Lífið

Hefur alltaf fundist skemmtilegt að skrifa

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Sif hefur haft gaman af því að skrifa frá barnæsku.
Sif hefur haft gaman af því að skrifa frá barnæsku. Vísir/Ernir
„Þetta er áhugafólk og enginn atvinnurithöfundur. Fólk er að skrifa alls konar, ljóð, sögur eða skáldsögur,“ segir Sif Traustadóttir, dýralæknir og einn af stofnendum Ritsmiðju Reykjavíkur.

Bókmenntir hafa lengi verið áhugamál Sifjar sem hefur haft gaman af því að skrifa frá barnæsku. „Ég hef alltaf gert það, frá því ég var krakki. En mér datt aldrei í hug að ég gæti unnið við það eða neitt svoleiðis, enda er ég að gera allt annað í dag,“ segir hún glöð í bragði.

Hún segir hvetjandi að hafa vettvang til þess að stunda og ræða ritlist við aðra sem deila áhuganum. „Ég hef fundið fyrir því, afþví ég er búin að vera ein svona að dunda mér við þetta, að það er skemmtilegra að hafa fleira fólk og geta spjallað um þetta af því að ég er að dunda mér við allt annað á daginn.“

Það var í kjölfar ritlistarnámskeiðs sem Sif, ásamt fleirum ákvað að stofna Ritsmiðjuna. „Þetta er í raun og veru bara klúbbur sem við stofnuðum nokkrar sem erum að dunda okkur í frítímanum við að skrifa. Við kynntumst á námskeiði sem var á bókasafninu í Kópavogi í fyrra.“

Ritsmiðja Reykjavíkur stendur fyrir vikulegum fundum sem opnir eru öllum. Fyrsti fundur ársins verður haldinn á Íslenska barnum og hefst klukkan korter yfir fimm í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×