Hækkun upp á 3,5 prósent dugar ekki Óli Kristján Ármannsson skrifar 9. apríl 2015 07:00 Hjá ríkissáttasemjara í gær. Guðmundur H. Guðmundsson, varaformaður samninganefndar ríkisins, rýnir í tölurnar í rauðu möppunni, og Magnús Pétursson ríkissáttasemjari (lengst til hægri) undirbýr fundinn. Fréttablaðið/Pjetur „Ég held að samninganefnd ríkisins þurfi að sækja meira umboð í sitt bakland,“ segir Páll Halldórsson, formaður BHM. Hann segir enn bera mikið í milli í deilunni og samningafundur sem fram fór hjá ríkissáttasemjara í gær hafi verið tíðindalítill. Fundurinn stóð frá hálf tvö til fjögur. „Í raun og veru hefur ekkert breyst í því að það vantar bara meira inn í þetta,“ segir Páll og kveður samninganefnd ríkisins halda sig við að bjóða ekki annað en 3,5 prósenta hækkun launa. „Og það bara dugar ekki.“ Samninganefndir BHM og ríkisins segir Páll hins vegar ætla að hittast aftur á morgun, föstudag, klukkan tíu árdegis. „Og mér finnst bara gott á meðan menn tala saman, því að öðru vísi gerist örugglega ekki neitt.“Páll Halldórsson, formaður BHM, í miðið á samningafundi í Karphúsinu við Borgartún í gærdag.Fréttablaðið/PjeturAð meðtöldum þeim fimm aðildarfélögum BHM sem hófu ótímabundið verkfall í byrjun vikunnar leggja í dag rúmlega þrjú þúsund félagsmenn samtakanna niður störf í allsherjarverkfalli. „Um mismunandi aðgerðir er að ræða allt frá því að vera verkfall part úr degi yfir í ótímabundin allsherjarverkföll,“ segir á vef BHM. Efnt hefur verið til samstöðufundar BHM-félaganna á Lækjartorgi klukkan eitt. Til stendur að afhenda ráðamönnum áskorun og halda svo til fundar í Rúgbrauðsgerðinni við Borgartún. Krafa samtakanna er að menntun sé metin til launa, en ekki hefur verið upplýst nákvæmlega hverjar kröfurnar eru. Flestir þeir sem hófu verkfall á þriðjudaginn starfa á Landspítalanum eða öðrum heilbrigðisstofnunum, en í hópnum eru geislafræðingar, lífeindafræðingar, ljósmæður og náttúrufræðingar. Þá eru líka í verkfalli lögfræðingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Horfur eru á töluverðum átökum öðrum á vinnumarkaði, auk deilu BHM og ríkisins. Aðildarfélög Starfsgreinasambandsins undirbúa verkfallsaðgerðir sem gætu brostið á undir lok mánaðarins. Þar eru félagsmenn 10 til 12 þúsund talsins. Þá hafa rafiðnaðarmenn hjá RÚV boðað verkfall og stefnir í aðgerðir hjá undirverktökum sem starfa hjá Fjarðaáli, alls um 400 manns, með þessum 50 sem hjá RÚV starfa. Séu allir þessir hópar teknir saman eru líkur á að allt að 15 þúsund manns standi í verkfallsaðgerðum á næstu vikum. Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
„Ég held að samninganefnd ríkisins þurfi að sækja meira umboð í sitt bakland,“ segir Páll Halldórsson, formaður BHM. Hann segir enn bera mikið í milli í deilunni og samningafundur sem fram fór hjá ríkissáttasemjara í gær hafi verið tíðindalítill. Fundurinn stóð frá hálf tvö til fjögur. „Í raun og veru hefur ekkert breyst í því að það vantar bara meira inn í þetta,“ segir Páll og kveður samninganefnd ríkisins halda sig við að bjóða ekki annað en 3,5 prósenta hækkun launa. „Og það bara dugar ekki.“ Samninganefndir BHM og ríkisins segir Páll hins vegar ætla að hittast aftur á morgun, föstudag, klukkan tíu árdegis. „Og mér finnst bara gott á meðan menn tala saman, því að öðru vísi gerist örugglega ekki neitt.“Páll Halldórsson, formaður BHM, í miðið á samningafundi í Karphúsinu við Borgartún í gærdag.Fréttablaðið/PjeturAð meðtöldum þeim fimm aðildarfélögum BHM sem hófu ótímabundið verkfall í byrjun vikunnar leggja í dag rúmlega þrjú þúsund félagsmenn samtakanna niður störf í allsherjarverkfalli. „Um mismunandi aðgerðir er að ræða allt frá því að vera verkfall part úr degi yfir í ótímabundin allsherjarverkföll,“ segir á vef BHM. Efnt hefur verið til samstöðufundar BHM-félaganna á Lækjartorgi klukkan eitt. Til stendur að afhenda ráðamönnum áskorun og halda svo til fundar í Rúgbrauðsgerðinni við Borgartún. Krafa samtakanna er að menntun sé metin til launa, en ekki hefur verið upplýst nákvæmlega hverjar kröfurnar eru. Flestir þeir sem hófu verkfall á þriðjudaginn starfa á Landspítalanum eða öðrum heilbrigðisstofnunum, en í hópnum eru geislafræðingar, lífeindafræðingar, ljósmæður og náttúrufræðingar. Þá eru líka í verkfalli lögfræðingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Horfur eru á töluverðum átökum öðrum á vinnumarkaði, auk deilu BHM og ríkisins. Aðildarfélög Starfsgreinasambandsins undirbúa verkfallsaðgerðir sem gætu brostið á undir lok mánaðarins. Þar eru félagsmenn 10 til 12 þúsund talsins. Þá hafa rafiðnaðarmenn hjá RÚV boðað verkfall og stefnir í aðgerðir hjá undirverktökum sem starfa hjá Fjarðaáli, alls um 400 manns, með þessum 50 sem hjá RÚV starfa. Séu allir þessir hópar teknir saman eru líkur á að allt að 15 þúsund manns standi í verkfallsaðgerðum á næstu vikum.
Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira