hér í Kúrdistan. Ég fór á markaðinn og keypti sokka fyrir söfnunarféð. Við klæðum svo krakkana í sokkana í móttökunni og líka alla hina sem koma bara til að horfa á. Fréttin berst fljótt og röð myndast til að þiggja sokka.“ Kórsystirin heitir Guðrún Björk Bjarnadóttir. Þær hafa þegar náð að kaupa 700 pör og safnað nægu fé fyrir öðru eins. „Þetta litla ævintýri hefur gefið okkur tækifæri til að nálgast börnin á annan hátt, það er gott að geta sýnt þeim athygli, umhyggju og ástúð og nýir sokkar eru eitthvað svo persónulegir í mínum huga. Og þegar vel tekst til er hægt að fá þau til að brosa og grínast smá,“ segir María. „Svo er ekki síður yndislegt að finna áhugann að heiman, kveðjur og hvatningu svo þetta er sannarlega verkefni sem er gefandi fyrir alla aðila.“
Flóttamenn Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira