Hljómar þögnin í Eldborg? Arna Kristín Einarsdóttir skrifar 8. apríl 2015 07:00 Hljóðfæraleikarar pakka hljóðfærunum sínum ofan í kassana og sviðið í Eldborg er autt. Sætin í salnum eru tóm. Tónleikunum hefur verið aflýst og tryggir áskrifendur og tónleikagestir sitja heima. Stemningin í Hörpu, tónlistarhúsinu „that makes Iceland bigger“ eins og einn forsvarsmanna Disney sagði á dögunum, er döpur. Ef ekki nást samningar við starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir 9. apríl stefnir í að þessi mynd sem hér er dregin upp verði að veruleika. Hljóðfæraleikarar hafa boðað verkfall á tónleikadegi milli kl. 19.00 og 23.00. Ef til þess kemur verður það, eftir því sem ég kemst næst, í fyrsta sinn í 65 ára sögu hljómsveitarinnar sem þeir fara í verkfall. Hingað til hefur verið litið svo á að verkfallsvopn hljóðfæraleikara sé bitlaust. Þetta er ekki sama beitta vopnið og læknar eiga og verkfall hljóðfæraleikara bitnar ekki á börnum og ungu fólki eins og þegar kennarar fara í verkfall. En þó deila megi um bitið geta áhrifin verið sterk. Sinfóníuhljómsveit Íslands var stofnuð 1950, sex árum eftir stofnun hins íslenska lýðveldis. Sama ár var Þjóðleikhúsið vígt. Ráðamenn þess tíma vildu að listir og menning mótuðu sjálfsmynd þjóðarinnar. Á þessum 65 árum hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands orðið ein af grunnstoðum íslensks menningarlífs og vakið alþjóðlega athygli, nú síðast í ágúst með rómuðum tónleikum hennar á hinni frægu tónlistarhátíð BBC Proms. Á síðasta ári sóttu 76.500 manns tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands eða um fjórðungur landsmanna. Samkvæmt nýlegri Gallup könnun hafa 45% fólks á aldrinum 18-34 ára komið á tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar síðustu 2-3 ár og 96,3% tónleikagesta fara ánægð. Á síðasta starfsári lék hljómsveitin fyrir nær 21.500 gesti á skólatónleikum og öðrum opnum tónleikum sem voru þáttur í fræðslustarfi hennar. Þessar tölur sýna að starfsemin snertir stóran hluta þjóðarinnar.Landsliðið Nýlega var skólatónleikum Sinfóníunnar sjónvarpað beint í kvikmyndahúsið Skjaldborg á Patreksfirði þar sem skólabörn á svæðinu fengu tækifæri til að sjá og heyra hljómsveitina leika fyrir fullum Eldborgarsal af reykvískum grunnskólabörnum. Um var að ræða tilraunarverkefni með Símanum en slíkar útsendingar gætu orðið að föstum lið í starfsemi hljómsveitarinnar á næsta starfsári. Á leiðinni á tónleikana heyrðist einn ungra tónleikagesta spyrja vin sinn: „Hvað er eiginlega sinfóníuhljómsveit?“ og vinurinn svaraði: „Það er svona landsliðið í hljóðfæraleik.“ Það er margt líkt með hljóðfæraleikurum og afreksfólki í íþróttum. Þeir þurfa að keppa um stöður í hljómsveitinni. Þeir þurfa stöðugt að viðhalda færni sinni með þjálfun marga klukkutíma á dag. Allir atvinnutónlistarmenn hafa æft á hljóðfæri frá barnæsku. Vinna þeirra krefst ofurnákvæmni og mikillar einbeitingar hvort sem er við æfingar eða á tónleikum. Álagið á tónleikum er slíkt að blóðþrýstingur hljóðfæraleikara mælist hærri en hjá flugumferðarstjórum, flugmönnum og læknum. Hljóðfæraleikarar hafa löngum þurft að berjast fyrir því að störf þeirra væru metin til launa. Ástríða þeirra og hæfileikar hafa verið nokkurs konar kaupauki fyrir samfélagið sem ekki hefur þurft að greiða list þeirra fullu verði. Eins og aðrir launamenn fara þeir fram á að menntun, álag og reynsla sé metin til launahækkana. Vonandi finnst farsæl lausn á kjaradeilunni fyrr en síðar. Því hvað gerist þegar tónlistin þagnar og hvernig hljómar þögnin í Eldborg? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Hljóðfæraleikarar pakka hljóðfærunum sínum ofan í kassana og sviðið í Eldborg er autt. Sætin í salnum eru tóm. Tónleikunum hefur verið aflýst og tryggir áskrifendur og tónleikagestir sitja heima. Stemningin í Hörpu, tónlistarhúsinu „that makes Iceland bigger“ eins og einn forsvarsmanna Disney sagði á dögunum, er döpur. Ef ekki nást samningar við starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir 9. apríl stefnir í að þessi mynd sem hér er dregin upp verði að veruleika. Hljóðfæraleikarar hafa boðað verkfall á tónleikadegi milli kl. 19.00 og 23.00. Ef til þess kemur verður það, eftir því sem ég kemst næst, í fyrsta sinn í 65 ára sögu hljómsveitarinnar sem þeir fara í verkfall. Hingað til hefur verið litið svo á að verkfallsvopn hljóðfæraleikara sé bitlaust. Þetta er ekki sama beitta vopnið og læknar eiga og verkfall hljóðfæraleikara bitnar ekki á börnum og ungu fólki eins og þegar kennarar fara í verkfall. En þó deila megi um bitið geta áhrifin verið sterk. Sinfóníuhljómsveit Íslands var stofnuð 1950, sex árum eftir stofnun hins íslenska lýðveldis. Sama ár var Þjóðleikhúsið vígt. Ráðamenn þess tíma vildu að listir og menning mótuðu sjálfsmynd þjóðarinnar. Á þessum 65 árum hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands orðið ein af grunnstoðum íslensks menningarlífs og vakið alþjóðlega athygli, nú síðast í ágúst með rómuðum tónleikum hennar á hinni frægu tónlistarhátíð BBC Proms. Á síðasta ári sóttu 76.500 manns tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands eða um fjórðungur landsmanna. Samkvæmt nýlegri Gallup könnun hafa 45% fólks á aldrinum 18-34 ára komið á tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar síðustu 2-3 ár og 96,3% tónleikagesta fara ánægð. Á síðasta starfsári lék hljómsveitin fyrir nær 21.500 gesti á skólatónleikum og öðrum opnum tónleikum sem voru þáttur í fræðslustarfi hennar. Þessar tölur sýna að starfsemin snertir stóran hluta þjóðarinnar.Landsliðið Nýlega var skólatónleikum Sinfóníunnar sjónvarpað beint í kvikmyndahúsið Skjaldborg á Patreksfirði þar sem skólabörn á svæðinu fengu tækifæri til að sjá og heyra hljómsveitina leika fyrir fullum Eldborgarsal af reykvískum grunnskólabörnum. Um var að ræða tilraunarverkefni með Símanum en slíkar útsendingar gætu orðið að föstum lið í starfsemi hljómsveitarinnar á næsta starfsári. Á leiðinni á tónleikana heyrðist einn ungra tónleikagesta spyrja vin sinn: „Hvað er eiginlega sinfóníuhljómsveit?“ og vinurinn svaraði: „Það er svona landsliðið í hljóðfæraleik.“ Það er margt líkt með hljóðfæraleikurum og afreksfólki í íþróttum. Þeir þurfa að keppa um stöður í hljómsveitinni. Þeir þurfa stöðugt að viðhalda færni sinni með þjálfun marga klukkutíma á dag. Allir atvinnutónlistarmenn hafa æft á hljóðfæri frá barnæsku. Vinna þeirra krefst ofurnákvæmni og mikillar einbeitingar hvort sem er við æfingar eða á tónleikum. Álagið á tónleikum er slíkt að blóðþrýstingur hljóðfæraleikara mælist hærri en hjá flugumferðarstjórum, flugmönnum og læknum. Hljóðfæraleikarar hafa löngum þurft að berjast fyrir því að störf þeirra væru metin til launa. Ástríða þeirra og hæfileikar hafa verið nokkurs konar kaupauki fyrir samfélagið sem ekki hefur þurft að greiða list þeirra fullu verði. Eins og aðrir launamenn fara þeir fram á að menntun, álag og reynsla sé metin til launahækkana. Vonandi finnst farsæl lausn á kjaradeilunni fyrr en síðar. Því hvað gerist þegar tónlistin þagnar og hvernig hljómar þögnin í Eldborg?
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun