Verðum að sigra hið vonda og illa Sigurjón M. Egilsson skrifar 8. janúar 2015 08:45 Illir menn frömdu voðaverk í París í gær. Engu skiptir hversu móðgaðir eða sárir gerendur glæpsins voru. Engin réttlæting er til fyrir voðaverkunum. Hinir illu menn brutu gegn fórnarlömbunum, ættingjum þeirra, vinnufélögum, löndum þeirra, öllu því fólki sem játar sömu trú og þeir og reyndar gegn okkur öllum. Okkur öllum sem viljum og krefjumst þess að lifa í frjálsum heimi þar sem við getum tjáð skoðanir okkar með sem fjölbreyttustum hætti. Villimennirnir gengu of langt. Alltof langt. Nú reynir á allt fólk að bregðast rétt við. Ekki er hægt að snúa til baka. Það er okkar allra að draga úr vægi þess sem gert var. Þó að fólk hafi látist á hrikalegan hátt má það samt ekki verða til þess að ofbeldismennirnir nái fram sigri. Óttist allir, breytist tjáningin, hver sem hún er, vegna óttans, hætti fólk að þora að segja hug sinn, eigi fólk sem hefur sömu trú og ofbeldismennirnir erfiðara með að lifa í návist okkar hinna, verður sigur villimannanna algjör. Það má ekki gerast. Nú skiptir engu hvort við tökum undir það sem blaðið Charlie Hebdo hefur gert. Hvort við erum ritstjórn blaðsins sammála og þyki það hafa göfugt hlutverk, eða hvort okkur þykir efni þess einskis virði og skiljum ekki tilganginn með því. Nú er tekist á um skoðanafrelsi, tjáningarfrelsi og önnur þau mannréttindi sem við viljum viðhalda. Ekkert okkar má standa hlutlaust hjá. Blaðið hafði birt skopmyndir af leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams. Það var tjáningarmáti þeirra sem það gerðu. Ef tjáningarfrelsi eins er skert með svona hrikalegum hætti nær það einnig til annarra. Ísland er ekki fjarri atburðunum. Með hrottaverkunum í París var ráðist gegn fólki í frjálsu landi í okkar heimshluta. Það var ráðist gegn okkur. Afleiðingarnar geta orðið skelfilegar. Hverjar þær verða ræðst af viðbrögðum okkar. Reiði er eðlileg en gagnslaus. Það vinnst ekkert með henni. Hryðjuverkamennirnir eru hluti hóps ofbeldismanna sem ógna fólki víða. Um tíma hefur verið búist við að þeir myndu herja á Evrópu. Nú hefur það verið gert. Múslimar munu eiga erfitt uppdráttar vegna þessa. Meðal okkar er fólk sem er tilbúið að hegna saklausu fólki, jafnvel útskúfa því, vegna gjörða ofbeldismannanna. Slíkt yrði ömurleg niðurstaða. Þeir sem myrtu fólk í París í gær eru ekki venjulegt fólk, ekki venjulegir múslimar. Hver verða áhrifin í Frakklandi þar sem stutt er í kosningar? Ekki er loku fyrir það skotið að Marine Le Pen, formaður Þjóðfylkingarinnar, og aðrir hægriöfgamenn, eflist í andúð sinni á múslimum og þeir stjórnmálamenn, sem þannig hugsa, styrkist hjá þjóðinni. Ef svo fer, mun það trúlega auka á sundrung þjóðarinnar, nú þegar hún þarf svo mikið á hinu að halda. Öllum er brugðið. Líka okkur Íslendingum. Því miður er erfitt að komast hjá hryðjuverkum og það er erfitt að bregðast við þeim. En viðbrögðin eru það sem mestu skiptir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Illir menn frömdu voðaverk í París í gær. Engu skiptir hversu móðgaðir eða sárir gerendur glæpsins voru. Engin réttlæting er til fyrir voðaverkunum. Hinir illu menn brutu gegn fórnarlömbunum, ættingjum þeirra, vinnufélögum, löndum þeirra, öllu því fólki sem játar sömu trú og þeir og reyndar gegn okkur öllum. Okkur öllum sem viljum og krefjumst þess að lifa í frjálsum heimi þar sem við getum tjáð skoðanir okkar með sem fjölbreyttustum hætti. Villimennirnir gengu of langt. Alltof langt. Nú reynir á allt fólk að bregðast rétt við. Ekki er hægt að snúa til baka. Það er okkar allra að draga úr vægi þess sem gert var. Þó að fólk hafi látist á hrikalegan hátt má það samt ekki verða til þess að ofbeldismennirnir nái fram sigri. Óttist allir, breytist tjáningin, hver sem hún er, vegna óttans, hætti fólk að þora að segja hug sinn, eigi fólk sem hefur sömu trú og ofbeldismennirnir erfiðara með að lifa í návist okkar hinna, verður sigur villimannanna algjör. Það má ekki gerast. Nú skiptir engu hvort við tökum undir það sem blaðið Charlie Hebdo hefur gert. Hvort við erum ritstjórn blaðsins sammála og þyki það hafa göfugt hlutverk, eða hvort okkur þykir efni þess einskis virði og skiljum ekki tilganginn með því. Nú er tekist á um skoðanafrelsi, tjáningarfrelsi og önnur þau mannréttindi sem við viljum viðhalda. Ekkert okkar má standa hlutlaust hjá. Blaðið hafði birt skopmyndir af leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams. Það var tjáningarmáti þeirra sem það gerðu. Ef tjáningarfrelsi eins er skert með svona hrikalegum hætti nær það einnig til annarra. Ísland er ekki fjarri atburðunum. Með hrottaverkunum í París var ráðist gegn fólki í frjálsu landi í okkar heimshluta. Það var ráðist gegn okkur. Afleiðingarnar geta orðið skelfilegar. Hverjar þær verða ræðst af viðbrögðum okkar. Reiði er eðlileg en gagnslaus. Það vinnst ekkert með henni. Hryðjuverkamennirnir eru hluti hóps ofbeldismanna sem ógna fólki víða. Um tíma hefur verið búist við að þeir myndu herja á Evrópu. Nú hefur það verið gert. Múslimar munu eiga erfitt uppdráttar vegna þessa. Meðal okkar er fólk sem er tilbúið að hegna saklausu fólki, jafnvel útskúfa því, vegna gjörða ofbeldismannanna. Slíkt yrði ömurleg niðurstaða. Þeir sem myrtu fólk í París í gær eru ekki venjulegt fólk, ekki venjulegir múslimar. Hver verða áhrifin í Frakklandi þar sem stutt er í kosningar? Ekki er loku fyrir það skotið að Marine Le Pen, formaður Þjóðfylkingarinnar, og aðrir hægriöfgamenn, eflist í andúð sinni á múslimum og þeir stjórnmálamenn, sem þannig hugsa, styrkist hjá þjóðinni. Ef svo fer, mun það trúlega auka á sundrung þjóðarinnar, nú þegar hún þarf svo mikið á hinu að halda. Öllum er brugðið. Líka okkur Íslendingum. Því miður er erfitt að komast hjá hryðjuverkum og það er erfitt að bregðast við þeim. En viðbrögðin eru það sem mestu skiptir.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun