Erlent

Sigur á Boko Haram

Forsetinn og mótherjinn Goodluck Jonathan og Muhammadu Buhari.Fréttablaðið/EPA
Forsetinn og mótherjinn Goodluck Jonathan og Muhammadu Buhari.Fréttablaðið/EPA
NígeríaStjórnvöld í Nígeríu stæra sig af því að hafa unnið stórsigur á Boko Haram, daginn áður en forsetakosningar verða í landinu. Goodluck Jonathan forseti hafði ætlað sér að flýta kosningunum, en ákvað að halda sig við þessa dagsetningu vegna voðaverka Boko Haram í landinu. Á fimmtudaginn kynntu Jonathan og helsti mótherji hans, Muhammadu Buhari, friðarsamkomulag sem felur í sér að báðir lofa að virða niðurstöður kosninganna.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×