Innlent

Kosningu lýkur á mánudaginn

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, og Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS.
Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, og Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS. Vísir/Auðunn Níelsson
Rafræn atkvæðagreiðsla sextán aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins um heimild til verkfallsboðunar hófst í gærmorgun og stendur til miðnættis 20. apríl.

„Um er að ræða verkfallsboðun vegna félagsmanna sem starfa eftir kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins,“ segir á vef Starfsgreinasambandsins.

Rúmlega tíu þúsund eru á kjörskrá. „Starfsgreinasambandið hvetur að sjálfsögðu alla kosningabæra félagsmenn til að taka þátt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×