Hefur enga trú á lærisveinum Dags á HM Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. janúar 2015 21:45 Dagur Sigurðsson vill án efa þagga niður í Daniel Stephan. vísir/getty Daniel Stephan, fyrrverandi leikmaður TBV Lemgo og þýska landsliðsins í handbolta, er spenntur fyrir HM í Katar sem hefst eftir viku. Stephan, sem er 41 árs gamall í dag, náði Ólympíusilfri með Þýskalandi í Aþenu árið 2004, bronsi á EM 1998 og var í Evrópumeistaraliði Þjóðverja í Slóveníu fyrir ellefu árum. Hann var kjörinn besti leikmaður mótsins 1998 og 2004 og var kjörinn besti leikmaður heims af Alþjóðahandknattleikssambandinu árið 1998.Sjá einnig:Dagur í viðtali við Gaupa Stephan tókst þó - ótrúlegt en satt - aldrei að spila leik á HM þrátt fyrir langan og farsælan feri. Hann var meiddur á meðan HM stóð yfir 1999, 2001, 2003 og 2005 og hann sagði svo skilið við landsliðið árið 2006, ári síður en það varð heimsmeistari á heimavelli.Daniel Stephan á ÓL 2004.vísir/getty„Þetta verður það heimsmeistaramót þar sem styst verður á milli hótela, leikvalla og æfingahalla sem er frábært fyrir leikmennina,“ segir Stephan, sem nú starfar sem sérfræðingur Sport 1 í Þýskalandi, í viðtali á heimasíðu heimsmeistarakeppninnar. „Ég er viss um að Katar nær að sýna metnað sinn í íþróttamálum með því að búa til frábæra keppni.“ Aðspurður hvaða lið hann telji að geti orðið heimsmeistari nefnir hann fjórar þjóðir sem eru vel kunnugar verðlaunasætum. „Þessi sem eru alltaf þarna; Frakkland, Danmörk, Spánn og Króatía. Þau eru líklegust til að vinna til verðlauna, en ég tel að allt að sjö lið geti orðið heimsmeistari. Ég býst við mjög spennandi móti,“ segir Stephan sem er fljótur til svars aðspurður hvort hans menn í Þýskalandi séu einir af þessum sjö. „Alls ekki! Þýskaland getur unnið sum stórlið, en þeir eiga bara að vera auðmjúkir og taka mið af úrslitum undanfarinna ára. Með þessu „wildcard“-sæti fékk liðið ótrúlegt tækifæri til að sýna sig á stóra sviðinu.“ „Nýi þjálfarinn, Dagur Sigurðsson, treystir á gæðin í liðinu og hann hefur byrjað vel. Hann gæti aukið sjálfstraustið í liðinu. Það verður að vera markmið Þýskaland að smám saman minnka bilið á milli sín og bestu liðanna þannig það eigi möguleika að gera eitthvað í framtíðinni. Í Doha býst ég þó ekki við Þjóðverjum á toppnum,“ segir Daniel Stephan. HM 2015 í Katar Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Fleiri fréttir Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjá meira
Daniel Stephan, fyrrverandi leikmaður TBV Lemgo og þýska landsliðsins í handbolta, er spenntur fyrir HM í Katar sem hefst eftir viku. Stephan, sem er 41 árs gamall í dag, náði Ólympíusilfri með Þýskalandi í Aþenu árið 2004, bronsi á EM 1998 og var í Evrópumeistaraliði Þjóðverja í Slóveníu fyrir ellefu árum. Hann var kjörinn besti leikmaður mótsins 1998 og 2004 og var kjörinn besti leikmaður heims af Alþjóðahandknattleikssambandinu árið 1998.Sjá einnig:Dagur í viðtali við Gaupa Stephan tókst þó - ótrúlegt en satt - aldrei að spila leik á HM þrátt fyrir langan og farsælan feri. Hann var meiddur á meðan HM stóð yfir 1999, 2001, 2003 og 2005 og hann sagði svo skilið við landsliðið árið 2006, ári síður en það varð heimsmeistari á heimavelli.Daniel Stephan á ÓL 2004.vísir/getty„Þetta verður það heimsmeistaramót þar sem styst verður á milli hótela, leikvalla og æfingahalla sem er frábært fyrir leikmennina,“ segir Stephan, sem nú starfar sem sérfræðingur Sport 1 í Þýskalandi, í viðtali á heimasíðu heimsmeistarakeppninnar. „Ég er viss um að Katar nær að sýna metnað sinn í íþróttamálum með því að búa til frábæra keppni.“ Aðspurður hvaða lið hann telji að geti orðið heimsmeistari nefnir hann fjórar þjóðir sem eru vel kunnugar verðlaunasætum. „Þessi sem eru alltaf þarna; Frakkland, Danmörk, Spánn og Króatía. Þau eru líklegust til að vinna til verðlauna, en ég tel að allt að sjö lið geti orðið heimsmeistari. Ég býst við mjög spennandi móti,“ segir Stephan sem er fljótur til svars aðspurður hvort hans menn í Þýskalandi séu einir af þessum sjö. „Alls ekki! Þýskaland getur unnið sum stórlið, en þeir eiga bara að vera auðmjúkir og taka mið af úrslitum undanfarinna ára. Með þessu „wildcard“-sæti fékk liðið ótrúlegt tækifæri til að sýna sig á stóra sviðinu.“ „Nýi þjálfarinn, Dagur Sigurðsson, treystir á gæðin í liðinu og hann hefur byrjað vel. Hann gæti aukið sjálfstraustið í liðinu. Það verður að vera markmið Þýskaland að smám saman minnka bilið á milli sín og bestu liðanna þannig það eigi möguleika að gera eitthvað í framtíðinni. Í Doha býst ég þó ekki við Þjóðverjum á toppnum,“ segir Daniel Stephan.
HM 2015 í Katar Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Fleiri fréttir Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjá meira