Stjórnendur Landspítala hafa áhyggjur af öryggi Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. apríl 2015 07:00 „Það verður heilmikil röskun á starfseminni,“ segir Guðlaug Rakel. fréttablaðið/valli Starfsmenn Landspítala, sem tilheyra fjórum aðildarfélögum innan Bandalags háskólamanna, hefja verkfall í dag. Þetta eru geislafræðingar, lífeindafræðingar, náttúrufræðingar og ljósmæður. Aðgerðir verða enn umsvifameiri á fimmtudaginn þegar samstöðuverkföll fara fram. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítala, segir að verkfallið muni hafa verulega truflandi áhrif á starfsemi Landspítalans þann tíma sem það varir. „Þetta er aðeins öðruvísi heldur en læknadeilan, en ég held að þetta hafi ekkert síður áhrif á starfsemi spítalans en læknadeilan hefur haft. Þannig að við eigum svolítið eftir að sjá hvernig næsta vikan þróast,“ segir Guðlaug Rakel í samtali við Fréttablaðið. Lífeindafræðingar sem starfa á Landspítalanum verða í verkfalli alla daga frá klukkan átta til tólf. Ljósmæður verða í verkfalli á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum, en geislafræðingar verða í verkfalli allan tímann. Guðlaug Rakel segir að fæðingagangurinn á Kvennadeildinni muni starfa eins og flesta daga þar á undan og flestir starfsmenn þar séu á undanþágu. „En þetta mun hafa áhrif á skipulagða keisaraskurði, áhættumæðraeftirlit og svoleiðis. Bráðaþjónustu er sinnt en það sem má bíða það bíður,“ segir Guðlaug Rakel. Guðlaug segir að verkfallið muni einnig hafa áhrif á hjartaþræðingar. Neyðartilvikum verði sinnt en skipulagðar aðgerðir og annað sem getur beðið, verður látið bíða. „Þannig að það verður heilmikil röskun á starfseminni og þetta mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi spítalans og þjónustu við sjúklinga. Þetta er flókin og viðkvæm starfsemi sem er keyrð á fullum afköstum alla daga og þetta hefur mikil áhrif á starfsemina og þjónustu við sjúklinga,“ segir hún. „Við höfum áhyggjur af öryggi í svona aðstæðum. En við í framkvæmdastjórninni ætlum að hittast í fyrramálið klukkan átta og fara yfir það hvernig dagurinn fer af stað. Síðan fundum við mjög reglulega til að reyna að grípa inn í ef það er eitthvað sem stefnir í, sem við getum gripið inn í. Þannig að við þurfum að vakta þetta frá klukkutíma til klukkutíma,“ segir Guðlaug Rakel. Tengdar fréttir Enginn fundur um páskana Íslenska ríkið stefndi Bandalagi háskólamanna fyrir Félagsdóm vegna verkfallsboðunar fimm aðildarfélaga 7. apríl 2015 07:00 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Starfsmenn Landspítala, sem tilheyra fjórum aðildarfélögum innan Bandalags háskólamanna, hefja verkfall í dag. Þetta eru geislafræðingar, lífeindafræðingar, náttúrufræðingar og ljósmæður. Aðgerðir verða enn umsvifameiri á fimmtudaginn þegar samstöðuverkföll fara fram. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítala, segir að verkfallið muni hafa verulega truflandi áhrif á starfsemi Landspítalans þann tíma sem það varir. „Þetta er aðeins öðruvísi heldur en læknadeilan, en ég held að þetta hafi ekkert síður áhrif á starfsemi spítalans en læknadeilan hefur haft. Þannig að við eigum svolítið eftir að sjá hvernig næsta vikan þróast,“ segir Guðlaug Rakel í samtali við Fréttablaðið. Lífeindafræðingar sem starfa á Landspítalanum verða í verkfalli alla daga frá klukkan átta til tólf. Ljósmæður verða í verkfalli á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum, en geislafræðingar verða í verkfalli allan tímann. Guðlaug Rakel segir að fæðingagangurinn á Kvennadeildinni muni starfa eins og flesta daga þar á undan og flestir starfsmenn þar séu á undanþágu. „En þetta mun hafa áhrif á skipulagða keisaraskurði, áhættumæðraeftirlit og svoleiðis. Bráðaþjónustu er sinnt en það sem má bíða það bíður,“ segir Guðlaug Rakel. Guðlaug segir að verkfallið muni einnig hafa áhrif á hjartaþræðingar. Neyðartilvikum verði sinnt en skipulagðar aðgerðir og annað sem getur beðið, verður látið bíða. „Þannig að það verður heilmikil röskun á starfseminni og þetta mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi spítalans og þjónustu við sjúklinga. Þetta er flókin og viðkvæm starfsemi sem er keyrð á fullum afköstum alla daga og þetta hefur mikil áhrif á starfsemina og þjónustu við sjúklinga,“ segir hún. „Við höfum áhyggjur af öryggi í svona aðstæðum. En við í framkvæmdastjórninni ætlum að hittast í fyrramálið klukkan átta og fara yfir það hvernig dagurinn fer af stað. Síðan fundum við mjög reglulega til að reyna að grípa inn í ef það er eitthvað sem stefnir í, sem við getum gripið inn í. Þannig að við þurfum að vakta þetta frá klukkutíma til klukkutíma,“ segir Guðlaug Rakel.
Tengdar fréttir Enginn fundur um páskana Íslenska ríkið stefndi Bandalagi háskólamanna fyrir Félagsdóm vegna verkfallsboðunar fimm aðildarfélaga 7. apríl 2015 07:00 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Enginn fundur um páskana Íslenska ríkið stefndi Bandalagi háskólamanna fyrir Félagsdóm vegna verkfallsboðunar fimm aðildarfélaga 7. apríl 2015 07:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent