Lífið

Með hjartað á réttum stað

Adda Soffia skrifar
Laufey Helga með Carl Espen sem keppti fyrir Noregs hönd í fyrra.
Laufey Helga með Carl Espen sem keppti fyrir Noregs hönd í fyrra. Vísir
FÁSES, eða Félag áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, efnir til Eurovision-karókís í kvöld. „Þetta er í fyrsta sinn sem við höldum karókí hér heima, þetta er alltaf gert eftir keppnirnar úti,“ segir Laufey Helga Guðmundsdóttir, félagskona númer sjö í FÁSES-klúbbnum, en hver meðlimur fær númer sem þeir halda mikið upp á.

Klúbburinn ætlar að hittast á Kringlukránni í kvöld, horfa saman á sænsku undankeppnina og eftir hana verður karókí og eru allir velkomnir. „Sænska keppnin, Melodifestivalen, er svona besta keppnin. Svíarnir gera mest úr þessu, halda fimm undankeppnir og hver þeirra er eins og stór keppni,“ en á sama tíma er norska keppnin í gangi. „Það er verið að setja okkur í bölvaðan bobba með þessu,“ bætir hún við og hlær.

FÁSES hefur verið starfandi síðan 2011 og eru meðlimir orðnir alls 420. Hún segir þá eiga sameiginlegt að elska Eurovision. „Svo er misjafnt hvað fólk veit mikið, en er það ekki þannig með fótboltann líka, fólk veit ekki alltaf allt. En við erum með hjartað á réttum stað, það skiptir öllu.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×