Þegar ráðherrar verða húsvanir Sigurjón M. Egilsson skrifar 21. mars 2015 07:00 Fámennur hópur hefur fengið mikið vald í sínar hendur, til þess að fara með í þjóðarumboði í fjögur ár. Það veltur á miklu að hann rísi undir ábyrgð sinni og njóti trausts til starfa. Þannig skrifaði Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, í blað sitt skömmu eftir síðustu kosningar. Davíð er manna reyndastur á þessum vettvangi og því ber að gefa orðum hans gaum. Að njóta trausts til starfa, var skrifað. Það hefur ráðherrum í ríkisstjórninni ekki tekist, frekar en Alþingi öllu. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra hafa verið til umfjöllunar að undanförnu. Og það að vonum. Allir nústarfandi ráðherrar eru nýliðar á þeim vettvangi. Nýliðanna bíða margar hættur í reynsluleysinu. Aftur skal vitna í skrif Davíðs Oddssonar, skrif sem hann birti í Morgunblaðinu skömmu eftir kosningarnar. „Það er reyndar þekkt að einungis örfáir þingmenn, sem ná því að verða ráðherrar, ná því jafnframt að verða húsbændur í sínum ráðuneytum. Flestir þeirra eru gerðir húsvanir á fáeinum vikum og um svipað leyti og mesta ráðherravíman yfir framanum er dofnuð láta raunverulegir stjórnendur ráðuneytanna bara vel af þeim. Í framhaldinu sendist ráðherrann síðan með erindi fyrir þá sem eftir skipuriti heyra undir hann.“ Eflaust er þetta allt satt og rétt. En nú má spyrja, getur verið að fleiri en innanbúðarfólk ráðuneytanna nái þannig tökum á reynslulausum ráðherrum og geti þannig haft áhrif á gerðir þeirra og framgang. Því má alveg trúa. Til að mynda er öllum ljóst að vandi utanríkisráðherra er honum alls ekki til framdráttar. Málið allt er erfitt fyrir ráðherrann og ríkisstjórnina alla. Sennilega hefði verið heppilegast að skrifa ekki bréfið til Evrópusambandsins og láta málið allt kyrrt liggja. Málið skoðast út frá þessum orðum: „ Í framhaldinu sendist ráðherrann síðan með erindi fyrir þá…“ Allt þetta virkar þannig að Gunnar Bragi sé að verja vondan málstað sem hann hvorki trúir á né skilur. Hingað til er ekki vitað um nokkra manneskju sem skilur ráðherrann og hvað þá bréfið hans. Hann sjálfur er engin undantekning þar á. „Í framhaldinu sendist ráðherrann síðan með erindi fyrir þá…“ sagði hér að ofan í tilvitnun í skrif Davíðs Oddssonar. Þá kemur iðnaðarráðherrann Ragnheiður Elín í hugann. Henni hefur fátt tekist í embætti ráðherra. Hafi hún verið í bágri stöðu fyrir þá margfaldaðist vandi hennar þegar upplýstist um ívilnunarsamning við eitt fyrirtæki. Þegar ráðherra ákveður að ívilna fyrirtæki, færa því forskot á önnur, verður hann að muna að þar með skekkir hann samfélagslega stöðu margra. Slíkt er og á að vera vandmeðfarið. Skoðanakannanir spegla huga kjósenda á þeim tíma sem þær eru gerðar. Nú er staðan sú að helmingur kjósenda, yngri en fimmtíu ára, myndi ekki kjósa fjórflokkinn; Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk, Samfylkingu eða Vinstri græna. Hvers vegna ætli það sé? Þeir kjósendur gera greinilega kröfur um að orð haldi, unnið sé að lausn vandamála en þau ekki sköpuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun
Fámennur hópur hefur fengið mikið vald í sínar hendur, til þess að fara með í þjóðarumboði í fjögur ár. Það veltur á miklu að hann rísi undir ábyrgð sinni og njóti trausts til starfa. Þannig skrifaði Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, í blað sitt skömmu eftir síðustu kosningar. Davíð er manna reyndastur á þessum vettvangi og því ber að gefa orðum hans gaum. Að njóta trausts til starfa, var skrifað. Það hefur ráðherrum í ríkisstjórninni ekki tekist, frekar en Alþingi öllu. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra hafa verið til umfjöllunar að undanförnu. Og það að vonum. Allir nústarfandi ráðherrar eru nýliðar á þeim vettvangi. Nýliðanna bíða margar hættur í reynsluleysinu. Aftur skal vitna í skrif Davíðs Oddssonar, skrif sem hann birti í Morgunblaðinu skömmu eftir kosningarnar. „Það er reyndar þekkt að einungis örfáir þingmenn, sem ná því að verða ráðherrar, ná því jafnframt að verða húsbændur í sínum ráðuneytum. Flestir þeirra eru gerðir húsvanir á fáeinum vikum og um svipað leyti og mesta ráðherravíman yfir framanum er dofnuð láta raunverulegir stjórnendur ráðuneytanna bara vel af þeim. Í framhaldinu sendist ráðherrann síðan með erindi fyrir þá sem eftir skipuriti heyra undir hann.“ Eflaust er þetta allt satt og rétt. En nú má spyrja, getur verið að fleiri en innanbúðarfólk ráðuneytanna nái þannig tökum á reynslulausum ráðherrum og geti þannig haft áhrif á gerðir þeirra og framgang. Því má alveg trúa. Til að mynda er öllum ljóst að vandi utanríkisráðherra er honum alls ekki til framdráttar. Málið allt er erfitt fyrir ráðherrann og ríkisstjórnina alla. Sennilega hefði verið heppilegast að skrifa ekki bréfið til Evrópusambandsins og láta málið allt kyrrt liggja. Málið skoðast út frá þessum orðum: „ Í framhaldinu sendist ráðherrann síðan með erindi fyrir þá…“ Allt þetta virkar þannig að Gunnar Bragi sé að verja vondan málstað sem hann hvorki trúir á né skilur. Hingað til er ekki vitað um nokkra manneskju sem skilur ráðherrann og hvað þá bréfið hans. Hann sjálfur er engin undantekning þar á. „Í framhaldinu sendist ráðherrann síðan með erindi fyrir þá…“ sagði hér að ofan í tilvitnun í skrif Davíðs Oddssonar. Þá kemur iðnaðarráðherrann Ragnheiður Elín í hugann. Henni hefur fátt tekist í embætti ráðherra. Hafi hún verið í bágri stöðu fyrir þá margfaldaðist vandi hennar þegar upplýstist um ívilnunarsamning við eitt fyrirtæki. Þegar ráðherra ákveður að ívilna fyrirtæki, færa því forskot á önnur, verður hann að muna að þar með skekkir hann samfélagslega stöðu margra. Slíkt er og á að vera vandmeðfarið. Skoðanakannanir spegla huga kjósenda á þeim tíma sem þær eru gerðar. Nú er staðan sú að helmingur kjósenda, yngri en fimmtíu ára, myndi ekki kjósa fjórflokkinn; Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk, Samfylkingu eða Vinstri græna. Hvers vegna ætli það sé? Þeir kjósendur gera greinilega kröfur um að orð haldi, unnið sé að lausn vandamála en þau ekki sköpuð.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun