Sakar Bandaríkin um Úkraínustríðið guðsteinn bjarnason skrifar 17. mars 2015 09:15 Pútín Rússlandsforseti gaf engar skýringar á fjarveru sinni þegar hann hitti forseta Kirgisistan í gær. fréttablaðið/EPA Vladimír Pútín Rússlandsforseti steig fram í sviðsljósið í gær að nýju eftir tíu daga fjarveru. Fjölmiðar fylgdust með þegar hann tók á móti Almazbek Atambajev, forseta Kirgisistans, í Kreml. Síðast sást hann opinberlega 5. mars þegar hann hitti Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu. Enga skýringu gaf hann á fjarverunni, en sagði að lífið væri harla leiðinlegt ef ekki væri fyrir kjaftasögurnar. Breska dagblaðið The Independent hafði samt eftir rússneskri fréttastofu að að forsetinn hefði verið með flensu. Austurrískt dagblað segir hann aftur á móti hafa verið í Vínarborg þar sem hann hafi verið í meðferð hjá lækni vegna bakverkja. Kvöldið áður hafði Pútín vakið athygli vegna ummæla sinna í nýrri rússneskri heimildarmynd, sem gerð var í tilefni þess að nú er eitt ár liðið frá því Krímskagi var innlimaður í Rússland. Og þar gegndi Pútín lykilhlutverki, rétt eins og hann sjálfur skýrir fúslega frá í myndinni sem frumsýnd var í rússnesku sjónvarpi á sunnudagskvöld. „Krímskagi: Leiðin heim,“ heitir myndin og Pútín líkir þar Krímskaga við Kosovo, svæði sem Serbar misstu á endanum úr greipum sér þrátt fyrir örvæntingarfullt stríð til að koma í veg fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis. „Krímskagi er ekki bara eitthert landsvæði í okkar huga,“ segir Pútín í myndinni. „Sögulega séð er hann rússneskt landsvæði,“ og vísar til þess að Krímskagi hafi tilheyrt Rússlandi þangað til Stalín ákvað árið 1954 að setja hann undir Úkraínu. Enda tilheyrði Úkraína hvort eð er Sovétríkjunum á þeim tíma. Pútín sakar Bandaríkjamenn um að bera ábyrgð á stjórnarbyltingu öfgamanna í Kænugarði, sem hafi orðið til þess að íbúar Krímskaga vildu segja skilið við Úkraínu. Bandaríkjamenn hafi reynt að fela sig á bak við Evrópuríki, en Pútín segist hafa séð í gegnum þann blekkingarleik: „Við vissum að á bak við tjöldin voru það hinir bandarísku vinir okkar sem raunverulega voru heilinn á bak þetta.“ Hann segir Rússa ekki hafa viljað fara út í stríð: „Ekki vorum það við sem frömdum valdarán, heldur voru það þjóðernissinnarnir og fólk með öfgaskoðanir.“ Hins vegar hafi hann verið reiðubúinn að grípa til hvaða aðgerða sem er til að bjarga rússneskum íbúum Krímskaga, jafnvel að beita kjarnorkuvopnum: „Við vorum reiðubúnir til þess.“ Kirgistan Rússland Úkraína Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti steig fram í sviðsljósið í gær að nýju eftir tíu daga fjarveru. Fjölmiðar fylgdust með þegar hann tók á móti Almazbek Atambajev, forseta Kirgisistans, í Kreml. Síðast sást hann opinberlega 5. mars þegar hann hitti Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu. Enga skýringu gaf hann á fjarverunni, en sagði að lífið væri harla leiðinlegt ef ekki væri fyrir kjaftasögurnar. Breska dagblaðið The Independent hafði samt eftir rússneskri fréttastofu að að forsetinn hefði verið með flensu. Austurrískt dagblað segir hann aftur á móti hafa verið í Vínarborg þar sem hann hafi verið í meðferð hjá lækni vegna bakverkja. Kvöldið áður hafði Pútín vakið athygli vegna ummæla sinna í nýrri rússneskri heimildarmynd, sem gerð var í tilefni þess að nú er eitt ár liðið frá því Krímskagi var innlimaður í Rússland. Og þar gegndi Pútín lykilhlutverki, rétt eins og hann sjálfur skýrir fúslega frá í myndinni sem frumsýnd var í rússnesku sjónvarpi á sunnudagskvöld. „Krímskagi: Leiðin heim,“ heitir myndin og Pútín líkir þar Krímskaga við Kosovo, svæði sem Serbar misstu á endanum úr greipum sér þrátt fyrir örvæntingarfullt stríð til að koma í veg fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis. „Krímskagi er ekki bara eitthert landsvæði í okkar huga,“ segir Pútín í myndinni. „Sögulega séð er hann rússneskt landsvæði,“ og vísar til þess að Krímskagi hafi tilheyrt Rússlandi þangað til Stalín ákvað árið 1954 að setja hann undir Úkraínu. Enda tilheyrði Úkraína hvort eð er Sovétríkjunum á þeim tíma. Pútín sakar Bandaríkjamenn um að bera ábyrgð á stjórnarbyltingu öfgamanna í Kænugarði, sem hafi orðið til þess að íbúar Krímskaga vildu segja skilið við Úkraínu. Bandaríkjamenn hafi reynt að fela sig á bak við Evrópuríki, en Pútín segist hafa séð í gegnum þann blekkingarleik: „Við vissum að á bak við tjöldin voru það hinir bandarísku vinir okkar sem raunverulega voru heilinn á bak þetta.“ Hann segir Rússa ekki hafa viljað fara út í stríð: „Ekki vorum það við sem frömdum valdarán, heldur voru það þjóðernissinnarnir og fólk með öfgaskoðanir.“ Hins vegar hafi hann verið reiðubúinn að grípa til hvaða aðgerða sem er til að bjarga rússneskum íbúum Krímskaga, jafnvel að beita kjarnorkuvopnum: „Við vorum reiðubúnir til þess.“
Kirgistan Rússland Úkraína Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira