Eru ekki til tals um raflínu yfir hálendið 10. apríl 2015 07:00 Það var kannski táknrænt að langt var á milli forstjóra Landsnets og formanns Samtaka ferðaþjónustunnar í fyrirspurnatíma vorfundarins í gær. mynd/hreinn magnússon „Hvað varðar lagningu háspennulínu yfir hálendi Íslands, næst aldrei sátt við ferðaþjónustuna um það,“ sagði Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, á vorfundi Landsnets í gær þar sem fjallað var um stöðu flutningskerfis raforku á Íslandi og nýjar áherslur Landsnets í því samhengi.Nýjar áherslur Landsnet kynnti á fundinum nýjar áherslur til að þróa og viðhalda flutningskerfi raforku, í sátt við samfélag og umhverfi. „Landsnet er að taka upp breytt verklag með skýrari sýn á samfélagsábyrgð fyrirtækisins sem felst m.a. í enn meira samráði á fyrstu stigum fyrirhugaðra framkvæmda og stofnun þverfaglegra samráðshópa. Samtímis verður öll greiningarvinna efld enn frekar með það að markmiði að finna bestu framkvæmanlegu lausnirnar á hverjum tíma,“ segir í fréttatilkynningu fyrirtækisins.Staðreynd sem blasir við Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, minnti á það í erindi sínu sem fyrir löngu er öllum ljóst – styrkja þarf flutningskerfið enda svarar byggðalínan sem lögð var fyrir fjórum áratugum engan veginn kalli tímans. Fjárfesting upp á 70 til 100 milljarða næsta áratuginn er nauðsynleg til að mæta væntingum og kröfum í samfélaginu, að hans sögn. Tenging sterks dreifikerfis suðvesturhornsins við önnur landsvæði verði að skoðast í því ljósi að gríðarleg verðmæti fari forgörðum á ári hverju að óbreyttu. Það eru þrír til tíu milljarðar á ári, er mat Landsnets, en flutningstakmarkanir koma í veg fyrir staðsetningu meðalstórra fyrirtækja úti á landi, svo ekki sé nefnt orkuöryggi sem kemur öllum landslýð og fyrirtækjum við – líka ferðaþjónustunni.Tvær leiðir Til að gera þetta eru tvær leiðir færar; hálendisleið, eða lögn línu yfir Sprengisand, eða byggðaleið – uppbygging byggðalínunnar þar sem hún liggur hringinn í kringum landið. „Að hafna hálendisleiðinni er að velja hina,“ sagði Guðmundur Ingi. Svo einföld er þessi mynd. Hvað hálendisleiðina varðar er hún þrískipt; loftlína alla leið. Loftlína með allt að 50 kílómetra jarðstreng. Síðasti kosturinn er jarðstrengur alla leið með svokallaðri jafnstraumstækni – en hún er varla raunhæf lausn nema í tengslum við sæstreng til Bretlands, sagði Guðmundur en eins og þekkt er virðist það verkefni neðarlega í verkefnabunka stjórnvalda þrátt fyrir að Landsvirkjun hafi lagt töluverða vinnu í að þoka málinu áfram.Rammaáætlun ferðaþjónustunnar Skilaboð Gríms Sæmundsen á fundinum urðu hins vegar ekki misskilin. Ferðaþjónustan er til tals um lagningu jarðstrengs yfir hálendið, en í raun ekkert annað eins og að framan greinir. Hann sagði jafnframt að mikilvægi ferðaþjónustunnar í efnahagslegu tilliti væri slíkt í dag að stórar ákvarðanir er varða náttúruna sem auðlind verði eftirleiðis að taka með hagsmuni greinarinnar að leiðarljósi. Nefndi hann vinnu við rammaáætlun, eða áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, í því samhengi síðastliðin 15 ár. „Það er kominn tími til að settur sé verðmiði á þau óefnislegu gæði sem í ósnortinni íslenskri náttúru felast,“ sagði Grímur og gerði að tillögu sinni að áætlun til verndar og nýtingar landsvæða verði í framtíðinni gerð á forsendum íslenskrar ferðaþjónustu – eða um „rammaáætlun ferðaþjónustunnar“ verði að ræða. Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira
„Hvað varðar lagningu háspennulínu yfir hálendi Íslands, næst aldrei sátt við ferðaþjónustuna um það,“ sagði Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, á vorfundi Landsnets í gær þar sem fjallað var um stöðu flutningskerfis raforku á Íslandi og nýjar áherslur Landsnets í því samhengi.Nýjar áherslur Landsnet kynnti á fundinum nýjar áherslur til að þróa og viðhalda flutningskerfi raforku, í sátt við samfélag og umhverfi. „Landsnet er að taka upp breytt verklag með skýrari sýn á samfélagsábyrgð fyrirtækisins sem felst m.a. í enn meira samráði á fyrstu stigum fyrirhugaðra framkvæmda og stofnun þverfaglegra samráðshópa. Samtímis verður öll greiningarvinna efld enn frekar með það að markmiði að finna bestu framkvæmanlegu lausnirnar á hverjum tíma,“ segir í fréttatilkynningu fyrirtækisins.Staðreynd sem blasir við Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, minnti á það í erindi sínu sem fyrir löngu er öllum ljóst – styrkja þarf flutningskerfið enda svarar byggðalínan sem lögð var fyrir fjórum áratugum engan veginn kalli tímans. Fjárfesting upp á 70 til 100 milljarða næsta áratuginn er nauðsynleg til að mæta væntingum og kröfum í samfélaginu, að hans sögn. Tenging sterks dreifikerfis suðvesturhornsins við önnur landsvæði verði að skoðast í því ljósi að gríðarleg verðmæti fari forgörðum á ári hverju að óbreyttu. Það eru þrír til tíu milljarðar á ári, er mat Landsnets, en flutningstakmarkanir koma í veg fyrir staðsetningu meðalstórra fyrirtækja úti á landi, svo ekki sé nefnt orkuöryggi sem kemur öllum landslýð og fyrirtækjum við – líka ferðaþjónustunni.Tvær leiðir Til að gera þetta eru tvær leiðir færar; hálendisleið, eða lögn línu yfir Sprengisand, eða byggðaleið – uppbygging byggðalínunnar þar sem hún liggur hringinn í kringum landið. „Að hafna hálendisleiðinni er að velja hina,“ sagði Guðmundur Ingi. Svo einföld er þessi mynd. Hvað hálendisleiðina varðar er hún þrískipt; loftlína alla leið. Loftlína með allt að 50 kílómetra jarðstreng. Síðasti kosturinn er jarðstrengur alla leið með svokallaðri jafnstraumstækni – en hún er varla raunhæf lausn nema í tengslum við sæstreng til Bretlands, sagði Guðmundur en eins og þekkt er virðist það verkefni neðarlega í verkefnabunka stjórnvalda þrátt fyrir að Landsvirkjun hafi lagt töluverða vinnu í að þoka málinu áfram.Rammaáætlun ferðaþjónustunnar Skilaboð Gríms Sæmundsen á fundinum urðu hins vegar ekki misskilin. Ferðaþjónustan er til tals um lagningu jarðstrengs yfir hálendið, en í raun ekkert annað eins og að framan greinir. Hann sagði jafnframt að mikilvægi ferðaþjónustunnar í efnahagslegu tilliti væri slíkt í dag að stórar ákvarðanir er varða náttúruna sem auðlind verði eftirleiðis að taka með hagsmuni greinarinnar að leiðarljósi. Nefndi hann vinnu við rammaáætlun, eða áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, í því samhengi síðastliðin 15 ár. „Það er kominn tími til að settur sé verðmiði á þau óefnislegu gæði sem í ósnortinni íslenskri náttúru felast,“ sagði Grímur og gerði að tillögu sinni að áætlun til verndar og nýtingar landsvæða verði í framtíðinni gerð á forsendum íslenskrar ferðaþjónustu – eða um „rammaáætlun ferðaþjónustunnar“ verði að ræða.
Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira