Tugir létu lífið í flóttamannabúðum Guðsteinn Bjarnason og Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifa 31. mars 2015 08:15 Íbúar höfuðborgarinnar Sana efndu til mótmæla í gær gegn loftárásum Sádi-Araba. fréttablaðið/EPA Að minnsta kosti 45 almennir borgarar fórust í flóttamannabúðum Sameinuðu þjóðanna í Jemen í gær þegar loftárás var gerð á búðirnar. Tugir til viðbótar særðust, þar af 25 alvarlega. Sádi-Arabía hefur haft forystu um loftárásir á svæði, sem uppreisnarmenn húta hafa haft á valdi sínu. Fleiri nágrannaríki hafa tekið þátt í loftárásunum, sem gerðar hafa verið daglega síðan á fimmtudag. Óttast er að loftárásirnar geti jafnvel orðið upphafið að styrjöld milli Sádi-Arabíu og Írans, þar sem Íranar hafa veitt uppreisnarhópi húta stuðning gegn stjórninni í Sana. Hútar hafa einnig haft stuðning frá hermönnum hliðhollum Ali Abdúllah Saleh, fyrrverandi forseta landsins, en hann hrökklaðist frá völdum árið 2012 eftir hatrömm mótmæli. Hann hefur kallað eftir vopnahléi á milli stríðandi fylkinga. Átök hafa stigmagnast á svæðinu síðustu daga og svo virðist sem hútar sæki fast í átt að landamærum Sádi-Arabíu. Hart var barist í og við hafnarborgina Aden í Jemen í fyrradag og í fyrrinótt þar sem uppreisnarsveitir húta reyndu að ráðast inn í borgina norðanverða. Al Mazrak-flóttamannabúðirnar eru í Hajja-héraði. Þær hafa síðan árið 2009 hýst Jemena á flótta vegna átaka á milli húta og stjórnarinnar í Sana. Fjöldi manna hefur hrakist á vergang vegna árásanna og að sögn Paolo Marco, talsmanns samtakanna Lækna án landamæra sem hafa séð þar um heilbrigðisþjónustu, bættust um fimm hundruð fjölskyldur í hóp flóttamanna síðustu tvo daga. „Fólkið í Al Mazraq-flóttamannabúðunum hefur búið við skelfilegar aðstæður síðan 2009 og nú þarf það að þola afleiðingar loftárásar,“ sagði Paolo í viðtali við Aljazeera-fréttastöðina. Myndskeið hafa sést af vettvangi og sýna þau lík barna og kvenna. Óttast er að straumur flóttamanna muni áfram aukast haldi loftárásirnar áfram. Erlendir ríkisborgarar flýja Jemen, þúsundir Pakistana og Indverja voru fluttar til síns heima í gær og á þriðja hundrað starfsmanna Sameinuðu þjóðanna og sendiráða voru flutt úr landi á laugardaginn var. Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Sjá meira
Að minnsta kosti 45 almennir borgarar fórust í flóttamannabúðum Sameinuðu þjóðanna í Jemen í gær þegar loftárás var gerð á búðirnar. Tugir til viðbótar særðust, þar af 25 alvarlega. Sádi-Arabía hefur haft forystu um loftárásir á svæði, sem uppreisnarmenn húta hafa haft á valdi sínu. Fleiri nágrannaríki hafa tekið þátt í loftárásunum, sem gerðar hafa verið daglega síðan á fimmtudag. Óttast er að loftárásirnar geti jafnvel orðið upphafið að styrjöld milli Sádi-Arabíu og Írans, þar sem Íranar hafa veitt uppreisnarhópi húta stuðning gegn stjórninni í Sana. Hútar hafa einnig haft stuðning frá hermönnum hliðhollum Ali Abdúllah Saleh, fyrrverandi forseta landsins, en hann hrökklaðist frá völdum árið 2012 eftir hatrömm mótmæli. Hann hefur kallað eftir vopnahléi á milli stríðandi fylkinga. Átök hafa stigmagnast á svæðinu síðustu daga og svo virðist sem hútar sæki fast í átt að landamærum Sádi-Arabíu. Hart var barist í og við hafnarborgina Aden í Jemen í fyrradag og í fyrrinótt þar sem uppreisnarsveitir húta reyndu að ráðast inn í borgina norðanverða. Al Mazrak-flóttamannabúðirnar eru í Hajja-héraði. Þær hafa síðan árið 2009 hýst Jemena á flótta vegna átaka á milli húta og stjórnarinnar í Sana. Fjöldi manna hefur hrakist á vergang vegna árásanna og að sögn Paolo Marco, talsmanns samtakanna Lækna án landamæra sem hafa séð þar um heilbrigðisþjónustu, bættust um fimm hundruð fjölskyldur í hóp flóttamanna síðustu tvo daga. „Fólkið í Al Mazraq-flóttamannabúðunum hefur búið við skelfilegar aðstæður síðan 2009 og nú þarf það að þola afleiðingar loftárásar,“ sagði Paolo í viðtali við Aljazeera-fréttastöðina. Myndskeið hafa sést af vettvangi og sýna þau lík barna og kvenna. Óttast er að straumur flóttamanna muni áfram aukast haldi loftárásirnar áfram. Erlendir ríkisborgarar flýja Jemen, þúsundir Pakistana og Indverja voru fluttar til síns heima í gær og á þriðja hundrað starfsmanna Sameinuðu þjóðanna og sendiráða voru flutt úr landi á laugardaginn var.
Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Sjá meira