Aðförin að námsmönnum Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar 31. mars 2015 07:00 Síðasta vetur tók meirihlutinn í stjórn LÍN ákvörðun þess efnis að skera niður framfærslu námsmanna erlendis. Sú skerðing náði hátt upp í 10% á sumum svæðum. Þessi lækkun átti sér stað án nokkurra útreikninga henni til stuðnings. Fjölmargir námsmenn erlendis voru ósáttir við þennan niðurskurð og kröfðust svara en engin almennileg svör komu frá stjórn LÍN. Þetta var allt saman fyrirfram ákveðið af stjórnvöldum. Það átti að lækka útgjöldin, eins og þeir kalla framfærsluna til þeirra sem eru að reyna mennta sig, ég vil nú meina að menntun sé hluti af almennum mannréttindum, en það er eflaust eitthvað sem stjórnvöld átta sig ekki á. Meirihluti stjórnar LÍN er skipaður af stjórnvöldum. Stjórnarformaðurinn, Jónas Fr. Jónsson, sem var áður forstjóri FME, sagði meira að segja beint við fjölmiðla þann 27. maí 2014 að það yrði skorið meira niður hjá námsmönnum erlendis. Og það var gert. Í ár er skorið niður um allt að 10%, svo má að öllum líkindum vænta enn meiri niðurskurðar á næsta ári. Það var búinn til einhvers konar sýndarleikur þar sem ráðgjafarfyrirtæki, sem áður hefur unnið fyrir stjórnvöld, komst að því að það væri ákveðin skekkja sem þyrfti að laga varðandi grunnframfærslu námsmanna. Það var tekið saman og meirihluti stjórnar LÍN tók ákvörðun um að skera niður út frá þessum nýju tölum. Einmitt. Það var búið að taka þessa ákvörðun fyrir löngu. En það sem meirihluti stjórnar LÍN ákvað hins vegar ekki að gera var að laga þá skekkju sem snýr að skólagjöldum til námsmanna erlendis. En hún er að sjálfsögðu óhagstæð útreikningum stjórnvalda og hefur ekki hækkað í mörg ár og duga skólagjaldalánin frá LÍN oft einungis fyrir örlitlum hluta skólagjaldanna. Stjórn SÍNE bað félagsmenn um að taka þátt í könnun á síðasta ári þar sem þeim spurningum var varpað fram, annars vegar hvort framfærsla LÍN væri að duga námsmönnum erlendis til að framfleyta sér og hins vegar hvort skólagjaldalán LÍN væru nægjanlega há til að námsmenn gætu lokið gráðu við háskóla erlendis þar sem skólagjalda væri krafist. Var niðurstaðan sú að meirihluti námsmanna erlendis taldi að hvorki grunnframfærslan né skólagjaldalánin dygðu fyrir útgjöldunum. En samt vill LÍN skera niður.Námsmenn taki höndum saman Það er mín skoðun að íslenskir námsmenn eigi alveg jafn mikið tilkall til þess að sækja sér menntun utan landsteinanna og hér heima. Þá sérstaklega í ljósi þess að Ísland er lítið eyland í Norður-Atlantshafi og það er nauðsynlegt fyrir fámenna þjóð að auka menntunarstig sitt og víðsýni með því að styðja við bakið á þeim sem hyggjast nema erlendis. Því flestir þeirra sem fara í nám til útlanda skila sér heim og það þarf engar sérstakar hótanir frá stjórnvöldum líkt og þingmaður Framsóknarflokksins, Vigdís Hauksdóttir, var með á sínum tíma þess efnis að leggja álag á íslenska námsmenn sem ílengdust erlendis til þess að fólk skili sér heim. Nú hef ég fylgst agndofa með stjórnvöldum taka ákvarðanir sem fær mig til þess að spyrja margra spurninga um hvert við stefnum sem þjóð. Viljum við búa í landi þar sem heilbrigðis- og menntakerfi er ekki í lagi? Viljum við í alvöru ekki styðja hvert annað við að búa til betra samfélag? Miðað við ákvarðanir stjórnvalda og hvernig komið er fyrir almennum mannréttindum á Íslandi er snerta menntunar- og heilbrigðismál þá set ég stórt spurningarmerki við þá fullyrðingu að það sé gott að vera Íslendingur. Legg ég til að námsmenn erlendis taki höndum saman og leiti réttar síns í þessu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Skoðun Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Síðasta vetur tók meirihlutinn í stjórn LÍN ákvörðun þess efnis að skera niður framfærslu námsmanna erlendis. Sú skerðing náði hátt upp í 10% á sumum svæðum. Þessi lækkun átti sér stað án nokkurra útreikninga henni til stuðnings. Fjölmargir námsmenn erlendis voru ósáttir við þennan niðurskurð og kröfðust svara en engin almennileg svör komu frá stjórn LÍN. Þetta var allt saman fyrirfram ákveðið af stjórnvöldum. Það átti að lækka útgjöldin, eins og þeir kalla framfærsluna til þeirra sem eru að reyna mennta sig, ég vil nú meina að menntun sé hluti af almennum mannréttindum, en það er eflaust eitthvað sem stjórnvöld átta sig ekki á. Meirihluti stjórnar LÍN er skipaður af stjórnvöldum. Stjórnarformaðurinn, Jónas Fr. Jónsson, sem var áður forstjóri FME, sagði meira að segja beint við fjölmiðla þann 27. maí 2014 að það yrði skorið meira niður hjá námsmönnum erlendis. Og það var gert. Í ár er skorið niður um allt að 10%, svo má að öllum líkindum vænta enn meiri niðurskurðar á næsta ári. Það var búinn til einhvers konar sýndarleikur þar sem ráðgjafarfyrirtæki, sem áður hefur unnið fyrir stjórnvöld, komst að því að það væri ákveðin skekkja sem þyrfti að laga varðandi grunnframfærslu námsmanna. Það var tekið saman og meirihluti stjórnar LÍN tók ákvörðun um að skera niður út frá þessum nýju tölum. Einmitt. Það var búið að taka þessa ákvörðun fyrir löngu. En það sem meirihluti stjórnar LÍN ákvað hins vegar ekki að gera var að laga þá skekkju sem snýr að skólagjöldum til námsmanna erlendis. En hún er að sjálfsögðu óhagstæð útreikningum stjórnvalda og hefur ekki hækkað í mörg ár og duga skólagjaldalánin frá LÍN oft einungis fyrir örlitlum hluta skólagjaldanna. Stjórn SÍNE bað félagsmenn um að taka þátt í könnun á síðasta ári þar sem þeim spurningum var varpað fram, annars vegar hvort framfærsla LÍN væri að duga námsmönnum erlendis til að framfleyta sér og hins vegar hvort skólagjaldalán LÍN væru nægjanlega há til að námsmenn gætu lokið gráðu við háskóla erlendis þar sem skólagjalda væri krafist. Var niðurstaðan sú að meirihluti námsmanna erlendis taldi að hvorki grunnframfærslan né skólagjaldalánin dygðu fyrir útgjöldunum. En samt vill LÍN skera niður.Námsmenn taki höndum saman Það er mín skoðun að íslenskir námsmenn eigi alveg jafn mikið tilkall til þess að sækja sér menntun utan landsteinanna og hér heima. Þá sérstaklega í ljósi þess að Ísland er lítið eyland í Norður-Atlantshafi og það er nauðsynlegt fyrir fámenna þjóð að auka menntunarstig sitt og víðsýni með því að styðja við bakið á þeim sem hyggjast nema erlendis. Því flestir þeirra sem fara í nám til útlanda skila sér heim og það þarf engar sérstakar hótanir frá stjórnvöldum líkt og þingmaður Framsóknarflokksins, Vigdís Hauksdóttir, var með á sínum tíma þess efnis að leggja álag á íslenska námsmenn sem ílengdust erlendis til þess að fólk skili sér heim. Nú hef ég fylgst agndofa með stjórnvöldum taka ákvarðanir sem fær mig til þess að spyrja margra spurninga um hvert við stefnum sem þjóð. Viljum við búa í landi þar sem heilbrigðis- og menntakerfi er ekki í lagi? Viljum við í alvöru ekki styðja hvert annað við að búa til betra samfélag? Miðað við ákvarðanir stjórnvalda og hvernig komið er fyrir almennum mannréttindum á Íslandi er snerta menntunar- og heilbrigðismál þá set ég stórt spurningarmerki við þá fullyrðingu að það sé gott að vera Íslendingur. Legg ég til að námsmenn erlendis taki höndum saman og leiti réttar síns í þessu máli.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun