Þingræðið á að vera þungt í vöfum Guðmundur Andri Thorsson skrifar 16. mars 2015 07:00 Fyrst sviku þeir loforð sín um að stíga engin skref í Evrópumálum nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Nú sniðganga þeir sjálft þjóðþingið í meðferð mikilvægasta utanríkismáls lýðveldissögunnar; senda án samráðs við utanríkismálanefnd loðmullulegt bréf sem enginn skilur, órætt og klúðurslegt uppsagnarbréf. Meira að segja málsmetandi þingmenn stjórnarmeirihlutans túlka bréfið sem svo að hér sé ekkert nýtt, bara árétting á því að ekkert sé að gerast. Aðrir túlka það öðruvísi. Maður ímyndar sér hálfvolgan vonbiðil til margra ára sem hringir. Hann: Sæl. Með þessu símtali dreg ég bónorð mitt til baka en getum við ekki verið trúlofuð áfram? Og má ég ekki áfram búa hjá þér, nota dótið þitt, selja þér varning og fá far með þér í bæinn? Hún: Ertu að segja mér upp? Hann: Finnst þér það ekki? Ég heyri á þér að þú hefur enga trú á þessu. Já sko ef þér finnst það þá erum við náttúrlega hætt saman og ætlum ekkert að giftast – en trúlofuð sko. Ég verð að vera sjálfstæður og fullvalda. Og trúlofaður.Losarabragur á stjórnskipan Þeir sviku loforðin um þjóðaratkvæðagreiðslu; töluðu um „ómöguleika“ þess að standa við orð sín. Þeir settu loforð sín í eignarhaldsfélag og létu fara á hausinn; nei það var ekki ég sem lofaði þessu, það var Ef-ég-nenni ehf. Samt er eini „ómöguleikinn“ í málinu sá að uppfylla ekki loforð sín. Það á að vera óhugsandi. Við höfum kosið yfir okkur menn sem telja sig óbundna af loforðum sínum. Landinu ráða nú menn sem telja að alþingi eigi þá aðeins að taka ákvarðanir um lög og reglur, að búið sé að taka þær ákvarðanir áður í valdamiðstöðvum þeirra – og náttúrlega Brussel, þar sem ótal lög sem okkur varða eru samin án þess að nokkur Íslendingur komi þar nærri með þeim afleiðingum til dæmis að lög um hvíldartíma langferðabílstjóra miðast við evrópskar hraðbrautir en ekki þjóðveginn okkar. Og útkoman eftir því. Málamyndaþingræði. Hálftími hálfvitanna. Nú súpum við enn seyðið af því hversu mikill losarabragur er á íslenskri stjórnskipun. Ráðamenn virðast stundum spinna hana áfram frá degi til dags, með aðstoð lagakrókarefa. Sú staðhæfing Gunnars Braga Sveinssonar að núverandi ríkisstjórn sé óbundin af þingsályktun fyrra þings, vegna þess að þá hafi annar meirihluti ríkt, er kannski sérkennilegasta innleggið í þessa umræðu og lýsir dálítið ískyggilegri sýn ráðherra á því hvernig lýðræðisríki starfar og hlutverki þingsins í því. Telur maðurinn að þingsályktanir fyrri tíma hafi ekkert gildi af því að þá var annað fólk að störfum en nú er? Og falli úr gildi með nýjum meirihluta?Á undanþágu frá lýðræðinu Vera má að bréfið hans styðjist við gloppur í lagabókstaf – skort á skýrum reglum – en svo sannarlega stríðir það gegn öllum hugmyndum okkar um það hvernig lýðræðið virkar. Raunar stendur það skýrum stöfum í þingsköpum að utanríkisráðherra skuli hafa samráð við utanríkismálanefnd um allar meiri háttar ákvarðanir í þeim málaflokki. Ráðherrann hefur sagt það vera „matsatriði“, hvort fara skuli eftir þingsköpum. Hann telur það „matsatriði“ sitt hvort hann skuli fara að lögum í starfi sínu. Hann telur vilja alþingis vera „matsatriði“ sitt. Forsætisráðherra bætir gráu ofan á svart með því að segja fyrri þingsályktun um aðildarumsókn vera marklausa því að hún hafi verið „þvinguð“. Með öðrum orðum: lýðræðið er komið undir umtalsverðum túlkunartogkrafti hans; það er matsatriði, en ekki regla. Gunnar Bragi hefur sagt það of þungt í vöfum að leyfa þinginu að starfa samkvæmt lögum. Hann kallar það hins vegar „valdarán“ þegar stjórnarandstaðan bendir með bréfi til Brussel á að sjálft þingið getið eitt dregið til baka umsókn. Markviss og ofsafengin notkun á öfugmælum er einmitt einkenni valdamanna sem vilja starfa á undanþágu frá lýðræðinu. Málið er ekkert flókið. Ráðherrar framfylgja stefnu alþingis hverju sinni og í samráði við það. Í þessu tilviki hefur alþingið ekki ályktað annað en að Ísland skuli sækja um aðild að Evrópusambandinu, og þar til það dregur þá ályktun til baka og samþykkir nýja stendur hún óhögguð og ekki undir ráðherrum komið að breyta því. Eini aðilinn sem getur lýst yfir vilja þingsins er þingið sjálft. Þingræðið á að vera þungt í vöfum, sérstaklega þegar stjórnvöld framfylgja stefnu sem byggir á því að svíkja kosningaloforð sem mikill meirihluti landsmanna vill að séu uppfyllt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun
Fyrst sviku þeir loforð sín um að stíga engin skref í Evrópumálum nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Nú sniðganga þeir sjálft þjóðþingið í meðferð mikilvægasta utanríkismáls lýðveldissögunnar; senda án samráðs við utanríkismálanefnd loðmullulegt bréf sem enginn skilur, órætt og klúðurslegt uppsagnarbréf. Meira að segja málsmetandi þingmenn stjórnarmeirihlutans túlka bréfið sem svo að hér sé ekkert nýtt, bara árétting á því að ekkert sé að gerast. Aðrir túlka það öðruvísi. Maður ímyndar sér hálfvolgan vonbiðil til margra ára sem hringir. Hann: Sæl. Með þessu símtali dreg ég bónorð mitt til baka en getum við ekki verið trúlofuð áfram? Og má ég ekki áfram búa hjá þér, nota dótið þitt, selja þér varning og fá far með þér í bæinn? Hún: Ertu að segja mér upp? Hann: Finnst þér það ekki? Ég heyri á þér að þú hefur enga trú á þessu. Já sko ef þér finnst það þá erum við náttúrlega hætt saman og ætlum ekkert að giftast – en trúlofuð sko. Ég verð að vera sjálfstæður og fullvalda. Og trúlofaður.Losarabragur á stjórnskipan Þeir sviku loforðin um þjóðaratkvæðagreiðslu; töluðu um „ómöguleika“ þess að standa við orð sín. Þeir settu loforð sín í eignarhaldsfélag og létu fara á hausinn; nei það var ekki ég sem lofaði þessu, það var Ef-ég-nenni ehf. Samt er eini „ómöguleikinn“ í málinu sá að uppfylla ekki loforð sín. Það á að vera óhugsandi. Við höfum kosið yfir okkur menn sem telja sig óbundna af loforðum sínum. Landinu ráða nú menn sem telja að alþingi eigi þá aðeins að taka ákvarðanir um lög og reglur, að búið sé að taka þær ákvarðanir áður í valdamiðstöðvum þeirra – og náttúrlega Brussel, þar sem ótal lög sem okkur varða eru samin án þess að nokkur Íslendingur komi þar nærri með þeim afleiðingum til dæmis að lög um hvíldartíma langferðabílstjóra miðast við evrópskar hraðbrautir en ekki þjóðveginn okkar. Og útkoman eftir því. Málamyndaþingræði. Hálftími hálfvitanna. Nú súpum við enn seyðið af því hversu mikill losarabragur er á íslenskri stjórnskipun. Ráðamenn virðast stundum spinna hana áfram frá degi til dags, með aðstoð lagakrókarefa. Sú staðhæfing Gunnars Braga Sveinssonar að núverandi ríkisstjórn sé óbundin af þingsályktun fyrra þings, vegna þess að þá hafi annar meirihluti ríkt, er kannski sérkennilegasta innleggið í þessa umræðu og lýsir dálítið ískyggilegri sýn ráðherra á því hvernig lýðræðisríki starfar og hlutverki þingsins í því. Telur maðurinn að þingsályktanir fyrri tíma hafi ekkert gildi af því að þá var annað fólk að störfum en nú er? Og falli úr gildi með nýjum meirihluta?Á undanþágu frá lýðræðinu Vera má að bréfið hans styðjist við gloppur í lagabókstaf – skort á skýrum reglum – en svo sannarlega stríðir það gegn öllum hugmyndum okkar um það hvernig lýðræðið virkar. Raunar stendur það skýrum stöfum í þingsköpum að utanríkisráðherra skuli hafa samráð við utanríkismálanefnd um allar meiri háttar ákvarðanir í þeim málaflokki. Ráðherrann hefur sagt það vera „matsatriði“, hvort fara skuli eftir þingsköpum. Hann telur það „matsatriði“ sitt hvort hann skuli fara að lögum í starfi sínu. Hann telur vilja alþingis vera „matsatriði“ sitt. Forsætisráðherra bætir gráu ofan á svart með því að segja fyrri þingsályktun um aðildarumsókn vera marklausa því að hún hafi verið „þvinguð“. Með öðrum orðum: lýðræðið er komið undir umtalsverðum túlkunartogkrafti hans; það er matsatriði, en ekki regla. Gunnar Bragi hefur sagt það of þungt í vöfum að leyfa þinginu að starfa samkvæmt lögum. Hann kallar það hins vegar „valdarán“ þegar stjórnarandstaðan bendir með bréfi til Brussel á að sjálft þingið getið eitt dregið til baka umsókn. Markviss og ofsafengin notkun á öfugmælum er einmitt einkenni valdamanna sem vilja starfa á undanþágu frá lýðræðinu. Málið er ekkert flókið. Ráðherrar framfylgja stefnu alþingis hverju sinni og í samráði við það. Í þessu tilviki hefur alþingið ekki ályktað annað en að Ísland skuli sækja um aðild að Evrópusambandinu, og þar til það dregur þá ályktun til baka og samþykkir nýja stendur hún óhögguð og ekki undir ráðherrum komið að breyta því. Eini aðilinn sem getur lýst yfir vilja þingsins er þingið sjálft. Þingræðið á að vera þungt í vöfum, sérstaklega þegar stjórnvöld framfylgja stefnu sem byggir á því að svíkja kosningaloforð sem mikill meirihluti landsmanna vill að séu uppfyllt.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun