Skellti í sumarsmell Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 11. apríl 2015 08:30 Erla segist hafa haft gaman af tónlist síðan hún man eftir sér en hún lærði á hljómborð sem stelpa. Mynd/ÁsaBerglind „Það var auglýst hérna verkefni fyrir eldri borgara. Ég hef nú alltaf haft gaman af músík síðan ég hef vitað af mér, var forvitin og mætti á staðinn,“ segir Erla Markúsdóttir, sjötíu og átta ára gamall meðlimur í tónlistarhópnum Tónar og trix sem starfræktur er í Þorlákshöfn. Hópurinn hyggur nú á útgáfu á geisladiski og á Erla lag og texta á disknum en þetta er fyrsta lagið sem hún hefur gefið út. Tónar og trix urðu til árið 2007 út frá því sem átti að vera tveggja vikna tónlistarverkefni Ásu Berglindar Hjálmarsdóttur, stjórnanda hópsins, og skólasystur hennar úr Listaháskóla Íslands en hefur heldur betur öðlast framhaldslíf. „Svo fóru þær að búa til lög og láta okkur búa til líka. Þær voru með hljóðfæri og svona sem ég hafði aldrei snert áður og það var mjög gaman,“ segir Erla glöð í bragði en hún æfði á hljómborð á sínum yngri árum. „Ég hef aðeins lært á hljómborð, sem stelpa fór ég í örfáa tíma í Tónlistarskóla Rangæinga, það var frá miðjum febrúar fram í maí,“ segir hún en síðar eftir að hún hætti að vinna tók hún til við tónlistariðkun á ný. „Þá varð maður að finna eitthvað að gera, ég var ekki með hljóðfæri hérna heima og þá var ýtt á mig að fara í tónlistarskólann hérna og þangað fór ég í nokkrar annir,“ segir hún glöð í bragði og sér ekki eftir því í dag. „Núna erum við að fara að gefa út disk. Það er ýmislegt sem getur gerst,“ segir Erla hlæjandi. „Ég bjóst ekki við því, þú getur ímyndað þér,“ segir hún og skellir upp úr þegar hún er spurð að því hvort hún hafi búist við að gefa út geisladisk sjötíu og átta ára gömul. Söfnun stendur nú yfir á vefsíðunni Karolina Fund en Erla samdi lagið Haust sem er á disknum auk textans við það en áætlað er að diskurinn Tónar og trix komi út í maí. „Við vorum að ljúka störfum að vori til og Ása Berglind sagði að við myndum gera meira um haustið. Hún ýjaði að því að við gætum gert eitthvað heima og ég ákvað að prófa,“ segir hún um tildrög lagsins og bætir við að hún skrifi ekki mikið af lagasmíðunum niður. „Yfirleitt týni ég því en hún Ása Berglind skrifaði þetta niður fyrir mig.“ Erla segir starfið með tónlistarhópnum afar skemmtilegt og að hún hafi afar gaman af þeirra vikulegu hittingum. „Þetta er bara búið að vera ævintýri frá upphafi, segir hún ánægð að lokum. Hér má sjá texta Erlu við lagið Haust: Þó sól á lofti lækki ég leik mér enn um sinn og æskuárum fækki ég áfram þráðinn spinn. Í tónalandi ég lifi þar lífsgleðina finn, þó taktfast klukkan tifi og tíminn hrukki kinn. Ég trommuna slæ, taktinum næ, tipla á tá og hæl. Er Tónar og Trix með sín tilþrif og mix tekur lagið með stæl.Þeir sem vilja fræðast frekar um Tóna og Trix geta gert það hér. Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Fleiri fréttir Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Sjá meira
„Það var auglýst hérna verkefni fyrir eldri borgara. Ég hef nú alltaf haft gaman af músík síðan ég hef vitað af mér, var forvitin og mætti á staðinn,“ segir Erla Markúsdóttir, sjötíu og átta ára gamall meðlimur í tónlistarhópnum Tónar og trix sem starfræktur er í Þorlákshöfn. Hópurinn hyggur nú á útgáfu á geisladiski og á Erla lag og texta á disknum en þetta er fyrsta lagið sem hún hefur gefið út. Tónar og trix urðu til árið 2007 út frá því sem átti að vera tveggja vikna tónlistarverkefni Ásu Berglindar Hjálmarsdóttur, stjórnanda hópsins, og skólasystur hennar úr Listaháskóla Íslands en hefur heldur betur öðlast framhaldslíf. „Svo fóru þær að búa til lög og láta okkur búa til líka. Þær voru með hljóðfæri og svona sem ég hafði aldrei snert áður og það var mjög gaman,“ segir Erla glöð í bragði en hún æfði á hljómborð á sínum yngri árum. „Ég hef aðeins lært á hljómborð, sem stelpa fór ég í örfáa tíma í Tónlistarskóla Rangæinga, það var frá miðjum febrúar fram í maí,“ segir hún en síðar eftir að hún hætti að vinna tók hún til við tónlistariðkun á ný. „Þá varð maður að finna eitthvað að gera, ég var ekki með hljóðfæri hérna heima og þá var ýtt á mig að fara í tónlistarskólann hérna og þangað fór ég í nokkrar annir,“ segir hún glöð í bragði og sér ekki eftir því í dag. „Núna erum við að fara að gefa út disk. Það er ýmislegt sem getur gerst,“ segir Erla hlæjandi. „Ég bjóst ekki við því, þú getur ímyndað þér,“ segir hún og skellir upp úr þegar hún er spurð að því hvort hún hafi búist við að gefa út geisladisk sjötíu og átta ára gömul. Söfnun stendur nú yfir á vefsíðunni Karolina Fund en Erla samdi lagið Haust sem er á disknum auk textans við það en áætlað er að diskurinn Tónar og trix komi út í maí. „Við vorum að ljúka störfum að vori til og Ása Berglind sagði að við myndum gera meira um haustið. Hún ýjaði að því að við gætum gert eitthvað heima og ég ákvað að prófa,“ segir hún um tildrög lagsins og bætir við að hún skrifi ekki mikið af lagasmíðunum niður. „Yfirleitt týni ég því en hún Ása Berglind skrifaði þetta niður fyrir mig.“ Erla segir starfið með tónlistarhópnum afar skemmtilegt og að hún hafi afar gaman af þeirra vikulegu hittingum. „Þetta er bara búið að vera ævintýri frá upphafi, segir hún ánægð að lokum. Hér má sjá texta Erlu við lagið Haust: Þó sól á lofti lækki ég leik mér enn um sinn og æskuárum fækki ég áfram þráðinn spinn. Í tónalandi ég lifi þar lífsgleðina finn, þó taktfast klukkan tifi og tíminn hrukki kinn. Ég trommuna slæ, taktinum næ, tipla á tá og hæl. Er Tónar og Trix með sín tilþrif og mix tekur lagið með stæl.Þeir sem vilja fræðast frekar um Tóna og Trix geta gert það hér.
Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Fleiri fréttir Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Sjá meira