Erlent

Þetta fólk lést í árás gærdagsins í París

Atli Ísleifsson skrifar
Bernard Maris og skopmyndateiknararnir Georges Wolinski, Jean Cabut (Cabu), Charb, Tignous og Honore (Philippe Honore).
Bernard Maris og skopmyndateiknararnir Georges Wolinski, Jean Cabut (Cabu), Charb, Tignous og Honore (Philippe Honore). Vísir/AFP
Tólf manns létust og ellefu særðust í árás manna á ritstjórnarskrifstofur franska tímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar í gær. Árásarmannanna er enn leitað.

Á meðal hinna látnu voru ritstjóri blaðsins, þekktir skopmyndateiknarar og tveir lögreglumenn.

  • Stephane Charbonnier, 47 ára skopmyndateiknari og ritstjóri Charlie Hebdo. Charbonnier var betur þekktur sem „Charb“ og naut lögregluverndar eftir að hafa borist líflátshótanir.

  • Skopmyndateiknararnir Jean „Cabu“ Cabut, 76 ára, Bernard „Tignous“ Verlhac, 57 ára, Georges Wolinski, 80 ára, og Philippe Honore, 73 ára.

  • Bernard Maris, 68 ára hagfræðingur, sem skrifaði reglulega pistla í blaðið. Lesendur þekktu hann undir nafninu „Bernand frændi“.

  • Mustapha Ourrad, prófarkalesari.

  • Elsa Cayat, sálgreinir og pistlahöfundur.

  • Michel Renaud, gestur frá borginni Clermont-Ferrand.

  • Frederic Boisseau, 42 ára húsvörður, sem var í móttökurými blaðsins þegar árásin var gerð.

  • Lögreglumennirnir Franck Brinsolaro, lífvörður ritstjórans Charb, og Ahmed Merabet, 42 ára, sem var skotinn af stuttu færi þegar hann lá á óvígur á stéttinni fyrir utan bygginguna.
Heimildir: Le Monde og aðrir franskir fjölmiðlar.


Tengdar fréttir

„Allir eru í áfalli“

Lea Gestsdóttir Gayet býr í París og segist vera í sjokki vegna atburða morgunsins. Lea segir tímaritið Charlie Hebdo vera Frökkum mjög kært.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×