Sorgardagur fyrir náttúruvernd Ólafur Arnalds skrifar 7. apríl 2015 00:01 Hinn 1. apríl 2015 var einn mesti sorgardagur í sögu náttúruverndar á Íslandi frá upphafi vega. Þá úrskurðaði „yfirítölunefnd“ að beita megi á Almenninga. Af hverju er úrskurður þessi svona mikil og alvarleg tíðindi? Vegna þess að hann færir gróðurvernd á Íslandi meir en 40 ár aftur í tímann. Hnignað ástand vistkerfa á Íslandi er langstærsta umhverfismál landsins, í raun eru áhrif annarrar landnýtingar oft hjómið eitt í samanburði. Úrskurður meirihluta „yfirítölunefndar“ felur það í sér að bændur geta beitt illa gróið land, sé þar á annað borð einhver gróður. Dómurinn gengur gegn öllum þeim viðmiðum og þekkingu sem Landgræðsla ríkisins hefur lengi haft að leiðarljósi. Minnihluti nefndarinnar, gróðurvistfræðingur að mennt, ályktaði með gjörólíkum hætti. En meirihlutinn úrskurðaði út frá úreltum lögum og úreltum sjónarmiðum án skilnings á vistfræði og ástandi lands. Það var gert án þess að þörf sé á þessari nýtingu fyrir búskap á svæðinu. Þetta er vitaskuld sambærilegt við að henda út trollinu á ónýt fiskimið til að viðhalda veiðirétti. Staðreyndir málsins á Almenningum eru í raun afar einfaldar. Það er ekki í lagi að beita illa farið og rofið land. Jafnvel þótt þar finnist einhver gróður. Ekki síst þar sem friðun landsins í 20 ár sýnir að fyrri landgæði, algróið land, m.a. annars birkiskógar, endurheimtast með tímanum við friðunina. Meðferð málsins er klassískt dæmi um það sem nefnt hefur verið „aðferðafræði afneitunarinnar“, sem beitt hefur verið á ýmis málefni á borð við loftslagsbreytingar, blýmengun og aðra mengun, sem og reykingar. Sú aðferðafræði einkennist m.a. af þvældum málatilbúnaði og afneitun þar sem augum er beint frá aðalatriðunum. Aðferðafræði sem beitt var áður en stjórnsýslan náði að sigrast á sjónarmiðum „hagsmunaaðila“ og ríkið kom á raunverulegri stjórn á aflamagni fiskitegunda úr sjó. Sú staða sem nú er uppi er ekki síður áfall fyrir hina mörgu ábyrgu sauðfjárbændur sem beita á gott heilgróið land. Það er ekki þeirra hagur að viðhalda aldagömlum deilum og neikvæðri ásýnd á sauðfjárbeit í landinu. Úrskurðurinn skerpir jafnframt á réttmætri kröfu neytenda dilkakjöts: að það sé upprunavottað. Nú er öllu kjöti blandað saman og neytendum sagt að þetta sé allt jafngott kjöt. Kjötbragðið kann að vera það sama, en sá blær sem úrskurður „yfirítölunefndar“ kemur á framleiðsluna setur óbragð í munn neytandans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Hinn 1. apríl 2015 var einn mesti sorgardagur í sögu náttúruverndar á Íslandi frá upphafi vega. Þá úrskurðaði „yfirítölunefnd“ að beita megi á Almenninga. Af hverju er úrskurður þessi svona mikil og alvarleg tíðindi? Vegna þess að hann færir gróðurvernd á Íslandi meir en 40 ár aftur í tímann. Hnignað ástand vistkerfa á Íslandi er langstærsta umhverfismál landsins, í raun eru áhrif annarrar landnýtingar oft hjómið eitt í samanburði. Úrskurður meirihluta „yfirítölunefndar“ felur það í sér að bændur geta beitt illa gróið land, sé þar á annað borð einhver gróður. Dómurinn gengur gegn öllum þeim viðmiðum og þekkingu sem Landgræðsla ríkisins hefur lengi haft að leiðarljósi. Minnihluti nefndarinnar, gróðurvistfræðingur að mennt, ályktaði með gjörólíkum hætti. En meirihlutinn úrskurðaði út frá úreltum lögum og úreltum sjónarmiðum án skilnings á vistfræði og ástandi lands. Það var gert án þess að þörf sé á þessari nýtingu fyrir búskap á svæðinu. Þetta er vitaskuld sambærilegt við að henda út trollinu á ónýt fiskimið til að viðhalda veiðirétti. Staðreyndir málsins á Almenningum eru í raun afar einfaldar. Það er ekki í lagi að beita illa farið og rofið land. Jafnvel þótt þar finnist einhver gróður. Ekki síst þar sem friðun landsins í 20 ár sýnir að fyrri landgæði, algróið land, m.a. annars birkiskógar, endurheimtast með tímanum við friðunina. Meðferð málsins er klassískt dæmi um það sem nefnt hefur verið „aðferðafræði afneitunarinnar“, sem beitt hefur verið á ýmis málefni á borð við loftslagsbreytingar, blýmengun og aðra mengun, sem og reykingar. Sú aðferðafræði einkennist m.a. af þvældum málatilbúnaði og afneitun þar sem augum er beint frá aðalatriðunum. Aðferðafræði sem beitt var áður en stjórnsýslan náði að sigrast á sjónarmiðum „hagsmunaaðila“ og ríkið kom á raunverulegri stjórn á aflamagni fiskitegunda úr sjó. Sú staða sem nú er uppi er ekki síður áfall fyrir hina mörgu ábyrgu sauðfjárbændur sem beita á gott heilgróið land. Það er ekki þeirra hagur að viðhalda aldagömlum deilum og neikvæðri ásýnd á sauðfjárbeit í landinu. Úrskurðurinn skerpir jafnframt á réttmætri kröfu neytenda dilkakjöts: að það sé upprunavottað. Nú er öllu kjöti blandað saman og neytendum sagt að þetta sé allt jafngott kjöt. Kjötbragðið kann að vera það sama, en sá blær sem úrskurður „yfirítölunefndar“ kemur á framleiðsluna setur óbragð í munn neytandans.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar