Aðeins of mikið af öllu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 22. mars 2015 13:00 Bókmenntir Britt-Marie var hér Fredrik Backman Þýðing: Jón Daníelsson Veröld Fredrik Backman varð stórstjarna á bókmenntahimninum með fyrstu bók sinni Maður sem heitir Ove, sem fór hina margtuggnu sigurför um heiminn, enda skemmtileg og lestrarvæn saga. Britt-Marie var hér er þriðja bók hans en í millitíðinni kom Amma biður að heilsa. Í nýju bókinni rær Backman á nákvæmlega sömu mið og í sögunni af Ove nema hér er það rúmlega sextug kona sem er í aðalhlutverki. Hún hefur verið heimavinnandi í fjörutíu ár og kann nánast ekkert annað en að þrífa, en auðvitað öðlast líf hennar nýja merkingu þegar hún neyðist til að horfast í augu við framhjáhald eiginmannsins og ræður sig í vinnu sem húsvörður í frístundamiðstöð agnarlítils þorps þar sem allt er á vonarvöl nema fótboltaáhuginn. Fótboltinn verður táknmynd fyrir lífið og lífsviljann og auðvitað líður ekki á löngu þar til Britt-Marie er orðin þjálfari unglingaliðsins á staðnum, þótt hún hafi hvorki áhuga né þekkingu á fótbolta og viti ekki einu sinni hvað landslið er. Þar með rís þorpið úr öskustónni og íbúar öðlast aftur tilgang með veru sinni þar og lífi sínu. Voða krúttlegt og sniðugt allt saman. Það er svo sem engin furða að útgefendur pressi á Backman að halda áfram að skrifa bækur eftir formúlunni í Maður sem heitir Ove, miðað við viðtökurnar sem sú bók fékk. Metsalan hefur meira gildi en að leyfa honum að þróast sem höfundi sýnist manni. Þeir hefðu þó gjarna mátt benda honum á að fólk sem er svo ýkt að það verður einhliða skopmyndir er ekki sérlega líklegt til langlífis meðal lesenda. Britt-Marie er snobbuð, frek, dónaleg og félagslega seinfær og það er barið inn í lesandann á þriðju hverri síðu hversu forstokkuð hún er. Sniðugt í fyrstu þrjú skiptin kannski en í fimmugasta skiptið er maður orðinn svo pirraður að meira að segja þeir fáu góðu sprettir sem í sögunni eru ná ekki að létta lundina. Og ekki nóg með það heldur er hver einasta persóna sérsaumuð eftir sniði klisjunnar, hér er ekki nokkur manneskja sem hægt er að trúa að gæti verið til í raunveruleikanum, sem er ansi stór galli í ofurraunsærri skáldsögu sem á að vera félagslega gagnrýnin. Backman má þó eiga það að hann er flinkur að vefa plott eftir formúlunni fyrirframgefnu og síðustu fimmtíu síðurnar eru ansi vel byggðar. Það er bara ekki nóg til að vekja áhugann sem svo rækilega er búið að drepa með endalausum klisjuvaðli í 350 síður þar á undan. Því miður. Óbragðið í munninum er orðið alltof rammt til að nokkur sætleiki vinni á því.Niðurstaða: Klisjuhlaðin saga sem sniðin er nákvæmlega eftir formúlunni í Maður sem heitir Ove en nær því miður aldrei að snerta lesandann. Gagnrýni Menning Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bókmenntir Britt-Marie var hér Fredrik Backman Þýðing: Jón Daníelsson Veröld Fredrik Backman varð stórstjarna á bókmenntahimninum með fyrstu bók sinni Maður sem heitir Ove, sem fór hina margtuggnu sigurför um heiminn, enda skemmtileg og lestrarvæn saga. Britt-Marie var hér er þriðja bók hans en í millitíðinni kom Amma biður að heilsa. Í nýju bókinni rær Backman á nákvæmlega sömu mið og í sögunni af Ove nema hér er það rúmlega sextug kona sem er í aðalhlutverki. Hún hefur verið heimavinnandi í fjörutíu ár og kann nánast ekkert annað en að þrífa, en auðvitað öðlast líf hennar nýja merkingu þegar hún neyðist til að horfast í augu við framhjáhald eiginmannsins og ræður sig í vinnu sem húsvörður í frístundamiðstöð agnarlítils þorps þar sem allt er á vonarvöl nema fótboltaáhuginn. Fótboltinn verður táknmynd fyrir lífið og lífsviljann og auðvitað líður ekki á löngu þar til Britt-Marie er orðin þjálfari unglingaliðsins á staðnum, þótt hún hafi hvorki áhuga né þekkingu á fótbolta og viti ekki einu sinni hvað landslið er. Þar með rís þorpið úr öskustónni og íbúar öðlast aftur tilgang með veru sinni þar og lífi sínu. Voða krúttlegt og sniðugt allt saman. Það er svo sem engin furða að útgefendur pressi á Backman að halda áfram að skrifa bækur eftir formúlunni í Maður sem heitir Ove, miðað við viðtökurnar sem sú bók fékk. Metsalan hefur meira gildi en að leyfa honum að þróast sem höfundi sýnist manni. Þeir hefðu þó gjarna mátt benda honum á að fólk sem er svo ýkt að það verður einhliða skopmyndir er ekki sérlega líklegt til langlífis meðal lesenda. Britt-Marie er snobbuð, frek, dónaleg og félagslega seinfær og það er barið inn í lesandann á þriðju hverri síðu hversu forstokkuð hún er. Sniðugt í fyrstu þrjú skiptin kannski en í fimmugasta skiptið er maður orðinn svo pirraður að meira að segja þeir fáu góðu sprettir sem í sögunni eru ná ekki að létta lundina. Og ekki nóg með það heldur er hver einasta persóna sérsaumuð eftir sniði klisjunnar, hér er ekki nokkur manneskja sem hægt er að trúa að gæti verið til í raunveruleikanum, sem er ansi stór galli í ofurraunsærri skáldsögu sem á að vera félagslega gagnrýnin. Backman má þó eiga það að hann er flinkur að vefa plott eftir formúlunni fyrirframgefnu og síðustu fimmtíu síðurnar eru ansi vel byggðar. Það er bara ekki nóg til að vekja áhugann sem svo rækilega er búið að drepa með endalausum klisjuvaðli í 350 síður þar á undan. Því miður. Óbragðið í munninum er orðið alltof rammt til að nokkur sætleiki vinni á því.Niðurstaða: Klisjuhlaðin saga sem sniðin er nákvæmlega eftir formúlunni í Maður sem heitir Ove en nær því miður aldrei að snerta lesandann.
Gagnrýni Menning Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira