Heimsfrægur alveg óvart, Pílatus Illugi Jökulsson skrifar 5. apríl 2015 09:30 "Sjáið manninn.” Pílatus sýnir mannfjölda Jesú. Sumir, og um það höfum við nýlegt og ömurlegt dæmi, gera hvað sem er til að verða heimsfrægir. Aðrir verða heimsfrægir án þess beinlínis að ætla sér það, í framhaldi af einhverjum verkum, einhverri stöðu sem þeir eða þær gegna, eða vegna einhverra hæfileika sem segja til sín. Og svo eru loks til þeir sem verða heimsfrægir alveg óvart, án þess að ætla sér það eða sækjast eftir því og í einstaka tilfelli án þess að vita einu sinni af því. Árið 26 eftir Krist kom ungur maður siglandi á skipi upp að höfninni í borginni Caesareu Maritimu í Júdeu, einu þeirra rómversku skattlanda sem alls staðar voru við innhafið bláa sem Rómverjar kölluðu af lítillæti Mare Nostrum, eða Okkar sjó, en heitir núna Miðjarðarhafið. Hann var að taka við nýju starfi og hefur vafalítið ætlað að standa sig vel, koma almennilega undir sig fótunum, enda var borgað fyrir þetta djobb og ýmsir möguleikar í boði, einhver frægð og frami, jújú, en hann hefur þó með engu móti getað ímyndað sér að með því að taka við þessu starfi og reyna að gegna því eins vel og hann kunni, þá væri hann um leið að tryggja sér þvílíka heimsfrægð að nú um páskaleytið og þegar börnin fermast, þá er nafn hans bókstaflega á allra vörum. Hann er kominn alla leið inn í sjálfa trúarjátningu milljarða manna um víða veröld og líka þeirra sem játa kristindóm hér uppi á Íslandi. Undir hans ægishjálmi eða altént á hans dögum hefði sjálfur frelsari mannkynsins verið píndur og drepinn. Auðvitað er deginum ljósara að hann hefði aldrei órað fyrir allri þessari endemisfrægð þegar hann steig á land úr skipinu í Caesareu, en hitt er meiri spurning hvort hann hefði kosið hana, hefði hann mátt velja.Ekkert vitað um upprunann Það er eins með Pílatus eins og fleiri persónur píslarsögunnar, okkur finnst kannski að við þekkjum þær, þær séu ljóslifandi í sögunni og vitund, enda margt um þær skrifað bæði fyrr og síðar, en svo þegar við förum að rekja okkur gegnum þjóðsagnaskóginn og síðan hinar fornu heimildir sjálfar, þá rekumst við gjarnan á að við vitum miklu minna en við héldum. Um uppruna Pílatusar vitum við ekkert. Það er ekki líklegt að hann hafi verið ættaður frá Rómaborg sjálfri, því þá myndu sennilega finnast einhver spor um ætt hans þar, svo segjum að hann hafi verið utan af landi, en hvaðan, það er mistri sögunnar hulið. Ég hef alltaf verið veikur fyrir þeirri kenningu að hann hafi verið etrúrskrar ættar, af því Etrúrar voru að ýmsu leyti enn umburðarlyndari og jafnvel hirðulausari í trúmálum en hinir eiginlegu Rómarbúar, þeir voru í aðra röndina nánast algyðistrúar að því er virðist, en í hina röndina trúðu þeir líka á allskonar murrandi smákvikindi í náttúrunni sem spjalla mætti við eftir þörfum á furðu heimspekilegum grunni. Hinn vitri Seneca sagði svo skemmtilega um trúarviðhorf Etrúra: „Við [Rómverjar] trúum því að elding leysist úr læðingi þegar tvö ský rekast á en þeir álíta að skýin rekist á svo eldingin megi losna. Því þeir rekja allt til guðdómsins, ekki í þeim skilningi að hlutirnir öðlist merkingu með því að þeir gerist, heldur gerist hlutirnir af því þeir hljóta að merkja eitthvað.“Ungur framagosi? Nú er ég svo illa að mér í hugtökum heimspeki og trúarbragða að ég veit ekki hvað á að kalla svona hugsun; er þarna einhvers konar forlagatrú undir steini kannski? En það er altént mín léttúðuga kenning að þessa speki hafi Seneca fengið hjá engum öðrum en Pontíusi Pílatusi, því þeir voru líklega á svipuðum aldri og kunna vel að hafa þekkst þegar báðir voru á Rómartorgi að reyna að vekja á sér athygli mektarmanna, ungir menn á uppleið. En fyrir þeirri kenningu er náttúrlega ekki til minnsti fótur. En hafi Pílatus verið einn þeirra ungu framagosa sem otuðu sínum tota á Rómartorgi, þá tókst það alla vega, því hann komst áleiðis í lífinu, sannarlega, ofan úr sveit og mikið til ættlaus náði hann að verða skattlandsstjóri sem fyrr segir. Það er ekki ósennilegt að Pílatus hafi með einum eða öðrum hætti orðið skjólstæðingur hins merkilega og metnaðargjarna Sejanusar sem var lífvarðaforingi Tíberíusar keisara um þær mundir og reyndi seinna að sölsa undir sig völdin í ríkinu; Sejanus var einmitt sá maður sem hefði getað hlaðið svo undir ungan sveitapilt að hann stóð að endingu í höfninni í Caesareu, orðinn æðstur manna í Júdeu og útdeildi lífi og dauða ef svo bar undir. En fram að því að Pílatus varð skattlandsstjóri er hann sem sé hvergi að finna í skjölum, prefekt heitir það embætti formlega, og skyldur hans eru fyrst og fremst tvær, í fyrsta lagi að sjá um að skatturinn berist greiðlega í óseðjandi fjárhirslur Rómaborgar og hins vegar að halda friðinn. Stöðugleiki var alltaf fyrsta boðorð rómverskra skattlandsstjóra. Þeir voru strangir og grimmir og skeytingarlausir meðan þeir voru að leggja undir sig ný lönd – „þeir leggja allt í auðn og kalla það frið,“ lagði einn helsti sagnaritari þeirra sjálfra í munn eins foringja aðþrengdra Skota – en eftir að sá eyðilegi friður var kominn á, þá mátu Rómverjar stöðugleikann semsé umfram annað og íbúar skattlandanna voru alls ekki réttlausir. Það hefur Sejanus (?) brýnt fyrir Pílatusi þegar sá síðarnefndi hélt af stað í skattland sitt.Vesen á Gyðingum En jafnframt þurfti að gæta að dýrð Rómar, ekki síst í Júdeu, því þótt skattlandsbúar víðast annars staðar væru yfirleitt til friðs, þá var einlægt eitthvert vesin á Gyðingum. Þar höfðu komið ýmsir misstórir uppreisnarforingjar og trúarleiðtogar sem röskuðu stundum hinum rómverska friði, Pílatusi var líka ætlað að sjá um að kveða slíka menn í kútinn svo þeir trufluðu ekki flóð skattheimtupeninganna. Honum var hins vegar ekki ætlað að sjá um daglega stjórn mála í Júdeu, um það sáu Gyðingar sjálfir, þótt rómverskur skattlandsstjóri hefði raunar æðsta dómsvaldið í umdæmi sínu á hendi, en notaði það ekki endilega mikið. Og það er af og frá að Pílatusi hefði svo mikið sem dottið í hug að skipta sér af einhverjum innbyrðis erjum Gyðinga um kórrétta túlkun á fornum bókum, og aldrei hefði heldur hvarflað að honum að amast við kærleiksboðskap eins og þeim sem Jesú frá Nasaret er nú yfirleitt talinn hafa haft fyrst og fremst upp á að bjóða. Ef ekki hefur neitt meira eða skuggalegra búið í prédikun Jesú frá Nasaret en kemur fram í Fjallræðunni um að elska skuli menn náunga og sýna kærleika, þá hefði Pílatus síst haft nokkuð við þá prédikun að athuga – og raunar ekki yfirvöld Gyðinga heldur, enda hafði öll sú ræða heyrst áður, bæði í Júdeu og miklu víðar, þó ekki sé hún neitt síðri fyrir vikið. Og slík prédikun hefði ef eitthvað var bara aukið á stöðugleikann í landinu, hefði hún fengið að útbreiðast.Deilur um herdeildarmerki Samkvæmt heimildum Gyðinga virðist Pílatusi reyndar ekki hafa verið mjög lagið að varðveita stöðugleikann í skattlandi sínu. Og það var hann sjálfur sem iðulega virtist ætla að hleypa öllu í bál og brand. Þegar hann hélt í fyrsta sinn með herflokk frá Caesareu, þar sem voru bækistöðvar hans í Júdeu, inn til Jerúsalem að vera viðstaddur fyrstu páskahátíðina – en þá var mikið um að vera í borginni og nauðsynlegt að rómverski landstjórinn mætti með dáta sína – þá lét hann dátana marsera inn í borgina með herdeildarmerki sín á merki, tákn um styrk og yfirburði Rómaveldis. Nú var það svo að Rómverjar skiptu sér yfirleitt lítt eða ekki af trú þegna sinna. Þegnarnir máttu trúa á stokka og steina eða Jave eða Míþras eða Venus eða hvurn sem var, en þeir urðu þó að sýna hinum merkjum um dýrð Rómar ákveða lotningu, sem í hugum Gyðinga var óþægilega trúarleg. Það var eins og við vitum höfuðatriði í Gyðingdómi að hafa engin skurðgoð og Gyðingum þótti sem hin hrokafullu herdeildarmerki væru einmitt af því tagi. Því höfðu fyrri skattlandsstjórar ævinlega fallist á að skilja þau eftir utan borgarmúranna, en Pílatus, ungur og staffírugur, hefur hugsað sem svo að nú þyrfti að sýna þessum undirsátum sínum hver réði í landinu og það var ekki fyrr en eftir fimm daga þref sem hann féllst á að fjarlægja herdeildarmerkin frá Jerúsalem. Þá hafði mannfjöldinn í Jerúsalem lýst sig reiðubúinn að deyja frekar en fallast á að ganga gegn lögmálum Móse, sem bönnuðu þau spjöll við lög Móse, sem fælust í herdeildarmerkjunum innan borgarmúranna. Og þótti Pílatusi að vonum furðum sæta að fólk væri tilbúið að deyja fyrir önnur eins formsatriði.Skipað að hætta að ögra Svo ekki fór vel af stað landsstjórnin hjá sveitapiltinum. Því miður hafði Pílatus ekki lært sína lexíu því nokkru seinna varð aftur allt vitlaust, líklega um næstu páska, þegar landstjórinn lét stilla upp gullskjöldum í höll í Jerúsalem þar sem hann hafði aðsetur meðan hann stóð við í borginni, og nú kvörtuðu Gyðingar svo hressilega að Tíberíus keisari fékk á endanum veður af og skrifaði Pílatusi harðort bréf þar sem hann skipaði honum að hætta að ögra Gyðingum. Og Pílatus lét flytja burt skildina. Kannski sagði það til sín að Pílatus var ungur og óreyndur og utan af landi, en Gyðingar byggðu þrátt fyrir allt á ævafornri hefð og allt form trúar og tilbeiðslu lék í höndum þeirra. En hvað gerðist þá þegar Pílatus stóð andspænis eldmóðugum prédikara ofan úr sveit í Galíleu og sá virtist líklegur til að ógna stöðugleikanum eftirsótta? Frá því verður að segja síðar. Flækjusaga Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Sjá meira
Sumir, og um það höfum við nýlegt og ömurlegt dæmi, gera hvað sem er til að verða heimsfrægir. Aðrir verða heimsfrægir án þess beinlínis að ætla sér það, í framhaldi af einhverjum verkum, einhverri stöðu sem þeir eða þær gegna, eða vegna einhverra hæfileika sem segja til sín. Og svo eru loks til þeir sem verða heimsfrægir alveg óvart, án þess að ætla sér það eða sækjast eftir því og í einstaka tilfelli án þess að vita einu sinni af því. Árið 26 eftir Krist kom ungur maður siglandi á skipi upp að höfninni í borginni Caesareu Maritimu í Júdeu, einu þeirra rómversku skattlanda sem alls staðar voru við innhafið bláa sem Rómverjar kölluðu af lítillæti Mare Nostrum, eða Okkar sjó, en heitir núna Miðjarðarhafið. Hann var að taka við nýju starfi og hefur vafalítið ætlað að standa sig vel, koma almennilega undir sig fótunum, enda var borgað fyrir þetta djobb og ýmsir möguleikar í boði, einhver frægð og frami, jújú, en hann hefur þó með engu móti getað ímyndað sér að með því að taka við þessu starfi og reyna að gegna því eins vel og hann kunni, þá væri hann um leið að tryggja sér þvílíka heimsfrægð að nú um páskaleytið og þegar börnin fermast, þá er nafn hans bókstaflega á allra vörum. Hann er kominn alla leið inn í sjálfa trúarjátningu milljarða manna um víða veröld og líka þeirra sem játa kristindóm hér uppi á Íslandi. Undir hans ægishjálmi eða altént á hans dögum hefði sjálfur frelsari mannkynsins verið píndur og drepinn. Auðvitað er deginum ljósara að hann hefði aldrei órað fyrir allri þessari endemisfrægð þegar hann steig á land úr skipinu í Caesareu, en hitt er meiri spurning hvort hann hefði kosið hana, hefði hann mátt velja.Ekkert vitað um upprunann Það er eins með Pílatus eins og fleiri persónur píslarsögunnar, okkur finnst kannski að við þekkjum þær, þær séu ljóslifandi í sögunni og vitund, enda margt um þær skrifað bæði fyrr og síðar, en svo þegar við förum að rekja okkur gegnum þjóðsagnaskóginn og síðan hinar fornu heimildir sjálfar, þá rekumst við gjarnan á að við vitum miklu minna en við héldum. Um uppruna Pílatusar vitum við ekkert. Það er ekki líklegt að hann hafi verið ættaður frá Rómaborg sjálfri, því þá myndu sennilega finnast einhver spor um ætt hans þar, svo segjum að hann hafi verið utan af landi, en hvaðan, það er mistri sögunnar hulið. Ég hef alltaf verið veikur fyrir þeirri kenningu að hann hafi verið etrúrskrar ættar, af því Etrúrar voru að ýmsu leyti enn umburðarlyndari og jafnvel hirðulausari í trúmálum en hinir eiginlegu Rómarbúar, þeir voru í aðra röndina nánast algyðistrúar að því er virðist, en í hina röndina trúðu þeir líka á allskonar murrandi smákvikindi í náttúrunni sem spjalla mætti við eftir þörfum á furðu heimspekilegum grunni. Hinn vitri Seneca sagði svo skemmtilega um trúarviðhorf Etrúra: „Við [Rómverjar] trúum því að elding leysist úr læðingi þegar tvö ský rekast á en þeir álíta að skýin rekist á svo eldingin megi losna. Því þeir rekja allt til guðdómsins, ekki í þeim skilningi að hlutirnir öðlist merkingu með því að þeir gerist, heldur gerist hlutirnir af því þeir hljóta að merkja eitthvað.“Ungur framagosi? Nú er ég svo illa að mér í hugtökum heimspeki og trúarbragða að ég veit ekki hvað á að kalla svona hugsun; er þarna einhvers konar forlagatrú undir steini kannski? En það er altént mín léttúðuga kenning að þessa speki hafi Seneca fengið hjá engum öðrum en Pontíusi Pílatusi, því þeir voru líklega á svipuðum aldri og kunna vel að hafa þekkst þegar báðir voru á Rómartorgi að reyna að vekja á sér athygli mektarmanna, ungir menn á uppleið. En fyrir þeirri kenningu er náttúrlega ekki til minnsti fótur. En hafi Pílatus verið einn þeirra ungu framagosa sem otuðu sínum tota á Rómartorgi, þá tókst það alla vega, því hann komst áleiðis í lífinu, sannarlega, ofan úr sveit og mikið til ættlaus náði hann að verða skattlandsstjóri sem fyrr segir. Það er ekki ósennilegt að Pílatus hafi með einum eða öðrum hætti orðið skjólstæðingur hins merkilega og metnaðargjarna Sejanusar sem var lífvarðaforingi Tíberíusar keisara um þær mundir og reyndi seinna að sölsa undir sig völdin í ríkinu; Sejanus var einmitt sá maður sem hefði getað hlaðið svo undir ungan sveitapilt að hann stóð að endingu í höfninni í Caesareu, orðinn æðstur manna í Júdeu og útdeildi lífi og dauða ef svo bar undir. En fram að því að Pílatus varð skattlandsstjóri er hann sem sé hvergi að finna í skjölum, prefekt heitir það embætti formlega, og skyldur hans eru fyrst og fremst tvær, í fyrsta lagi að sjá um að skatturinn berist greiðlega í óseðjandi fjárhirslur Rómaborgar og hins vegar að halda friðinn. Stöðugleiki var alltaf fyrsta boðorð rómverskra skattlandsstjóra. Þeir voru strangir og grimmir og skeytingarlausir meðan þeir voru að leggja undir sig ný lönd – „þeir leggja allt í auðn og kalla það frið,“ lagði einn helsti sagnaritari þeirra sjálfra í munn eins foringja aðþrengdra Skota – en eftir að sá eyðilegi friður var kominn á, þá mátu Rómverjar stöðugleikann semsé umfram annað og íbúar skattlandanna voru alls ekki réttlausir. Það hefur Sejanus (?) brýnt fyrir Pílatusi þegar sá síðarnefndi hélt af stað í skattland sitt.Vesen á Gyðingum En jafnframt þurfti að gæta að dýrð Rómar, ekki síst í Júdeu, því þótt skattlandsbúar víðast annars staðar væru yfirleitt til friðs, þá var einlægt eitthvert vesin á Gyðingum. Þar höfðu komið ýmsir misstórir uppreisnarforingjar og trúarleiðtogar sem röskuðu stundum hinum rómverska friði, Pílatusi var líka ætlað að sjá um að kveða slíka menn í kútinn svo þeir trufluðu ekki flóð skattheimtupeninganna. Honum var hins vegar ekki ætlað að sjá um daglega stjórn mála í Júdeu, um það sáu Gyðingar sjálfir, þótt rómverskur skattlandsstjóri hefði raunar æðsta dómsvaldið í umdæmi sínu á hendi, en notaði það ekki endilega mikið. Og það er af og frá að Pílatusi hefði svo mikið sem dottið í hug að skipta sér af einhverjum innbyrðis erjum Gyðinga um kórrétta túlkun á fornum bókum, og aldrei hefði heldur hvarflað að honum að amast við kærleiksboðskap eins og þeim sem Jesú frá Nasaret er nú yfirleitt talinn hafa haft fyrst og fremst upp á að bjóða. Ef ekki hefur neitt meira eða skuggalegra búið í prédikun Jesú frá Nasaret en kemur fram í Fjallræðunni um að elska skuli menn náunga og sýna kærleika, þá hefði Pílatus síst haft nokkuð við þá prédikun að athuga – og raunar ekki yfirvöld Gyðinga heldur, enda hafði öll sú ræða heyrst áður, bæði í Júdeu og miklu víðar, þó ekki sé hún neitt síðri fyrir vikið. Og slík prédikun hefði ef eitthvað var bara aukið á stöðugleikann í landinu, hefði hún fengið að útbreiðast.Deilur um herdeildarmerki Samkvæmt heimildum Gyðinga virðist Pílatusi reyndar ekki hafa verið mjög lagið að varðveita stöðugleikann í skattlandi sínu. Og það var hann sjálfur sem iðulega virtist ætla að hleypa öllu í bál og brand. Þegar hann hélt í fyrsta sinn með herflokk frá Caesareu, þar sem voru bækistöðvar hans í Júdeu, inn til Jerúsalem að vera viðstaddur fyrstu páskahátíðina – en þá var mikið um að vera í borginni og nauðsynlegt að rómverski landstjórinn mætti með dáta sína – þá lét hann dátana marsera inn í borgina með herdeildarmerki sín á merki, tákn um styrk og yfirburði Rómaveldis. Nú var það svo að Rómverjar skiptu sér yfirleitt lítt eða ekki af trú þegna sinna. Þegnarnir máttu trúa á stokka og steina eða Jave eða Míþras eða Venus eða hvurn sem var, en þeir urðu þó að sýna hinum merkjum um dýrð Rómar ákveða lotningu, sem í hugum Gyðinga var óþægilega trúarleg. Það var eins og við vitum höfuðatriði í Gyðingdómi að hafa engin skurðgoð og Gyðingum þótti sem hin hrokafullu herdeildarmerki væru einmitt af því tagi. Því höfðu fyrri skattlandsstjórar ævinlega fallist á að skilja þau eftir utan borgarmúranna, en Pílatus, ungur og staffírugur, hefur hugsað sem svo að nú þyrfti að sýna þessum undirsátum sínum hver réði í landinu og það var ekki fyrr en eftir fimm daga þref sem hann féllst á að fjarlægja herdeildarmerkin frá Jerúsalem. Þá hafði mannfjöldinn í Jerúsalem lýst sig reiðubúinn að deyja frekar en fallast á að ganga gegn lögmálum Móse, sem bönnuðu þau spjöll við lög Móse, sem fælust í herdeildarmerkjunum innan borgarmúranna. Og þótti Pílatusi að vonum furðum sæta að fólk væri tilbúið að deyja fyrir önnur eins formsatriði.Skipað að hætta að ögra Svo ekki fór vel af stað landsstjórnin hjá sveitapiltinum. Því miður hafði Pílatus ekki lært sína lexíu því nokkru seinna varð aftur allt vitlaust, líklega um næstu páska, þegar landstjórinn lét stilla upp gullskjöldum í höll í Jerúsalem þar sem hann hafði aðsetur meðan hann stóð við í borginni, og nú kvörtuðu Gyðingar svo hressilega að Tíberíus keisari fékk á endanum veður af og skrifaði Pílatusi harðort bréf þar sem hann skipaði honum að hætta að ögra Gyðingum. Og Pílatus lét flytja burt skildina. Kannski sagði það til sín að Pílatus var ungur og óreyndur og utan af landi, en Gyðingar byggðu þrátt fyrir allt á ævafornri hefð og allt form trúar og tilbeiðslu lék í höndum þeirra. En hvað gerðist þá þegar Pílatus stóð andspænis eldmóðugum prédikara ofan úr sveit í Galíleu og sá virtist líklegur til að ógna stöðugleikanum eftirsótta? Frá því verður að segja síðar.
Flækjusaga Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Sjá meira