Innlent

Guðrún fær framlengingu

Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar
Guðrún Einarsdóttir
Guðrún Einarsdóttir Vísir/Ernir
Guðrún Einarsdóttir ellilífeyrisþegi, sem bíður eftir því að fara á hjúkrunarheimili, hefur fengið framlengingu á lífeyrisgreiðslum til þriggja mánaða.

Guðrún hafði fengið bréf frá Tryggingastofnun um að lífeyrisgreiðslur hennar myndu falla niður vegna dvalar hennar á Vífilstaðaspítala.

Í stað lífeyrisgreiðslna átti hún að fá vasapeninga að upphæð 53.354 krónur á mánuði.

Ef sérstaklega stendur á er heimilt að framlengja greiðslur um þrjá mánuði þrátt fyrir sjúkrahúsvist eða búsetu á öldrunarstofnun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×