Fortíðin og fjölskylduharmur Sigríður Jónsdóttir skrifar 25. mars 2015 11:30 Er ekki nóg að elska? Kristbjörg Kjeld, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir í hlutverkum sínum. Er ekki nóg að elska? Höfundur: Birgir Sigurðsson Leikarar:Unnur Ösp Stefánsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Guðjón Davíð Karlsson, Kristbjörg Kjeld og Katla Margrét Þorgeirsdóttir Leikstjórn: Hilmir Snær Guðnason Leikmynd: Vytautas Narbutas Búningar:Stefanía Adolfsdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist:Björn Jörundur Friðbjörnsson Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir Eftir áratugarbið er komið nýtt leikverk eftir Birgi Sigurðsson, en Er ekki nóg að elska? var frumsýnt í Borgarleikhúsinu síðastliðna helgi. Uppgjör valdamikillar fjölskyldu við fortíðina er kjarni verksins sem gerist stuttu eftir að Ingvar, höfuð fjölskyldunnar, er látinn en hans hinsta ósk á eftir að valda gífurlegu uppnámi meðal hans nánustu. Birgir snýr aftur á kunnuglegar slóðir þar sem fjölskyldubrestir eru í fyrirrúmi og grafin leyndarmál eru afhjúpuð. En önnur vandamál koma fljótt í ljós. Á vefsíðu Borgarleikhússins er skrifað að verkið sé nútímaverk en frásagnarstíllinn, bæði í orðfæri og framvindu, er satt best að segja frekar gamaldags og helst til of hátíðlegur. Innri átök fjölskyldunnar eftir dauða Ingvars hafa lítið nýtt fram að færa hvað varðar inntak og úrvinnslu. Verkið byggist að miklu leyti á frásögnum af liðnum atburðum og lítil dínamík er á milli fortíðar, nútíðar og framtíðar. Þessi framsetning verður til þess að verkið og atburðarásin er frekar fyrirsjáanleg en ekki ögrandi eða átakamikil. Tímarammi sýningarinnar er líka undarlegur og óþægilega óljós þar sem verkið virðist vera staðsett í fortíðinni en síðan er farið lengra aftur í tímann til að rifja upp gamlar minningar. Slíkt tímaflakk þjónar ekki leikritinu né sviðsetningunni á neinn áberandi hátt. Unnur Ösp hefur verið gríðarlega góð á þessu leikári og heldur hún sínu striki í þessari sýningu. Sársauki Írisar, tökubarns fjölskyldunnar, er næstum því áþreifanlegur og nær Unnur Ösp að skapa persónu sem er bæði berskjölduð og hörð í horn að taka þar sem kaldhæðnin er hennar helsta vopn. Einnig er Guðjón góður í hlutverki Skúla, einkasonarins, sem er tilbúinn til að taka yfir stöðu föður síns í samfélaginu, en hann finnur tilfinningaróti karaktersins góðan farveg og gleymir ekki hinu broslega. Katrín, leikin af Kristbjörgu Kjeld, var hægri hönd Ingvars bæði í einkalífinu og pólitísku baráttunni og henni fylgir þögul ógn, vald sem þarf ekki að tjá. En hægt og rólega byrjar þessi kjarnakona að missa tökin. Leikur hennar er því miður ekki nægilega sterkur að þessu sinni því kraftinn vantar, þrátt fyrir glæsilega sviðsframkomu. Sveinn Ólafur og Katla Margrét sitja uppi með frekar óspennandi persónur, fjölskylduprestinn Lárus og laundótturina Huldu, en sinna sínu hlutverki ágætlega þrátt fyrir að vera örlítið litlaus. Sviðinu er skipt í tvennt þannig að á sviðinu birtist hið svarthvíta hof Ingvars og Katrínar en fyrir framan er látlaust heimili Huldu. Fyrir miðju er líkkista Ingvars staðsett, stöðug áminning um hans varandi vald, og gluggarnir huldir með svörtum siffongluggatjöldum. Hönnun Vytautas er, eins og oft áður, frumleg og áhugaverð en rímar ekki nægilega vel við verkið. Heimili hjónanna er örlítið á skjön og daðrar við súrrealismann, s.s. hvítt leðursófasett sem búið er að saga neðan af, en gengur ekki nægilega langt. Tónlistin er samin af Birni Jörundi Friðbjörnssyni en hún var svo lágstemmd að tónbútarnir fóru eiginlega fram hjá manni. Stefanía Adolfsdóttir sér um búningana og tekst nokkuð vel upp, sérstaklega í búningum kvenpersónanna, en sem áður er tímarammi sýningarinnar mjög óljós sem heftir dýpt hennar vinnu. Hilmir Snær tekur verkið ekki nægilega sterkum tökum sem verður til þess að útfærslan byggist á útþynntum lausnum frekar en skýrri afstöðu til textans. Borgarleikhúsið á heiður skilið fyrir að taka áhættu með nýjum íslenskum verkum, Er ekki nóg að elska? er hið þriðja á þessu leikári, en því miður hafa þau ekki verið eftirminnileg hingað til. Þrátt fyrir að hafa verið gífurlega ólík hefur þau skort mátt og sérstöðu. Ágætir tilburðir leikhópsins, þá sérstaklega hjá Unni Ösp og Guðjóni, ná ekki að gefa Er ekki nóg að elska? dramatískan styrk, en verkið byggist helst upp á óvæntum uppljóstrunum sem verða helst til of melódramatískar þegar líða tekur á sýninguna.Niðurstaða: Ágætur leikur nægir ekki til að kveikja neistann í þessu orkulausa fjölskyldumelódrama. Gagnrýni Menning Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Er ekki nóg að elska? Höfundur: Birgir Sigurðsson Leikarar:Unnur Ösp Stefánsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Guðjón Davíð Karlsson, Kristbjörg Kjeld og Katla Margrét Þorgeirsdóttir Leikstjórn: Hilmir Snær Guðnason Leikmynd: Vytautas Narbutas Búningar:Stefanía Adolfsdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist:Björn Jörundur Friðbjörnsson Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir Eftir áratugarbið er komið nýtt leikverk eftir Birgi Sigurðsson, en Er ekki nóg að elska? var frumsýnt í Borgarleikhúsinu síðastliðna helgi. Uppgjör valdamikillar fjölskyldu við fortíðina er kjarni verksins sem gerist stuttu eftir að Ingvar, höfuð fjölskyldunnar, er látinn en hans hinsta ósk á eftir að valda gífurlegu uppnámi meðal hans nánustu. Birgir snýr aftur á kunnuglegar slóðir þar sem fjölskyldubrestir eru í fyrirrúmi og grafin leyndarmál eru afhjúpuð. En önnur vandamál koma fljótt í ljós. Á vefsíðu Borgarleikhússins er skrifað að verkið sé nútímaverk en frásagnarstíllinn, bæði í orðfæri og framvindu, er satt best að segja frekar gamaldags og helst til of hátíðlegur. Innri átök fjölskyldunnar eftir dauða Ingvars hafa lítið nýtt fram að færa hvað varðar inntak og úrvinnslu. Verkið byggist að miklu leyti á frásögnum af liðnum atburðum og lítil dínamík er á milli fortíðar, nútíðar og framtíðar. Þessi framsetning verður til þess að verkið og atburðarásin er frekar fyrirsjáanleg en ekki ögrandi eða átakamikil. Tímarammi sýningarinnar er líka undarlegur og óþægilega óljós þar sem verkið virðist vera staðsett í fortíðinni en síðan er farið lengra aftur í tímann til að rifja upp gamlar minningar. Slíkt tímaflakk þjónar ekki leikritinu né sviðsetningunni á neinn áberandi hátt. Unnur Ösp hefur verið gríðarlega góð á þessu leikári og heldur hún sínu striki í þessari sýningu. Sársauki Írisar, tökubarns fjölskyldunnar, er næstum því áþreifanlegur og nær Unnur Ösp að skapa persónu sem er bæði berskjölduð og hörð í horn að taka þar sem kaldhæðnin er hennar helsta vopn. Einnig er Guðjón góður í hlutverki Skúla, einkasonarins, sem er tilbúinn til að taka yfir stöðu föður síns í samfélaginu, en hann finnur tilfinningaróti karaktersins góðan farveg og gleymir ekki hinu broslega. Katrín, leikin af Kristbjörgu Kjeld, var hægri hönd Ingvars bæði í einkalífinu og pólitísku baráttunni og henni fylgir þögul ógn, vald sem þarf ekki að tjá. En hægt og rólega byrjar þessi kjarnakona að missa tökin. Leikur hennar er því miður ekki nægilega sterkur að þessu sinni því kraftinn vantar, þrátt fyrir glæsilega sviðsframkomu. Sveinn Ólafur og Katla Margrét sitja uppi með frekar óspennandi persónur, fjölskylduprestinn Lárus og laundótturina Huldu, en sinna sínu hlutverki ágætlega þrátt fyrir að vera örlítið litlaus. Sviðinu er skipt í tvennt þannig að á sviðinu birtist hið svarthvíta hof Ingvars og Katrínar en fyrir framan er látlaust heimili Huldu. Fyrir miðju er líkkista Ingvars staðsett, stöðug áminning um hans varandi vald, og gluggarnir huldir með svörtum siffongluggatjöldum. Hönnun Vytautas er, eins og oft áður, frumleg og áhugaverð en rímar ekki nægilega vel við verkið. Heimili hjónanna er örlítið á skjön og daðrar við súrrealismann, s.s. hvítt leðursófasett sem búið er að saga neðan af, en gengur ekki nægilega langt. Tónlistin er samin af Birni Jörundi Friðbjörnssyni en hún var svo lágstemmd að tónbútarnir fóru eiginlega fram hjá manni. Stefanía Adolfsdóttir sér um búningana og tekst nokkuð vel upp, sérstaklega í búningum kvenpersónanna, en sem áður er tímarammi sýningarinnar mjög óljós sem heftir dýpt hennar vinnu. Hilmir Snær tekur verkið ekki nægilega sterkum tökum sem verður til þess að útfærslan byggist á útþynntum lausnum frekar en skýrri afstöðu til textans. Borgarleikhúsið á heiður skilið fyrir að taka áhættu með nýjum íslenskum verkum, Er ekki nóg að elska? er hið þriðja á þessu leikári, en því miður hafa þau ekki verið eftirminnileg hingað til. Þrátt fyrir að hafa verið gífurlega ólík hefur þau skort mátt og sérstöðu. Ágætir tilburðir leikhópsins, þá sérstaklega hjá Unni Ösp og Guðjóni, ná ekki að gefa Er ekki nóg að elska? dramatískan styrk, en verkið byggist helst upp á óvæntum uppljóstrunum sem verða helst til of melódramatískar þegar líða tekur á sýninguna.Niðurstaða: Ágætur leikur nægir ekki til að kveikja neistann í þessu orkulausa fjölskyldumelódrama.
Gagnrýni Menning Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira