Sorgardagur fyrir náttúruvernd Ólafur Arnalds skrifar 7. apríl 2015 00:01 Hinn 1. apríl 2015 var einn mesti sorgardagur í sögu náttúruverndar á Íslandi frá upphafi vega. Þá úrskurðaði „yfirítölunefnd“ að beita megi á Almenninga. Af hverju er úrskurður þessi svona mikil og alvarleg tíðindi? Vegna þess að hann færir gróðurvernd á Íslandi meir en 40 ár aftur í tímann. Hnignað ástand vistkerfa á Íslandi er langstærsta umhverfismál landsins, í raun eru áhrif annarrar landnýtingar oft hjómið eitt í samanburði. Úrskurður meirihluta „yfirítölunefndar“ felur það í sér að bændur geta beitt illa gróið land, sé þar á annað borð einhver gróður. Dómurinn gengur gegn öllum þeim viðmiðum og þekkingu sem Landgræðsla ríkisins hefur lengi haft að leiðarljósi. Minnihluti nefndarinnar, gróðurvistfræðingur að mennt, ályktaði með gjörólíkum hætti. En meirihlutinn úrskurðaði út frá úreltum lögum og úreltum sjónarmiðum án skilnings á vistfræði og ástandi lands. Það var gert án þess að þörf sé á þessari nýtingu fyrir búskap á svæðinu. Þetta er vitaskuld sambærilegt við að henda út trollinu á ónýt fiskimið til að viðhalda veiðirétti. Staðreyndir málsins á Almenningum eru í raun afar einfaldar. Það er ekki í lagi að beita illa farið og rofið land. Jafnvel þótt þar finnist einhver gróður. Ekki síst þar sem friðun landsins í 20 ár sýnir að fyrri landgæði, algróið land, m.a. annars birkiskógar, endurheimtast með tímanum við friðunina. Meðferð málsins er klassískt dæmi um það sem nefnt hefur verið „aðferðafræði afneitunarinnar“, sem beitt hefur verið á ýmis málefni á borð við loftslagsbreytingar, blýmengun og aðra mengun, sem og reykingar. Sú aðferðafræði einkennist m.a. af þvældum málatilbúnaði og afneitun þar sem augum er beint frá aðalatriðunum. Aðferðafræði sem beitt var áður en stjórnsýslan náði að sigrast á sjónarmiðum „hagsmunaaðila“ og ríkið kom á raunverulegri stjórn á aflamagni fiskitegunda úr sjó. Sú staða sem nú er uppi er ekki síður áfall fyrir hina mörgu ábyrgu sauðfjárbændur sem beita á gott heilgróið land. Það er ekki þeirra hagur að viðhalda aldagömlum deilum og neikvæðri ásýnd á sauðfjárbeit í landinu. Úrskurðurinn skerpir jafnframt á réttmætri kröfu neytenda dilkakjöts: að það sé upprunavottað. Nú er öllu kjöti blandað saman og neytendum sagt að þetta sé allt jafngott kjöt. Kjötbragðið kann að vera það sama, en sá blær sem úrskurður „yfirítölunefndar“ kemur á framleiðsluna setur óbragð í munn neytandans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Hinn 1. apríl 2015 var einn mesti sorgardagur í sögu náttúruverndar á Íslandi frá upphafi vega. Þá úrskurðaði „yfirítölunefnd“ að beita megi á Almenninga. Af hverju er úrskurður þessi svona mikil og alvarleg tíðindi? Vegna þess að hann færir gróðurvernd á Íslandi meir en 40 ár aftur í tímann. Hnignað ástand vistkerfa á Íslandi er langstærsta umhverfismál landsins, í raun eru áhrif annarrar landnýtingar oft hjómið eitt í samanburði. Úrskurður meirihluta „yfirítölunefndar“ felur það í sér að bændur geta beitt illa gróið land, sé þar á annað borð einhver gróður. Dómurinn gengur gegn öllum þeim viðmiðum og þekkingu sem Landgræðsla ríkisins hefur lengi haft að leiðarljósi. Minnihluti nefndarinnar, gróðurvistfræðingur að mennt, ályktaði með gjörólíkum hætti. En meirihlutinn úrskurðaði út frá úreltum lögum og úreltum sjónarmiðum án skilnings á vistfræði og ástandi lands. Það var gert án þess að þörf sé á þessari nýtingu fyrir búskap á svæðinu. Þetta er vitaskuld sambærilegt við að henda út trollinu á ónýt fiskimið til að viðhalda veiðirétti. Staðreyndir málsins á Almenningum eru í raun afar einfaldar. Það er ekki í lagi að beita illa farið og rofið land. Jafnvel þótt þar finnist einhver gróður. Ekki síst þar sem friðun landsins í 20 ár sýnir að fyrri landgæði, algróið land, m.a. annars birkiskógar, endurheimtast með tímanum við friðunina. Meðferð málsins er klassískt dæmi um það sem nefnt hefur verið „aðferðafræði afneitunarinnar“, sem beitt hefur verið á ýmis málefni á borð við loftslagsbreytingar, blýmengun og aðra mengun, sem og reykingar. Sú aðferðafræði einkennist m.a. af þvældum málatilbúnaði og afneitun þar sem augum er beint frá aðalatriðunum. Aðferðafræði sem beitt var áður en stjórnsýslan náði að sigrast á sjónarmiðum „hagsmunaaðila“ og ríkið kom á raunverulegri stjórn á aflamagni fiskitegunda úr sjó. Sú staða sem nú er uppi er ekki síður áfall fyrir hina mörgu ábyrgu sauðfjárbændur sem beita á gott heilgróið land. Það er ekki þeirra hagur að viðhalda aldagömlum deilum og neikvæðri ásýnd á sauðfjárbeit í landinu. Úrskurðurinn skerpir jafnframt á réttmætri kröfu neytenda dilkakjöts: að það sé upprunavottað. Nú er öllu kjöti blandað saman og neytendum sagt að þetta sé allt jafngott kjöt. Kjötbragðið kann að vera það sama, en sá blær sem úrskurður „yfirítölunefndar“ kemur á framleiðsluna setur óbragð í munn neytandans.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun