Heiðraður á stærstu hátíð kvikmyndahúsaeigenda í heiminum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. mars 2015 08:30 Baltasar Kormákur hefur fjölmörg járn í eldinum. mynd/universal Leikstjórinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur verður heiðraður á CinemaCon-hátíðinni. Verðlaunin sem falla honum í skaut eru fyrir alþjóðlegan kvikmyndagerðarmann ársins. Þetta er í fimmta skipti sem hátíðin er haldin en hún fer fram í Las Vegas 20.-23. apríl næstkomandi. „Ég vissi af þessu fyrir fáeinum dögum,“ segir Baltasar Kormákur. „Þetta er mikil viðurkenning. Hátíðin er sú stærsta af þessari gerð í heiminum en eigendur allra stærstu kvikmyndahúsa Bandaríkjanna verða á staðnum auk þess sem flestar stjörnurnar mæta og sýna sig.“ Baltasar vinnur nú hörðum höndum við að ljúka gerð nýjustu myndar sinnar, Everest, og var að vinna að upptökum tónlistar myndarinnar þegar blaðamaður náði tali af honum. Sú mynd verður frumsýnd síðari hluta septembermánaðar. Sýnishorn úr Everest verður frumsýnt á CinemaCon. „Everest er miklu stærri en allt annað sem ég hef gert,“ segir Baltasar og bætir við að strax í kjölfar hátíðarinnar muni fara fram blaðamannafundir í Los Angeles og New York vegna frumsýningar sýnishornsins. „Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður.“ „Ég hugsa að ég taki mér einhvern tíma eftir Everest til að hvíla mig og forgangsraða aðeins öðruvísi,“ segir Baltasar. Vinnslu myndarinnar hafa fylgt heilmörg ferðalög og aðrir hlutir hafa örlítið setið á hakanum. Það breytir því ekki að Baltasar er með mörg járn í eldinum. Hér heima er hann að framleiða þættina Ófærð og leikstýrir einnig tveimur þáttum í þáttaröðinni. Hann er framleiðandi myndar Dags Kára, Fúsa, sem frumsýnd verður hér á landi í lok vikunnar. Að auki vinnur hann að spennutryllinum The Oath, langar að gera víkingamynd og mynd hér á landi. „Eitt það ánægjulegasta við velgengni mína úti er að hún gerir mér kleift að gera svo margt heima á Íslandi,“ segir Baltasar. Aðspurður um hvort hann haldi að verðlaunin komi til með að skila sér í fleiri tilboðum svarar hann að nú þegar fái hann fleiri tilboð en hann geti komist yfir. „Ég get ekkert nefnt hvaða myndir það eru en einhverjar þeirra eru hundraða milljóna dollara myndir,“ segir hann að lokum. Tengdar fréttir Baltasar vinnur að nýrri mynd Leikstjórinn lýsir henni sem raunverulegri útgáfu af Taken. 8. febrúar 2015 11:23 Ný mynd úr Everest Kvikmyndaverið Universal hefur nú birt glænýja ljósmynd úr kvikmyndinni Everest sem er í leikstjórn Baltasars Kormáks. 21. desember 2014 19:44 Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Leikstjórinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur verður heiðraður á CinemaCon-hátíðinni. Verðlaunin sem falla honum í skaut eru fyrir alþjóðlegan kvikmyndagerðarmann ársins. Þetta er í fimmta skipti sem hátíðin er haldin en hún fer fram í Las Vegas 20.-23. apríl næstkomandi. „Ég vissi af þessu fyrir fáeinum dögum,“ segir Baltasar Kormákur. „Þetta er mikil viðurkenning. Hátíðin er sú stærsta af þessari gerð í heiminum en eigendur allra stærstu kvikmyndahúsa Bandaríkjanna verða á staðnum auk þess sem flestar stjörnurnar mæta og sýna sig.“ Baltasar vinnur nú hörðum höndum við að ljúka gerð nýjustu myndar sinnar, Everest, og var að vinna að upptökum tónlistar myndarinnar þegar blaðamaður náði tali af honum. Sú mynd verður frumsýnd síðari hluta septembermánaðar. Sýnishorn úr Everest verður frumsýnt á CinemaCon. „Everest er miklu stærri en allt annað sem ég hef gert,“ segir Baltasar og bætir við að strax í kjölfar hátíðarinnar muni fara fram blaðamannafundir í Los Angeles og New York vegna frumsýningar sýnishornsins. „Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður.“ „Ég hugsa að ég taki mér einhvern tíma eftir Everest til að hvíla mig og forgangsraða aðeins öðruvísi,“ segir Baltasar. Vinnslu myndarinnar hafa fylgt heilmörg ferðalög og aðrir hlutir hafa örlítið setið á hakanum. Það breytir því ekki að Baltasar er með mörg járn í eldinum. Hér heima er hann að framleiða þættina Ófærð og leikstýrir einnig tveimur þáttum í þáttaröðinni. Hann er framleiðandi myndar Dags Kára, Fúsa, sem frumsýnd verður hér á landi í lok vikunnar. Að auki vinnur hann að spennutryllinum The Oath, langar að gera víkingamynd og mynd hér á landi. „Eitt það ánægjulegasta við velgengni mína úti er að hún gerir mér kleift að gera svo margt heima á Íslandi,“ segir Baltasar. Aðspurður um hvort hann haldi að verðlaunin komi til með að skila sér í fleiri tilboðum svarar hann að nú þegar fái hann fleiri tilboð en hann geti komist yfir. „Ég get ekkert nefnt hvaða myndir það eru en einhverjar þeirra eru hundraða milljóna dollara myndir,“ segir hann að lokum.
Tengdar fréttir Baltasar vinnur að nýrri mynd Leikstjórinn lýsir henni sem raunverulegri útgáfu af Taken. 8. febrúar 2015 11:23 Ný mynd úr Everest Kvikmyndaverið Universal hefur nú birt glænýja ljósmynd úr kvikmyndinni Everest sem er í leikstjórn Baltasars Kormáks. 21. desember 2014 19:44 Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Baltasar vinnur að nýrri mynd Leikstjórinn lýsir henni sem raunverulegri útgáfu af Taken. 8. febrúar 2015 11:23
Ný mynd úr Everest Kvikmyndaverið Universal hefur nú birt glænýja ljósmynd úr kvikmyndinni Everest sem er í leikstjórn Baltasars Kormáks. 21. desember 2014 19:44