Hörkuverkföll virðast það eina í spilunum Óli Kristján Ármannsson skrifar 8. apríl 2015 07:00 Í verkfallsmiðstöð BHM í Rúgbrauðsgerðinni við Borgartún í Reykjavík kom í gær saman fólk úr aðildarfélögunum fimm sem þá voru að hefja fyrstu verkfallsaðgerðir. Fréttablaðið/Valli Samninganefnd ríkisins kynnir tillögur sínar í kjaraviðræðunum við Bandalag háskólamanna (BHM) á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi í dag. Verkföll eru hafin hjá hluta aðildarfélaga BHM og fleiri á leið í verkfall. Ekki hefur verið fundað í deilunni síðan fyrir páska. Á mánudag, annan í páskum, hafnaði líka Félagsdómur kröfu ríkisins um að boðuð verkföll fimm stéttarfélaga innan vébanda BHM hefðu verið ólöglega boðuð.Páll Halldórssonfréttablaðið/stefánPáll Halldórsson, formaður BHM, fagnaði úrskurðinum og kvaðst telja að kraftar ríkisins hefðu nýst betur við samningaborðið. Hann segir mest lítið að frétta af viðræðum fyrr en fundað verður með samninganefnd ríkisins í dag. Viðbrögð ríkisins til þessa segir Páll ekki benda til þess að ríkinu liggi á í viðræðunum. „En ég er nú að vonast til þess að þeir fari að átta sig á alvöru málsins þannig að það herði eitthvað á.“ Töf á viðræðum til þessa hafi verið rökstudd með því að samninganefndin þyrfti að undirbúa efni sem leggja ætti fram á fundinum í dag. „Og við skulum þá vonast til þess að eitthvað bitastætt komi frá þeim. Ég ætla ekki að fullyrða um hvað það gæti verið, en ég get alveg leyft mér að vera bjartsýnn,“ segir Páll.Magnús Pétursson.Ellefu fundir haldnir áður Varðandi meintan seinagang á viðræðum þá svarar Guðmundur H. Guðmundsson, varaformaður samninganefndar ríkisins, fyrirspurn blaðsins um málið á þá leið að deila aðildarfélaga BHM sem standi að verkfallsaðgerðum sé hjá sáttasemjara. „Og það er hann sem ákveður fundi að eigin mati,“ segir í svarinu. Efni funda sé trúnaðarmál. Magnús Pétursson ríkissáttasemjari segir deilunni hafa verið vísað til embættisins 26. mars. „Frá því þetta kemur hingað hef ég efnt til tveggja funda, 30. mars og 1. apríl,“ segir hann. Á báðum fundum hafi verið farið í gegnum ákveðin formsatriði og staðan skoðuð. „Og ég held að ekkert brot sé á trúnaði þó ég upplýsi að ég var fræddur um að ellefu fundir hefðu verið haldnir í deilunni áður en hún kom hingað.“ Á samningafundi 1. apríl hafi komið fram, líkt og Páll Halldórsson hafi greint frá, að ríkið hafi ekki getað talið sig geta lagt fram nein viðbrögð við kröfugerð BHM, fyrr en á fundinum í dag. „Þegar þannig stendur á og ítrekað er búið að ganga eftir afstöðu ríkisins til málsins, þá boðar sáttasemjari ekki til fundar um ekki neitt.“ Eins hafi líka sett strik í reikninginn að beðið hafi verið niðurstöðu Félagsdóms vegna verkfallsboðunar fimm aðildarfélaga BHM. Auk boðaðra aðgerða BHM undirbúa félög Starfsgreinasambandsins (SGS) nú boðun verkfallsaðgerða. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, segir stefnt að því að atkvæðagreiðsla, sem fallið var frá vegna athugasemda Samtaka atvinnulífsins (SA), fari fram í næstu viku, en verið sé að ljúka kynningu á stöðunni hjá hverju félagi fyrir sig. Björn SnæbjörnssonVerkföll SGS undir lok mánaðar „Ég reikna með að gögn verði send út fyrir næstu helgi og kosningin verði búin upp úr 20. apríl,“ segir hann. „Þá kemur þetta í ljós og tekur sjö sólarhringa að boða verkfall.“ Aðgerðir geti því í fyrsta lagi hafist undir lok mánaðarins. Björn segir að fundi í kjaradeilu SGS og SA sem átti að halda í gærmorgun hafi verið frestað til föstudags vegna veðurs. „En það er ekkert mikið að gerast, heldur er eins og menn séu að bíða eftir einhverju,“ segir Björn og kveðst lítinn vilja finna hjá SA til viðræðna. Langt virðist á milli á flestum vígstöðvum. Þannig sé skrítin staða uppi hjá BHM að sólarhringur verði liðinn í verkfalli áður en haldinn sé samningafundur. „Svona hefur maður ekki þekkt áður.“ Mögulega hafi viðsemjendur sætt sig við hörð átök á vinnumarkaði. „Miðað við það hvernig menn eru að spila þetta þá er ekkert annað í spilunum en hörkuverkföll. Og kannski þarf það til að hreyfa við mönnum.“ Björn telur um leið afar litlar líkur á því að viðsemjendur ríkis og SA gefist upp þótt til verkfalla komi. Fast sé staðið að baki þeim kröfum sem lagðar hafi verið fram.Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins.Vísir/Egill AðalsteinssonÍ fríi í útlöndumFram kom í fjölmiðlum í gær að formaður samninganefndar ríkisins, Gunnar Björnsson, væri í leyfi frá störfum. Samkvæmt heimildum Nútímans mun hann staddur í Mjanmar (Búrma) í Asíu. Í fjarveru Gunnars stýrir Guðmundur H. Guðmundsson, varaformaður samninganefndarinnar, starfi hennar. Leyfi Gunnars er því ekki sagt hafa áhrif á framgang viðræðnanna.Tæknimenn RÚV boða verkfall á ný Starfsmenn RÚV sem eru í Rafiðnaðarsambandi Íslands hafa boðað til verkfalls á ný, fyrst 16. til 19. apríl næstkomandi og svo aftur frá 24. apríl, þá ótímabundið. Í tilkynningu RÚV segir að fyrir rúmri viku hafi legið fyrir samkomulag um lykilatriði nýs fyrirtækjasamnings, en á lokametrunum hafi samninganefnd RSÍ sett fram nýjar kröfur sem RÚV hafi ekki getað gengið að. „Ríkisútvarpið vill að sjálfsögðu tryggja starfsmönnum RÚV sanngjörn kjör en sú viðleitni verður að vera í einhverju samhengi við þá samninga sem gerðir eru á almennum markaði og mega ekki stofna rekstri RÚV í óvissu til framtíðar,“ segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Ríkið boðar lögsókn verði af verkföllunum Fjármálaráðuneytið segir verkfallsboðun fimm aðildarfélaga BHM ólöglega án þess að skoða gögnin: 27. mars 2015 07:30 "Sanngjörn krafa fyrir þá sem lægst hafa launin“ Verkföll hjá félagsmönnum Starfsgreinasambandsins gætu hafist strax eftir páska. 11. mars 2015 11:06 Ný atkvæðagreiðsla SGS gæti orðið um harðari aðgerðir Sextán félög Starfsgreinasmbandsins þurfa að fara í nýja atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir sem gætu orðið harðari en áður boðaðar aðgerðir. 26. mars 2015 18:30 Ábyrgðarleysi að boða ekki fund í deilunni fyrr Páll Halldórsson, formaður BHM, segir það fádæma ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar í kjaradeilu ríkisins og félagsins yfir páskana, þrátt fyrir yfirvofandi verkfall. 6. apríl 2015 19:26 Ferðafólk hættir við að koma vofi verkföll yfir Yfirvofandi verkfall SGS hefur mikil áhrif á ferðaþjónustu. Fyrri reynsla af verkföllum sýni að ferðamenn afbóki áður en til verkfalls kemur. "Verkfall er algjörlega á ábyrgð SA,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. 19. mars 2015 07:00 Starfsemi Blóðbankans í lágmarki vegna verkfalls Hundruð félagsmanna BHM eru í verkfalli í dag og gætir áhrifa þess víða, meðal annars á heilbrigðisstofnunum landsins sem og í Blóðbankanum. 7. apríl 2015 11:23 Verkföll framundan hjá Starfsgreinasambandinu Síðdegis í dag slitnaði upp úr samningaviðræðum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir klukkustundarfund í húsakynnum ríkissáttasemjara. 10. mars 2015 17:23 Fresta hefur þurft skurðaðgerðum vegna verkfalls Fresta þurfti skurðaðgerðum á Landspítalanum í morgun vegna verkfallsaðgerða félagsmanna BHM. Starfandi forstjóri spítalans segir áhrifa verkfallsaðgerðanna gæta víða á spítalanum. 7. apríl 2015 13:43 Enginn fundur um páskana Íslenska ríkið stefndi Bandalagi háskólamanna fyrir Félagsdóm vegna verkfallsboðunar fimm aðildarfélaga 7. apríl 2015 07:00 Áhrifin á Landsspítalann síst minni en af læknaverkfalli Starfsemi Landspítalans mun lamast að hluta til þegar verkfall hefst á miðnætti. Þá mun starfsemin hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu fara úr skorðum þegar lögfræðingar leggja niður störf. 6. apríl 2015 19:19 Skrítið að meirihluti skikki suma í verkfall Félagsdómur tekur á morgun fyrir kæru ríkisins vegna verkfallsboðunar nokkurra aðildarfélaga BHM. Formaður félagsins segir um annars konar mál að ræða en vegna verkfallsboðana SGS. Verkföll háskólamanna hefjist að óbreyttu í næstu viku. 31. mars 2015 07:00 Verkföll fimm félaga úrskurðuð lögleg Óvissa ríkti um lögmæti atkvæðagreiðslu um verkfall BHM-félaga. 6. apríl 2015 14:51 Tilkynning frá Landspítalanum: Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða og sérhæfðra meðferða, til að mynda hjartaþræðingum, á meðan á verkfalli félaga í BHM stendur. 6. apríl 2015 20:12 Ríkið skilar auðu í viðræðum við háskólamenn Ríkissáttasemjari segir til lítils að halda fundi ef menn hafi ekki um neitt að tala. 7. apríl 2015 19:29 Tímamótasamningur að tengja við vísitölu Samningar náðust um launakjör starfsmanna Norðuráls á Grundartanga sem gilda til ársins 2019. 19. mars 2015 08:30 Kæra ríkisins raskar ekki þunga aðgerða BHM Líklegt að ríkið kæri verkfallsboðun 5 af 18 félögum BHM sem samþykkt hafa verkfallsaðgerðir strax eftir páska. 27. mars 2015 13:14 Telur að verkföll SGS muni ýta við atvinnurekendum Starfsgreinasambandið boðar röð skæruverkfalla og síðan allsherjar verkfall frá 12. maí hafi ekki samist fyrir þann tíma. Atkvæðagreiðsla hefst á mánudag. 17. mars 2015 19:00 Raskanir verða á sónarskoðunum og mæðravernd vegna verkfalls ljósmæðra Verkföll aðildarfélaga BHM hefjast að öllu óbreyttu eftir páska, og munu hafa vítæk áhrif á starfsemi Landspítalans. Ljósmæður eru á meðal þeirra sem leggja niður störf og verða því meðal annars raskanir á sónarskoðunum, valkeisaraskurðum og mæðravernd. 4. apríl 2015 19:00 Mikill hugur í félagsmönnum BHM Mikill hugur er í félagsmönnum BHM sem hófu verkfallsaðgerðir á miðnætti. Þetta segir Páll Halldórsson formaður Bandalags háskólamanna. Fimm hundruð og sextíu félagsmenn BHM lögðu niður störf á miðnætti. 7. apríl 2015 14:52 Ríkið vinnur að útspili í kjaradeilunum Rætt um hækkun húsaleigu- og vaxtabóta sem og skatta á leiguhúsnæði sem útspil í yfirstandandi kjaraviðræðum. Að ríkisstjórnin hafi haldið sér til hlés er sagt hluti vandans. SGS hefur lotu verkfalla þann 10. apríl. 25. mars 2015 10:45 Í verkfall stefnir eftir páska Til verkfalla gæti komið eftir viðræðuslit SGS og SA. Ótrúverðugt að fólk á lágmarkslaunum eigi að standa undir stöðugleikanum, segir formaður SGS. Aldrei þessu vant snúi kröfur ekki að ríkinu vegna svikinna loforða. 12. mars 2015 07:00 Verkfall BHM mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi HSU Verkfallið mun valda tilheyrandi röskun á daglegri starfsemi stofnunarinnar og óþægindum fyrir sjúklinga. 6. apríl 2015 20:56 Boða til umfangsmikilla verkfallsaðgerða Starfsgreinasamband Íslands, sem fer með samningsumboð fyrir um ríflega tíu þúsund manns, hefur boðað til umfangsmikilla verkfallsaðgerða. 17. mars 2015 14:37 Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Sjá meira
Samninganefnd ríkisins kynnir tillögur sínar í kjaraviðræðunum við Bandalag háskólamanna (BHM) á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi í dag. Verkföll eru hafin hjá hluta aðildarfélaga BHM og fleiri á leið í verkfall. Ekki hefur verið fundað í deilunni síðan fyrir páska. Á mánudag, annan í páskum, hafnaði líka Félagsdómur kröfu ríkisins um að boðuð verkföll fimm stéttarfélaga innan vébanda BHM hefðu verið ólöglega boðuð.Páll Halldórssonfréttablaðið/stefánPáll Halldórsson, formaður BHM, fagnaði úrskurðinum og kvaðst telja að kraftar ríkisins hefðu nýst betur við samningaborðið. Hann segir mest lítið að frétta af viðræðum fyrr en fundað verður með samninganefnd ríkisins í dag. Viðbrögð ríkisins til þessa segir Páll ekki benda til þess að ríkinu liggi á í viðræðunum. „En ég er nú að vonast til þess að þeir fari að átta sig á alvöru málsins þannig að það herði eitthvað á.“ Töf á viðræðum til þessa hafi verið rökstudd með því að samninganefndin þyrfti að undirbúa efni sem leggja ætti fram á fundinum í dag. „Og við skulum þá vonast til þess að eitthvað bitastætt komi frá þeim. Ég ætla ekki að fullyrða um hvað það gæti verið, en ég get alveg leyft mér að vera bjartsýnn,“ segir Páll.Magnús Pétursson.Ellefu fundir haldnir áður Varðandi meintan seinagang á viðræðum þá svarar Guðmundur H. Guðmundsson, varaformaður samninganefndar ríkisins, fyrirspurn blaðsins um málið á þá leið að deila aðildarfélaga BHM sem standi að verkfallsaðgerðum sé hjá sáttasemjara. „Og það er hann sem ákveður fundi að eigin mati,“ segir í svarinu. Efni funda sé trúnaðarmál. Magnús Pétursson ríkissáttasemjari segir deilunni hafa verið vísað til embættisins 26. mars. „Frá því þetta kemur hingað hef ég efnt til tveggja funda, 30. mars og 1. apríl,“ segir hann. Á báðum fundum hafi verið farið í gegnum ákveðin formsatriði og staðan skoðuð. „Og ég held að ekkert brot sé á trúnaði þó ég upplýsi að ég var fræddur um að ellefu fundir hefðu verið haldnir í deilunni áður en hún kom hingað.“ Á samningafundi 1. apríl hafi komið fram, líkt og Páll Halldórsson hafi greint frá, að ríkið hafi ekki getað talið sig geta lagt fram nein viðbrögð við kröfugerð BHM, fyrr en á fundinum í dag. „Þegar þannig stendur á og ítrekað er búið að ganga eftir afstöðu ríkisins til málsins, þá boðar sáttasemjari ekki til fundar um ekki neitt.“ Eins hafi líka sett strik í reikninginn að beðið hafi verið niðurstöðu Félagsdóms vegna verkfallsboðunar fimm aðildarfélaga BHM. Auk boðaðra aðgerða BHM undirbúa félög Starfsgreinasambandsins (SGS) nú boðun verkfallsaðgerða. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, segir stefnt að því að atkvæðagreiðsla, sem fallið var frá vegna athugasemda Samtaka atvinnulífsins (SA), fari fram í næstu viku, en verið sé að ljúka kynningu á stöðunni hjá hverju félagi fyrir sig. Björn SnæbjörnssonVerkföll SGS undir lok mánaðar „Ég reikna með að gögn verði send út fyrir næstu helgi og kosningin verði búin upp úr 20. apríl,“ segir hann. „Þá kemur þetta í ljós og tekur sjö sólarhringa að boða verkfall.“ Aðgerðir geti því í fyrsta lagi hafist undir lok mánaðarins. Björn segir að fundi í kjaradeilu SGS og SA sem átti að halda í gærmorgun hafi verið frestað til föstudags vegna veðurs. „En það er ekkert mikið að gerast, heldur er eins og menn séu að bíða eftir einhverju,“ segir Björn og kveðst lítinn vilja finna hjá SA til viðræðna. Langt virðist á milli á flestum vígstöðvum. Þannig sé skrítin staða uppi hjá BHM að sólarhringur verði liðinn í verkfalli áður en haldinn sé samningafundur. „Svona hefur maður ekki þekkt áður.“ Mögulega hafi viðsemjendur sætt sig við hörð átök á vinnumarkaði. „Miðað við það hvernig menn eru að spila þetta þá er ekkert annað í spilunum en hörkuverkföll. Og kannski þarf það til að hreyfa við mönnum.“ Björn telur um leið afar litlar líkur á því að viðsemjendur ríkis og SA gefist upp þótt til verkfalla komi. Fast sé staðið að baki þeim kröfum sem lagðar hafi verið fram.Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins.Vísir/Egill AðalsteinssonÍ fríi í útlöndumFram kom í fjölmiðlum í gær að formaður samninganefndar ríkisins, Gunnar Björnsson, væri í leyfi frá störfum. Samkvæmt heimildum Nútímans mun hann staddur í Mjanmar (Búrma) í Asíu. Í fjarveru Gunnars stýrir Guðmundur H. Guðmundsson, varaformaður samninganefndarinnar, starfi hennar. Leyfi Gunnars er því ekki sagt hafa áhrif á framgang viðræðnanna.Tæknimenn RÚV boða verkfall á ný Starfsmenn RÚV sem eru í Rafiðnaðarsambandi Íslands hafa boðað til verkfalls á ný, fyrst 16. til 19. apríl næstkomandi og svo aftur frá 24. apríl, þá ótímabundið. Í tilkynningu RÚV segir að fyrir rúmri viku hafi legið fyrir samkomulag um lykilatriði nýs fyrirtækjasamnings, en á lokametrunum hafi samninganefnd RSÍ sett fram nýjar kröfur sem RÚV hafi ekki getað gengið að. „Ríkisútvarpið vill að sjálfsögðu tryggja starfsmönnum RÚV sanngjörn kjör en sú viðleitni verður að vera í einhverju samhengi við þá samninga sem gerðir eru á almennum markaði og mega ekki stofna rekstri RÚV í óvissu til framtíðar,“ segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Ríkið boðar lögsókn verði af verkföllunum Fjármálaráðuneytið segir verkfallsboðun fimm aðildarfélaga BHM ólöglega án þess að skoða gögnin: 27. mars 2015 07:30 "Sanngjörn krafa fyrir þá sem lægst hafa launin“ Verkföll hjá félagsmönnum Starfsgreinasambandsins gætu hafist strax eftir páska. 11. mars 2015 11:06 Ný atkvæðagreiðsla SGS gæti orðið um harðari aðgerðir Sextán félög Starfsgreinasmbandsins þurfa að fara í nýja atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir sem gætu orðið harðari en áður boðaðar aðgerðir. 26. mars 2015 18:30 Ábyrgðarleysi að boða ekki fund í deilunni fyrr Páll Halldórsson, formaður BHM, segir það fádæma ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar í kjaradeilu ríkisins og félagsins yfir páskana, þrátt fyrir yfirvofandi verkfall. 6. apríl 2015 19:26 Ferðafólk hættir við að koma vofi verkföll yfir Yfirvofandi verkfall SGS hefur mikil áhrif á ferðaþjónustu. Fyrri reynsla af verkföllum sýni að ferðamenn afbóki áður en til verkfalls kemur. "Verkfall er algjörlega á ábyrgð SA,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. 19. mars 2015 07:00 Starfsemi Blóðbankans í lágmarki vegna verkfalls Hundruð félagsmanna BHM eru í verkfalli í dag og gætir áhrifa þess víða, meðal annars á heilbrigðisstofnunum landsins sem og í Blóðbankanum. 7. apríl 2015 11:23 Verkföll framundan hjá Starfsgreinasambandinu Síðdegis í dag slitnaði upp úr samningaviðræðum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir klukkustundarfund í húsakynnum ríkissáttasemjara. 10. mars 2015 17:23 Fresta hefur þurft skurðaðgerðum vegna verkfalls Fresta þurfti skurðaðgerðum á Landspítalanum í morgun vegna verkfallsaðgerða félagsmanna BHM. Starfandi forstjóri spítalans segir áhrifa verkfallsaðgerðanna gæta víða á spítalanum. 7. apríl 2015 13:43 Enginn fundur um páskana Íslenska ríkið stefndi Bandalagi háskólamanna fyrir Félagsdóm vegna verkfallsboðunar fimm aðildarfélaga 7. apríl 2015 07:00 Áhrifin á Landsspítalann síst minni en af læknaverkfalli Starfsemi Landspítalans mun lamast að hluta til þegar verkfall hefst á miðnætti. Þá mun starfsemin hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu fara úr skorðum þegar lögfræðingar leggja niður störf. 6. apríl 2015 19:19 Skrítið að meirihluti skikki suma í verkfall Félagsdómur tekur á morgun fyrir kæru ríkisins vegna verkfallsboðunar nokkurra aðildarfélaga BHM. Formaður félagsins segir um annars konar mál að ræða en vegna verkfallsboðana SGS. Verkföll háskólamanna hefjist að óbreyttu í næstu viku. 31. mars 2015 07:00 Verkföll fimm félaga úrskurðuð lögleg Óvissa ríkti um lögmæti atkvæðagreiðslu um verkfall BHM-félaga. 6. apríl 2015 14:51 Tilkynning frá Landspítalanum: Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða og sérhæfðra meðferða, til að mynda hjartaþræðingum, á meðan á verkfalli félaga í BHM stendur. 6. apríl 2015 20:12 Ríkið skilar auðu í viðræðum við háskólamenn Ríkissáttasemjari segir til lítils að halda fundi ef menn hafi ekki um neitt að tala. 7. apríl 2015 19:29 Tímamótasamningur að tengja við vísitölu Samningar náðust um launakjör starfsmanna Norðuráls á Grundartanga sem gilda til ársins 2019. 19. mars 2015 08:30 Kæra ríkisins raskar ekki þunga aðgerða BHM Líklegt að ríkið kæri verkfallsboðun 5 af 18 félögum BHM sem samþykkt hafa verkfallsaðgerðir strax eftir páska. 27. mars 2015 13:14 Telur að verkföll SGS muni ýta við atvinnurekendum Starfsgreinasambandið boðar röð skæruverkfalla og síðan allsherjar verkfall frá 12. maí hafi ekki samist fyrir þann tíma. Atkvæðagreiðsla hefst á mánudag. 17. mars 2015 19:00 Raskanir verða á sónarskoðunum og mæðravernd vegna verkfalls ljósmæðra Verkföll aðildarfélaga BHM hefjast að öllu óbreyttu eftir páska, og munu hafa vítæk áhrif á starfsemi Landspítalans. Ljósmæður eru á meðal þeirra sem leggja niður störf og verða því meðal annars raskanir á sónarskoðunum, valkeisaraskurðum og mæðravernd. 4. apríl 2015 19:00 Mikill hugur í félagsmönnum BHM Mikill hugur er í félagsmönnum BHM sem hófu verkfallsaðgerðir á miðnætti. Þetta segir Páll Halldórsson formaður Bandalags háskólamanna. Fimm hundruð og sextíu félagsmenn BHM lögðu niður störf á miðnætti. 7. apríl 2015 14:52 Ríkið vinnur að útspili í kjaradeilunum Rætt um hækkun húsaleigu- og vaxtabóta sem og skatta á leiguhúsnæði sem útspil í yfirstandandi kjaraviðræðum. Að ríkisstjórnin hafi haldið sér til hlés er sagt hluti vandans. SGS hefur lotu verkfalla þann 10. apríl. 25. mars 2015 10:45 Í verkfall stefnir eftir páska Til verkfalla gæti komið eftir viðræðuslit SGS og SA. Ótrúverðugt að fólk á lágmarkslaunum eigi að standa undir stöðugleikanum, segir formaður SGS. Aldrei þessu vant snúi kröfur ekki að ríkinu vegna svikinna loforða. 12. mars 2015 07:00 Verkfall BHM mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi HSU Verkfallið mun valda tilheyrandi röskun á daglegri starfsemi stofnunarinnar og óþægindum fyrir sjúklinga. 6. apríl 2015 20:56 Boða til umfangsmikilla verkfallsaðgerða Starfsgreinasamband Íslands, sem fer með samningsumboð fyrir um ríflega tíu þúsund manns, hefur boðað til umfangsmikilla verkfallsaðgerða. 17. mars 2015 14:37 Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Sjá meira
Ríkið boðar lögsókn verði af verkföllunum Fjármálaráðuneytið segir verkfallsboðun fimm aðildarfélaga BHM ólöglega án þess að skoða gögnin: 27. mars 2015 07:30
"Sanngjörn krafa fyrir þá sem lægst hafa launin“ Verkföll hjá félagsmönnum Starfsgreinasambandsins gætu hafist strax eftir páska. 11. mars 2015 11:06
Ný atkvæðagreiðsla SGS gæti orðið um harðari aðgerðir Sextán félög Starfsgreinasmbandsins þurfa að fara í nýja atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir sem gætu orðið harðari en áður boðaðar aðgerðir. 26. mars 2015 18:30
Ábyrgðarleysi að boða ekki fund í deilunni fyrr Páll Halldórsson, formaður BHM, segir það fádæma ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar í kjaradeilu ríkisins og félagsins yfir páskana, þrátt fyrir yfirvofandi verkfall. 6. apríl 2015 19:26
Ferðafólk hættir við að koma vofi verkföll yfir Yfirvofandi verkfall SGS hefur mikil áhrif á ferðaþjónustu. Fyrri reynsla af verkföllum sýni að ferðamenn afbóki áður en til verkfalls kemur. "Verkfall er algjörlega á ábyrgð SA,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. 19. mars 2015 07:00
Starfsemi Blóðbankans í lágmarki vegna verkfalls Hundruð félagsmanna BHM eru í verkfalli í dag og gætir áhrifa þess víða, meðal annars á heilbrigðisstofnunum landsins sem og í Blóðbankanum. 7. apríl 2015 11:23
Verkföll framundan hjá Starfsgreinasambandinu Síðdegis í dag slitnaði upp úr samningaviðræðum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir klukkustundarfund í húsakynnum ríkissáttasemjara. 10. mars 2015 17:23
Fresta hefur þurft skurðaðgerðum vegna verkfalls Fresta þurfti skurðaðgerðum á Landspítalanum í morgun vegna verkfallsaðgerða félagsmanna BHM. Starfandi forstjóri spítalans segir áhrifa verkfallsaðgerðanna gæta víða á spítalanum. 7. apríl 2015 13:43
Enginn fundur um páskana Íslenska ríkið stefndi Bandalagi háskólamanna fyrir Félagsdóm vegna verkfallsboðunar fimm aðildarfélaga 7. apríl 2015 07:00
Áhrifin á Landsspítalann síst minni en af læknaverkfalli Starfsemi Landspítalans mun lamast að hluta til þegar verkfall hefst á miðnætti. Þá mun starfsemin hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu fara úr skorðum þegar lögfræðingar leggja niður störf. 6. apríl 2015 19:19
Skrítið að meirihluti skikki suma í verkfall Félagsdómur tekur á morgun fyrir kæru ríkisins vegna verkfallsboðunar nokkurra aðildarfélaga BHM. Formaður félagsins segir um annars konar mál að ræða en vegna verkfallsboðana SGS. Verkföll háskólamanna hefjist að óbreyttu í næstu viku. 31. mars 2015 07:00
Verkföll fimm félaga úrskurðuð lögleg Óvissa ríkti um lögmæti atkvæðagreiðslu um verkfall BHM-félaga. 6. apríl 2015 14:51
Tilkynning frá Landspítalanum: Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða og sérhæfðra meðferða, til að mynda hjartaþræðingum, á meðan á verkfalli félaga í BHM stendur. 6. apríl 2015 20:12
Ríkið skilar auðu í viðræðum við háskólamenn Ríkissáttasemjari segir til lítils að halda fundi ef menn hafi ekki um neitt að tala. 7. apríl 2015 19:29
Tímamótasamningur að tengja við vísitölu Samningar náðust um launakjör starfsmanna Norðuráls á Grundartanga sem gilda til ársins 2019. 19. mars 2015 08:30
Kæra ríkisins raskar ekki þunga aðgerða BHM Líklegt að ríkið kæri verkfallsboðun 5 af 18 félögum BHM sem samþykkt hafa verkfallsaðgerðir strax eftir páska. 27. mars 2015 13:14
Telur að verkföll SGS muni ýta við atvinnurekendum Starfsgreinasambandið boðar röð skæruverkfalla og síðan allsherjar verkfall frá 12. maí hafi ekki samist fyrir þann tíma. Atkvæðagreiðsla hefst á mánudag. 17. mars 2015 19:00
Raskanir verða á sónarskoðunum og mæðravernd vegna verkfalls ljósmæðra Verkföll aðildarfélaga BHM hefjast að öllu óbreyttu eftir páska, og munu hafa vítæk áhrif á starfsemi Landspítalans. Ljósmæður eru á meðal þeirra sem leggja niður störf og verða því meðal annars raskanir á sónarskoðunum, valkeisaraskurðum og mæðravernd. 4. apríl 2015 19:00
Mikill hugur í félagsmönnum BHM Mikill hugur er í félagsmönnum BHM sem hófu verkfallsaðgerðir á miðnætti. Þetta segir Páll Halldórsson formaður Bandalags háskólamanna. Fimm hundruð og sextíu félagsmenn BHM lögðu niður störf á miðnætti. 7. apríl 2015 14:52
Ríkið vinnur að útspili í kjaradeilunum Rætt um hækkun húsaleigu- og vaxtabóta sem og skatta á leiguhúsnæði sem útspil í yfirstandandi kjaraviðræðum. Að ríkisstjórnin hafi haldið sér til hlés er sagt hluti vandans. SGS hefur lotu verkfalla þann 10. apríl. 25. mars 2015 10:45
Í verkfall stefnir eftir páska Til verkfalla gæti komið eftir viðræðuslit SGS og SA. Ótrúverðugt að fólk á lágmarkslaunum eigi að standa undir stöðugleikanum, segir formaður SGS. Aldrei þessu vant snúi kröfur ekki að ríkinu vegna svikinna loforða. 12. mars 2015 07:00
Verkfall BHM mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi HSU Verkfallið mun valda tilheyrandi röskun á daglegri starfsemi stofnunarinnar og óþægindum fyrir sjúklinga. 6. apríl 2015 20:56
Boða til umfangsmikilla verkfallsaðgerða Starfsgreinasamband Íslands, sem fer með samningsumboð fyrir um ríflega tíu þúsund manns, hefur boðað til umfangsmikilla verkfallsaðgerða. 17. mars 2015 14:37