Lífið

Patti Smith í Hörpu í ágúst

Adda Soffia Ingvarsdottir skrifar
Búast má við hörkutónleikum hjá rokkgyðjunni Patti Smith.
Búast má við hörkutónleikum hjá rokkgyðjunni Patti Smith. Vísir/getty
Goðsögnin Patti Smith er á leið hingað til lands og mun halda tónleika í Eldborgarsal Hörpu mánudaginn 17. ágúst næstkomandi.

Á tónleikunum í Hörpu mun Smith heiðra fyrstu plötu sína, Horses, og flytja hana í heild sinni. Platan, sem fagnar 40 ára útgáfuafmæli í ár, verður flutt í bland við annað og nýrra efni. Að mati margra er Horses besta platan sem hún hefur gert á sínum ferli. Því ættu tónleikarnir að vera mikið gleðiefni fyrir íslenska aðdáendur hennar.

Tímaritið Time valdi plötuna Horses meðal 100 bestu platna allra tíma og lenti hún í 44. sæti á lista tímaritsins Rolling Stone yfir 500. bestu plötur heims. Með í hljómsveitinni, sem kemur með Smith, verða tveir af upprunalegum meðlimum hljómsveitar hennar.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Smith kemur til landsins. Hún hélt tónleika á Nasa árið 2005 og í Háskólabíói 2006. Einnig kom hún fram á náttúruverndartónleikum í Hörpu í fyrra, auk þess sem hún tróð óvænt upp með Russel Crowe á Menningartónleikum X-977 2012 við góðar undirtektir.

Miðasala hefst 15. apríl á midi.is. 




Tengdar fréttir

Patti Smith tróð upp með Russell Crowe

Russell Crowe hélt tónleika í portinu á vak við Ellefuna ásamt hljómsveit á Menningarnæturtónleikum X-977 í kvöld. Ekki nóg með að leikarinn dásamaði land og þjóð heldur birtist vinkona hans, söngkonan Patti Smith á sviðinu öllum að óvörum og söng lagið Because the night við gríðarlegan fögnuð viðstaddra.

E! fjallar um tónleika Russell Crowe og Patti Smith

Sjónvarpsstöðin E! fjallar um tónleika Russell Crowe í Reykjavík um helgina á vefsíðu sinni í morgun. Þar segir að leikarinn hafi komið fram á tónleikunum ásamt Patti Smith og með fréttinni fylgir myndskeið þar sem þau taka lagið Because the Night. "Áhorfendum var brugðið þegar að Patti Smith mætti á sviðið,“ segir í fréttinni.

Patti mætti líka á Kex - myndband

Ekki nóg með að Patti Smith hafi slegið í gegn á Menningarnæturtónleikum X-977 með Russell á bak við Ellefuna í gær heldur poppaði hún einnig upp á veitingahúsinu Kex þar sem hún var alls ekki síðri. Sjáðu Russell Crowe og flutning söngkonunnar í meðfylgjandi myndskeiði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.