Einn virtasti dómari landsins segir gróflega vegið að starfsheiðri sínum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. mars 2015 07:00 Guðjón St. Magnússon héraðsdómari segir sérstakan saksóknara hafa vitað um ættartengsl Sverris Ólafssonar, meðdómara í Aurum-málinu, og Ólafs Ólafssonar, kennds við Samskip. VÍSIR/VALLI Guðjón St. Marteinsson, héraðsdómara og dómsformann, og Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksóknara, greinir á um það hvort sá síðarnefndi hafi vitað um ættartengsl eins meðdómara í hinu svokallaða Aurum-máli. Guðjón segir rangt að sérstakur saksóknari hafi ekki vitað um ættartengsl meðdómarans, en haft var eftir Ólafi Þór í fjölmiðlum eftir að sýknudómur var kveðinn upp í Aurum-málinu, að hann hefði ekki haft upplýsingar um ættartengsl Sverris Ólafssonar meðdómara og Ólafs Ólafssonar. Sverrir og Ólafur, gjarnan kenndur við Samskip, eru bræður. Þá sagði Ólafur Þór að hefði hann haft þær upplýsingar undir höndum hefði hann gert athugasemdir við skipan Sverris í dóminn. Sérstakur saksóknari áfrýjaði sýknudómi í Aurum-málinu nú á dögum til Hæstaréttar og krafðist ómerkingar vegna vanhæfis meðdómarans. „Ég hef nú þegar gert ríkissaksóknara grein fyrir því að þetta sé rangminni dómarans,” segði Ólafur Þór þegar hann var spurður að því hvort dómsformaðurinn væri að ljúga upp á sérstakan saksóknara. Í grein sem Guðjón skrifaði kemur fram að þann 12. mars í þinghaldi hafi hann tilkynnt hverjir tæku sæti sem meðdómarar í málinu við aðalmeðferð málsins. Daginn eftir hafi sérstakur saksóknari hringt í sig og greint frá tengslum Sverris og Ólafs Ólafssonar. Símtalinu lauk með því að sérstakur saksóknari kvað ákæruvaldið ekki ætla að gera athugasemd við hæfi meðdómarans og var það ekki gert. Guðjón bætir við að með yfirlýsingu sérstaks saksóknara í fjölmiðlum hafi hann vegið gróflega að starfsheiðri sínum og það sem verra væri að heiðri og heilindum Sverris sem tók sæti í dóminum. Aðspurður út í símtal milli þeirra Ólafs og Guðjóns þar sem Guðjón segir Ólaf hafa greint sér frá ættartengslunum segist sérstakur saksóknari hafa verið að benda á allt önnur tengsl. „Ég talaði ekki um nein bræðratengsl, ég var að benda á að meðdómarinn hefði unnið fyrir skilanefnd Glitnis og Glitnir var kærandi í þessu máli. Einnig var skilanefnd Glitnis með bótakröfu sem tengdist sama máli,“ segir Ólafur Þór og bætir við að þessi atriði munu liggja fyrir í Hæstarétti á næstunni. Ómerkingarkrafa ríkissaksóknara verður tekin fyrir í Hæstarétti þann 13. apríl næstkomandi og mun Helgi Magnús Gunnarsson ríkissaksóknari fara með málið. Aurum Holding málið Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira
Guðjón St. Marteinsson, héraðsdómara og dómsformann, og Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksóknara, greinir á um það hvort sá síðarnefndi hafi vitað um ættartengsl eins meðdómara í hinu svokallaða Aurum-máli. Guðjón segir rangt að sérstakur saksóknari hafi ekki vitað um ættartengsl meðdómarans, en haft var eftir Ólafi Þór í fjölmiðlum eftir að sýknudómur var kveðinn upp í Aurum-málinu, að hann hefði ekki haft upplýsingar um ættartengsl Sverris Ólafssonar meðdómara og Ólafs Ólafssonar. Sverrir og Ólafur, gjarnan kenndur við Samskip, eru bræður. Þá sagði Ólafur Þór að hefði hann haft þær upplýsingar undir höndum hefði hann gert athugasemdir við skipan Sverris í dóminn. Sérstakur saksóknari áfrýjaði sýknudómi í Aurum-málinu nú á dögum til Hæstaréttar og krafðist ómerkingar vegna vanhæfis meðdómarans. „Ég hef nú þegar gert ríkissaksóknara grein fyrir því að þetta sé rangminni dómarans,” segði Ólafur Þór þegar hann var spurður að því hvort dómsformaðurinn væri að ljúga upp á sérstakan saksóknara. Í grein sem Guðjón skrifaði kemur fram að þann 12. mars í þinghaldi hafi hann tilkynnt hverjir tæku sæti sem meðdómarar í málinu við aðalmeðferð málsins. Daginn eftir hafi sérstakur saksóknari hringt í sig og greint frá tengslum Sverris og Ólafs Ólafssonar. Símtalinu lauk með því að sérstakur saksóknari kvað ákæruvaldið ekki ætla að gera athugasemd við hæfi meðdómarans og var það ekki gert. Guðjón bætir við að með yfirlýsingu sérstaks saksóknara í fjölmiðlum hafi hann vegið gróflega að starfsheiðri sínum og það sem verra væri að heiðri og heilindum Sverris sem tók sæti í dóminum. Aðspurður út í símtal milli þeirra Ólafs og Guðjóns þar sem Guðjón segir Ólaf hafa greint sér frá ættartengslunum segist sérstakur saksóknari hafa verið að benda á allt önnur tengsl. „Ég talaði ekki um nein bræðratengsl, ég var að benda á að meðdómarinn hefði unnið fyrir skilanefnd Glitnis og Glitnir var kærandi í þessu máli. Einnig var skilanefnd Glitnis með bótakröfu sem tengdist sama máli,“ segir Ólafur Þór og bætir við að þessi atriði munu liggja fyrir í Hæstarétti á næstunni. Ómerkingarkrafa ríkissaksóknara verður tekin fyrir í Hæstarétti þann 13. apríl næstkomandi og mun Helgi Magnús Gunnarsson ríkissaksóknari fara með málið.
Aurum Holding málið Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira