Tengdó myndi berja mig ef ég færi með barnabarnið Tómas Þór Þórðarsn skrifar 24. mars 2015 06:00 Halldór Harri klárar tímabilið með Haukum. Fréttablaðið/vilhelm „Þetta er ákvörðun sem ég tók í síðustu viku eftir mikla íhugun,“ segir Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari kvennaliðs Hauka í Olís-deildinni, við Fréttablaðið, en hann sagði afar óvænt starfi sínu lausu um helgina. Halldór Harri klárar tímabilið með Haukaliðið sem á tvo leiki eftir í deildinni auk úrslitakeppninnar áður en hann rær á önnur mið. „Það var gluggi opinn til 20. mars fyrir mig og félagið að slíta samstarfinu og ég ákvað að láta þetta gott heita. Ég er búinn að pæla mikið hvað ég eigi að gera en þetta var ákvörðunin,“ segir Halldór Harri. Hann hefur stýrt Haukaliðinu nú í tæp fjögur ár og náð miklum árangri. Uppbyggingin hefur verið mikil. Liðið mun líklega enda í fjórða sæti deildarinnar og þá hefur hann í tvígang farið með stelpurnar í undanúrslit bikarsins. „Ég er rosalega stoltur af því að vera hluti af þessari uppbyggingu en nú verður bara einhver annar að taka næsta skref. Það hefur verið mjög gaman að sjá bætinguna hjá þessum stelpum. En nú er ég búinn að vera þarna í fjögur ár og finnst kominn tími á eitthvað nýtt,“ segir Halldór Harri. Sem fyrr segir er tímabili Haukanna langt frá því lokið. Liðið á eftir tvo leiki gegn Fram og Val í deildinni og svo stefnir allt í rimmu í átta liða úrslitum gegn ÍBV. Hann hefur þó engar áhyggjur af því að fréttirnar muni hafa slæm áhrif á stelpurnar. „Þetta mun ekki hafa nein áhrif. Við ræddum þetta á laugardaginn. Ég verð þjálfari liðsins út tímabilið og þær munu ekki finna neinn mun á mér. Við ætluðum okkur stóra hluti og það hefur ekki breyst,“ segir Halldór Harri sem hefur ekki teljandi áhyggjur af því ef Haukar missa af fjórða sætinu í deildinni og þar með heimaleikjaréttinum gegn ÍBV í átta liða úrslitunum. „Við unnum þær á útivelli og þær okkur í Hafnarfirði. Kannski hentar okkur bara betur að fara í Herjólf og æla svolítið. Hvað sem verður þá eru allir leikirnir sem eftir eru mjög erfiðir,“ segir hann. Halldór Harri segir árangur tímabilsins vera aðeins framar væntingum miðað við það sem lagt var upp með fyrir veturinn. „Við erum einum sæti ofar en ég reiknaði með. Við vissum að við værum með lið sem gæti strítt stóru liðunum en við erum að taka sum skref hraðar en ég reiknaði með. Svo eru auðvitað leikir hér og þar sem maður er pirraður að hafa tapað,“ segir Halldór Harri, en óvíst er hvað hann tekur sér fyrir hendur næst. „Það er ekkert í gangi þannig. Ekkert nema einhverjar þreifingar. Ég hef haldið öllu frá mér á meðan ég starfa fyrir Haukana. Þegar að þessu kemur er það bara mest spennandi tilboðið sem gildir hvort sem mér býðst að þjálfa karla eða konur.“ Halldór Harri þjálfaði í þrettán ár í Noregi en það er ólíklegt að hann fari aftur þangað. „Það halda alltaf allir að ég sé á leið aftur til Noregs. Það þyrfti að vera eitthvert rosalega spennandi tilboð ef ég ætti að taka konuna og barnið með mér þangað. Maður er ekkert bara að hugsa um sjálfan sig. Svo held ég líka að tengdó myndi berja mig ef ég færi með barnabarnið,“ segir Halldór Harri Kristjánsson hress og kátur. Olís-deild kvenna Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
„Þetta er ákvörðun sem ég tók í síðustu viku eftir mikla íhugun,“ segir Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari kvennaliðs Hauka í Olís-deildinni, við Fréttablaðið, en hann sagði afar óvænt starfi sínu lausu um helgina. Halldór Harri klárar tímabilið með Haukaliðið sem á tvo leiki eftir í deildinni auk úrslitakeppninnar áður en hann rær á önnur mið. „Það var gluggi opinn til 20. mars fyrir mig og félagið að slíta samstarfinu og ég ákvað að láta þetta gott heita. Ég er búinn að pæla mikið hvað ég eigi að gera en þetta var ákvörðunin,“ segir Halldór Harri. Hann hefur stýrt Haukaliðinu nú í tæp fjögur ár og náð miklum árangri. Uppbyggingin hefur verið mikil. Liðið mun líklega enda í fjórða sæti deildarinnar og þá hefur hann í tvígang farið með stelpurnar í undanúrslit bikarsins. „Ég er rosalega stoltur af því að vera hluti af þessari uppbyggingu en nú verður bara einhver annar að taka næsta skref. Það hefur verið mjög gaman að sjá bætinguna hjá þessum stelpum. En nú er ég búinn að vera þarna í fjögur ár og finnst kominn tími á eitthvað nýtt,“ segir Halldór Harri. Sem fyrr segir er tímabili Haukanna langt frá því lokið. Liðið á eftir tvo leiki gegn Fram og Val í deildinni og svo stefnir allt í rimmu í átta liða úrslitum gegn ÍBV. Hann hefur þó engar áhyggjur af því að fréttirnar muni hafa slæm áhrif á stelpurnar. „Þetta mun ekki hafa nein áhrif. Við ræddum þetta á laugardaginn. Ég verð þjálfari liðsins út tímabilið og þær munu ekki finna neinn mun á mér. Við ætluðum okkur stóra hluti og það hefur ekki breyst,“ segir Halldór Harri sem hefur ekki teljandi áhyggjur af því ef Haukar missa af fjórða sætinu í deildinni og þar með heimaleikjaréttinum gegn ÍBV í átta liða úrslitunum. „Við unnum þær á útivelli og þær okkur í Hafnarfirði. Kannski hentar okkur bara betur að fara í Herjólf og æla svolítið. Hvað sem verður þá eru allir leikirnir sem eftir eru mjög erfiðir,“ segir hann. Halldór Harri segir árangur tímabilsins vera aðeins framar væntingum miðað við það sem lagt var upp með fyrir veturinn. „Við erum einum sæti ofar en ég reiknaði með. Við vissum að við værum með lið sem gæti strítt stóru liðunum en við erum að taka sum skref hraðar en ég reiknaði með. Svo eru auðvitað leikir hér og þar sem maður er pirraður að hafa tapað,“ segir Halldór Harri, en óvíst er hvað hann tekur sér fyrir hendur næst. „Það er ekkert í gangi þannig. Ekkert nema einhverjar þreifingar. Ég hef haldið öllu frá mér á meðan ég starfa fyrir Haukana. Þegar að þessu kemur er það bara mest spennandi tilboðið sem gildir hvort sem mér býðst að þjálfa karla eða konur.“ Halldór Harri þjálfaði í þrettán ár í Noregi en það er ólíklegt að hann fari aftur þangað. „Það halda alltaf allir að ég sé á leið aftur til Noregs. Það þyrfti að vera eitthvert rosalega spennandi tilboð ef ég ætti að taka konuna og barnið með mér þangað. Maður er ekkert bara að hugsa um sjálfan sig. Svo held ég líka að tengdó myndi berja mig ef ég færi með barnabarnið,“ segir Halldór Harri Kristjánsson hress og kátur.
Olís-deild kvenna Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira