Sett nauðug á vasapeninga Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 24. mars 2015 07:00 Guðrún Einarsdóttir hefur háð margar baráttur í sínu lífi, flestar fyrir heilsunni. Hún segir baráttuna við kerfið ómanneskjulega og ómögulega og gefst upp. Vísir/Ernir Guðrún Einarsdóttir er 82 ára öryrki. Hún er á bið eftir hjúkrunarheimili og mun þurfa að lifa af rúmlega 50 þúsund krónum á mánuði. Sú fjárhæð dugar ekki fyrir brýnum nauðsynjum. Guðrún býr í notalegri en lítilli íbúð í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún er 82 ára gömul, öryrki til margra ára og hefur beðið í fimm mánuði eftir plássi á hjúkrunarheimili. Hún fékk nýverið bréf inn um lúguna sem setti líf hennar allt úr skorðum. Bréfið var frá Tryggingastofnun og gerir henni grein fyrir því að nú þurfi hún að lifa af 53.354 krónum á mánuði. Það er vegna þess að hún var vistuð á Vífilstaðaspítala vegna veikinda og í það langan tíma að lífeyrisgreiðslur falla niður. Áður en Guðrún var lögð inn á spítala var hún með 176.884 kr. á mánuði í ellilífeyristekjur. Greiddir eru vasapeningar þegar lífeyrisgreiðslur falla niður vegna vistunar. Að hámarki eru vasapeningar 53.354 krónur á mánuði. Vasapeningarnir eru svo lágir að þeir duga ekki til einföldustu framfærslu. „Ég er búin, ég get þetta ekki. Ég gæti ekki einu sinni flutt ef ég kæmist inn á stofnun því ég hefði ekki ráð á að flytja stólana með mér. Á meðan ég er ekki með pláss þá þarf ég hins vegar að halda þessari íbúð, þarf að borga hita og rafmagn og standa í skilum. Ég get það ekki lengur.“ Guðrún titlar sig sem húsmóður, launþega, framkvæmdastjóra, öryrkja og ellilífeyrisþega. Hún hefur á ævi sinni háð nokkra harða bardaga og er eiginlegt að sækja sinn rétt. Hún ákvað að halda blaðamannafund og greindi opinberlega frá slæmri stöðu sinni í von um breytingar. „Ég er á spítala í október og er kippt án þess að vera spurð á Vífilstaði. Það átti að keyra mig í sjúkrabíl en ég neitaði. Ég er búin að vera þar í fimm mánuði.“ Guðrún varð öryrki árið 1987 eftir fjölda uppskurða og getur ekki gengið nema að nota til þess sérsmíðaða skó sem styðja við ökklann. Nýverið ætlaði hún að kaupa sér slíka skó og sækja um hjólastól til að geta hreyft sig en fékk synjun. „Ég fæ ekki hjólastól af því að stofnunin sem ég er á bið eftir að komast á, er skylt að sjá fyrir því. Ég fæ heldur ekki stuðningsskó af því ég er að fara á stofnun. Þetta gengur ekki, á ég að ganga eða á ég bara að vera uppi í rúmi þangað til ég kemst á hjúkrunarheimili?“ Hún vonast til þess að fá framlengingu á réttindum sínum en til þess er heimild í lögum til þriggja mánaða, þess utan trúir hún að upphæð vasapeninga sé ósvinna. Hvort sem fólk dvelur á hjúkrunarheimili eða býr í eigin húsnæði. „Þetta dugar ekki fyrir brýnustu nauðsynjum.“ Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Sjá meira
Guðrún Einarsdóttir er 82 ára öryrki. Hún er á bið eftir hjúkrunarheimili og mun þurfa að lifa af rúmlega 50 þúsund krónum á mánuði. Sú fjárhæð dugar ekki fyrir brýnum nauðsynjum. Guðrún býr í notalegri en lítilli íbúð í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún er 82 ára gömul, öryrki til margra ára og hefur beðið í fimm mánuði eftir plássi á hjúkrunarheimili. Hún fékk nýverið bréf inn um lúguna sem setti líf hennar allt úr skorðum. Bréfið var frá Tryggingastofnun og gerir henni grein fyrir því að nú þurfi hún að lifa af 53.354 krónum á mánuði. Það er vegna þess að hún var vistuð á Vífilstaðaspítala vegna veikinda og í það langan tíma að lífeyrisgreiðslur falla niður. Áður en Guðrún var lögð inn á spítala var hún með 176.884 kr. á mánuði í ellilífeyristekjur. Greiddir eru vasapeningar þegar lífeyrisgreiðslur falla niður vegna vistunar. Að hámarki eru vasapeningar 53.354 krónur á mánuði. Vasapeningarnir eru svo lágir að þeir duga ekki til einföldustu framfærslu. „Ég er búin, ég get þetta ekki. Ég gæti ekki einu sinni flutt ef ég kæmist inn á stofnun því ég hefði ekki ráð á að flytja stólana með mér. Á meðan ég er ekki með pláss þá þarf ég hins vegar að halda þessari íbúð, þarf að borga hita og rafmagn og standa í skilum. Ég get það ekki lengur.“ Guðrún titlar sig sem húsmóður, launþega, framkvæmdastjóra, öryrkja og ellilífeyrisþega. Hún hefur á ævi sinni háð nokkra harða bardaga og er eiginlegt að sækja sinn rétt. Hún ákvað að halda blaðamannafund og greindi opinberlega frá slæmri stöðu sinni í von um breytingar. „Ég er á spítala í október og er kippt án þess að vera spurð á Vífilstaði. Það átti að keyra mig í sjúkrabíl en ég neitaði. Ég er búin að vera þar í fimm mánuði.“ Guðrún varð öryrki árið 1987 eftir fjölda uppskurða og getur ekki gengið nema að nota til þess sérsmíðaða skó sem styðja við ökklann. Nýverið ætlaði hún að kaupa sér slíka skó og sækja um hjólastól til að geta hreyft sig en fékk synjun. „Ég fæ ekki hjólastól af því að stofnunin sem ég er á bið eftir að komast á, er skylt að sjá fyrir því. Ég fæ heldur ekki stuðningsskó af því ég er að fara á stofnun. Þetta gengur ekki, á ég að ganga eða á ég bara að vera uppi í rúmi þangað til ég kemst á hjúkrunarheimili?“ Hún vonast til þess að fá framlengingu á réttindum sínum en til þess er heimild í lögum til þriggja mánaða, þess utan trúir hún að upphæð vasapeninga sé ósvinna. Hvort sem fólk dvelur á hjúkrunarheimili eða býr í eigin húsnæði. „Þetta dugar ekki fyrir brýnustu nauðsynjum.“
Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Sjá meira