Kvarta yfir neikvæðum málsháttum Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 4. apríl 2015 10:00 „Fólk hefur orðið mjög óhresst og kennt okkur um að eyðileggja fyrir því páskana,“segir forstjóri Nóa Síríus. „Ef málshættirnir eru með neikvæðum boðskap, þá er fólk stundum óánægt og vill kenna okkur um,“ segir Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus, og segir málshætti sem hafa verið settir í páskaegg frá upphafi framleiðslu þeirra stundum umdeilda. „Fólk hefur orðið mjög óhresst og kennt okkur um að eyðileggja fyrir því páskana. Sumir vilja bara hafa málshætti skemmtilega, uppörvandi og á jákvæðum nótum. En við höfum talið rétt að halda okkur við gömlu málshættina sem eru jafnan spakmæli sem vekja fólk til umhugsunar um lífið og tilveruna.“ Finnur segist hafa gaman af því að halda í þennan gamalgróna sið og segir að þótt ungt fólk skilji ekki lengur marga málshætti, þá geti það flett þeim upp og leitað svara.Gamalgróinn siður Málshættir í páskaeggjum hafa vakið landann til umhugsunar um lífið og tilveruna frá því fyrir 1940.Sölvi Sveinsson, fyrrverandi skólastjóri, hefur skrifað fjölmargar greinar og bækur um íslenskar málhefðir, orðtök og málshætti. Hann segir íslenska tungu auðuga af málsháttum þótt þekking okkar og skilningur á merkingu þeirra fari minnkandi. Hann er hrifinn af þeim sið að kenna ungu fólki málshætti gegnum páskaegg. „Ég held að sumpart eigi það eðlilegar skýringar að skilningur er minni, sem eru þá þær að allir gamlir og góðir málshættir eru vaxnir upp úr samfélagi sem er gjörólíkt okkar, gamla bændasamfélaginu. Hins vegar er líka það að fólk les hreinlega miklu minna en það gerði. Það veldur því aftur að fólk notar málshætti af minna öryggi en forðum daga,“ segir Sölvi og minnist þess að ömmur sínar hafi átt málshætti um öll atvik sem upp á komu. „Málshættir eru krydd í tungutaki hvers manns. Það er gott að geta brugðið fyrir sig blæbrigðaríkum málsháttum, sem eru svo hnitmiðaðir að þeir segja mjög mikið í einni setningu eða einni málsgrein.“Sölvi SveinssonÍ málsháttum eru vanalega sannindi um lífið og tilveruna. Sölvi segir marga þeirra fjalla um börn, uppeldi og uppvöxt og líklega hafi þeir verið samdir af konum. „Ég man eftir einum málshætti sem er eiginlega varúð: Skæri gera barnið blint en hnífur eineygt, og öðrum, barnið vex en brókin ekki.“ En er sá siður að semja málshætti liðinn undir lok? Sölvi segist halda að Íslendingar glæði málið lífi með öðrum hætti í dag. „Það eru alltaf að verða til ný orðtök, til er eldgamalt orðtak: Enginn hefur átt fyrr en misst hefur. Honum hefur verið snúið í: Enginn veit hvað hann átt hefur fyrr en flutt hefur, sem er nokkuð skondið. Menn eru sífellt að búa til ný orðtök sem gefa atvikum úr daglegu lífi nútímamanna óeiginlega merkingu.“ Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
„Ef málshættirnir eru með neikvæðum boðskap, þá er fólk stundum óánægt og vill kenna okkur um,“ segir Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus, og segir málshætti sem hafa verið settir í páskaegg frá upphafi framleiðslu þeirra stundum umdeilda. „Fólk hefur orðið mjög óhresst og kennt okkur um að eyðileggja fyrir því páskana. Sumir vilja bara hafa málshætti skemmtilega, uppörvandi og á jákvæðum nótum. En við höfum talið rétt að halda okkur við gömlu málshættina sem eru jafnan spakmæli sem vekja fólk til umhugsunar um lífið og tilveruna.“ Finnur segist hafa gaman af því að halda í þennan gamalgróna sið og segir að þótt ungt fólk skilji ekki lengur marga málshætti, þá geti það flett þeim upp og leitað svara.Gamalgróinn siður Málshættir í páskaeggjum hafa vakið landann til umhugsunar um lífið og tilveruna frá því fyrir 1940.Sölvi Sveinsson, fyrrverandi skólastjóri, hefur skrifað fjölmargar greinar og bækur um íslenskar málhefðir, orðtök og málshætti. Hann segir íslenska tungu auðuga af málsháttum þótt þekking okkar og skilningur á merkingu þeirra fari minnkandi. Hann er hrifinn af þeim sið að kenna ungu fólki málshætti gegnum páskaegg. „Ég held að sumpart eigi það eðlilegar skýringar að skilningur er minni, sem eru þá þær að allir gamlir og góðir málshættir eru vaxnir upp úr samfélagi sem er gjörólíkt okkar, gamla bændasamfélaginu. Hins vegar er líka það að fólk les hreinlega miklu minna en það gerði. Það veldur því aftur að fólk notar málshætti af minna öryggi en forðum daga,“ segir Sölvi og minnist þess að ömmur sínar hafi átt málshætti um öll atvik sem upp á komu. „Málshættir eru krydd í tungutaki hvers manns. Það er gott að geta brugðið fyrir sig blæbrigðaríkum málsháttum, sem eru svo hnitmiðaðir að þeir segja mjög mikið í einni setningu eða einni málsgrein.“Sölvi SveinssonÍ málsháttum eru vanalega sannindi um lífið og tilveruna. Sölvi segir marga þeirra fjalla um börn, uppeldi og uppvöxt og líklega hafi þeir verið samdir af konum. „Ég man eftir einum málshætti sem er eiginlega varúð: Skæri gera barnið blint en hnífur eineygt, og öðrum, barnið vex en brókin ekki.“ En er sá siður að semja málshætti liðinn undir lok? Sölvi segist halda að Íslendingar glæði málið lífi með öðrum hætti í dag. „Það eru alltaf að verða til ný orðtök, til er eldgamalt orðtak: Enginn hefur átt fyrr en misst hefur. Honum hefur verið snúið í: Enginn veit hvað hann átt hefur fyrr en flutt hefur, sem er nokkuð skondið. Menn eru sífellt að búa til ný orðtök sem gefa atvikum úr daglegu lífi nútímamanna óeiginlega merkingu.“
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira