Sett nauðug á vasapeninga Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 24. mars 2015 07:00 Guðrún Einarsdóttir hefur háð margar baráttur í sínu lífi, flestar fyrir heilsunni. Hún segir baráttuna við kerfið ómanneskjulega og ómögulega og gefst upp. Vísir/Ernir Guðrún Einarsdóttir er 82 ára öryrki. Hún er á bið eftir hjúkrunarheimili og mun þurfa að lifa af rúmlega 50 þúsund krónum á mánuði. Sú fjárhæð dugar ekki fyrir brýnum nauðsynjum. Guðrún býr í notalegri en lítilli íbúð í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún er 82 ára gömul, öryrki til margra ára og hefur beðið í fimm mánuði eftir plássi á hjúkrunarheimili. Hún fékk nýverið bréf inn um lúguna sem setti líf hennar allt úr skorðum. Bréfið var frá Tryggingastofnun og gerir henni grein fyrir því að nú þurfi hún að lifa af 53.354 krónum á mánuði. Það er vegna þess að hún var vistuð á Vífilstaðaspítala vegna veikinda og í það langan tíma að lífeyrisgreiðslur falla niður. Áður en Guðrún var lögð inn á spítala var hún með 176.884 kr. á mánuði í ellilífeyristekjur. Greiddir eru vasapeningar þegar lífeyrisgreiðslur falla niður vegna vistunar. Að hámarki eru vasapeningar 53.354 krónur á mánuði. Vasapeningarnir eru svo lágir að þeir duga ekki til einföldustu framfærslu. „Ég er búin, ég get þetta ekki. Ég gæti ekki einu sinni flutt ef ég kæmist inn á stofnun því ég hefði ekki ráð á að flytja stólana með mér. Á meðan ég er ekki með pláss þá þarf ég hins vegar að halda þessari íbúð, þarf að borga hita og rafmagn og standa í skilum. Ég get það ekki lengur.“ Guðrún titlar sig sem húsmóður, launþega, framkvæmdastjóra, öryrkja og ellilífeyrisþega. Hún hefur á ævi sinni háð nokkra harða bardaga og er eiginlegt að sækja sinn rétt. Hún ákvað að halda blaðamannafund og greindi opinberlega frá slæmri stöðu sinni í von um breytingar. „Ég er á spítala í október og er kippt án þess að vera spurð á Vífilstaði. Það átti að keyra mig í sjúkrabíl en ég neitaði. Ég er búin að vera þar í fimm mánuði.“ Guðrún varð öryrki árið 1987 eftir fjölda uppskurða og getur ekki gengið nema að nota til þess sérsmíðaða skó sem styðja við ökklann. Nýverið ætlaði hún að kaupa sér slíka skó og sækja um hjólastól til að geta hreyft sig en fékk synjun. „Ég fæ ekki hjólastól af því að stofnunin sem ég er á bið eftir að komast á, er skylt að sjá fyrir því. Ég fæ heldur ekki stuðningsskó af því ég er að fara á stofnun. Þetta gengur ekki, á ég að ganga eða á ég bara að vera uppi í rúmi þangað til ég kemst á hjúkrunarheimili?“ Hún vonast til þess að fá framlengingu á réttindum sínum en til þess er heimild í lögum til þriggja mánaða, þess utan trúir hún að upphæð vasapeninga sé ósvinna. Hvort sem fólk dvelur á hjúkrunarheimili eða býr í eigin húsnæði. „Þetta dugar ekki fyrir brýnustu nauðsynjum.“ Mest lesið Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Innlent „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Innlent Fleiri fréttir Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Sjá meira
Guðrún Einarsdóttir er 82 ára öryrki. Hún er á bið eftir hjúkrunarheimili og mun þurfa að lifa af rúmlega 50 þúsund krónum á mánuði. Sú fjárhæð dugar ekki fyrir brýnum nauðsynjum. Guðrún býr í notalegri en lítilli íbúð í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún er 82 ára gömul, öryrki til margra ára og hefur beðið í fimm mánuði eftir plássi á hjúkrunarheimili. Hún fékk nýverið bréf inn um lúguna sem setti líf hennar allt úr skorðum. Bréfið var frá Tryggingastofnun og gerir henni grein fyrir því að nú þurfi hún að lifa af 53.354 krónum á mánuði. Það er vegna þess að hún var vistuð á Vífilstaðaspítala vegna veikinda og í það langan tíma að lífeyrisgreiðslur falla niður. Áður en Guðrún var lögð inn á spítala var hún með 176.884 kr. á mánuði í ellilífeyristekjur. Greiddir eru vasapeningar þegar lífeyrisgreiðslur falla niður vegna vistunar. Að hámarki eru vasapeningar 53.354 krónur á mánuði. Vasapeningarnir eru svo lágir að þeir duga ekki til einföldustu framfærslu. „Ég er búin, ég get þetta ekki. Ég gæti ekki einu sinni flutt ef ég kæmist inn á stofnun því ég hefði ekki ráð á að flytja stólana með mér. Á meðan ég er ekki með pláss þá þarf ég hins vegar að halda þessari íbúð, þarf að borga hita og rafmagn og standa í skilum. Ég get það ekki lengur.“ Guðrún titlar sig sem húsmóður, launþega, framkvæmdastjóra, öryrkja og ellilífeyrisþega. Hún hefur á ævi sinni háð nokkra harða bardaga og er eiginlegt að sækja sinn rétt. Hún ákvað að halda blaðamannafund og greindi opinberlega frá slæmri stöðu sinni í von um breytingar. „Ég er á spítala í október og er kippt án þess að vera spurð á Vífilstaði. Það átti að keyra mig í sjúkrabíl en ég neitaði. Ég er búin að vera þar í fimm mánuði.“ Guðrún varð öryrki árið 1987 eftir fjölda uppskurða og getur ekki gengið nema að nota til þess sérsmíðaða skó sem styðja við ökklann. Nýverið ætlaði hún að kaupa sér slíka skó og sækja um hjólastól til að geta hreyft sig en fékk synjun. „Ég fæ ekki hjólastól af því að stofnunin sem ég er á bið eftir að komast á, er skylt að sjá fyrir því. Ég fæ heldur ekki stuðningsskó af því ég er að fara á stofnun. Þetta gengur ekki, á ég að ganga eða á ég bara að vera uppi í rúmi þangað til ég kemst á hjúkrunarheimili?“ Hún vonast til þess að fá framlengingu á réttindum sínum en til þess er heimild í lögum til þriggja mánaða, þess utan trúir hún að upphæð vasapeninga sé ósvinna. Hvort sem fólk dvelur á hjúkrunarheimili eða býr í eigin húsnæði. „Þetta dugar ekki fyrir brýnustu nauðsynjum.“
Mest lesið Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Innlent „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Innlent Fleiri fréttir Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Sjá meira