Framkvæmdir hafnar vegna útilaugar Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 14. apríl 2015 07:15 Orkuveitan vinnur nú að tilflutningi raflagna áður en raunverulegur uppgröftur vegna laugarsvæðisins hefst. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Framkvæmdir vegna byggingar útilaugar sunnan við Sundhöllina við Barónsstíg eru hafnar. „Orkuveitan er með stóra spennistöð sunnan við Sundhöllina. Lagnir að og frá því húsi eru margar og nálægt graftarsvæðinu og inni í því að hluta. Tilflutningur á þessu lögnum er hafinn,“ segir Einar Hjálmar Jónsson, byggingatæknifræðingur og verkefnisstjóri nýju útilaugarinnar. Hann getur þess að færa þurfi nær götunni lagnir sem eru undir gangstéttinni meðfram Sundhöllinni að vestanverðu. „Það er ekki hægt að hengja þær í skurðbakkann eins og menn voru fyrst að velta fyrir sér.“Jarðvinna fer fljótlega að hefjast, að sögn Einars. „Verktakinn er mættur á svæðið en raunverulegur uppgröftur hefst um leið og búið er að girða byggingasvæðið varanlega af.“ Á svæðinu, sem Einar bendir á að sé reyndar afar þröngt, verður 25 m löng sundlaug, vaðlaug fyrir krakka, eimbað með köldum potti við hliðina og nuddpottur. Við austurgafl Sundhallarinnar, þar sem nú eru nuddpottar, eru stefnt að rólegu svæði með heitum pottum án vatnsnudds. „Þetta hefur ekki verið ákveðið endanlega en er álitið heppilegt fyrir laugarsvæðið eftir stækkun,“ segir Einar. Byggt verður nýtt anddyri sem verður sameiginlegt fyrir útilaugina og gömlu innilaugina. Innangengt verður á milli lauganna. Áætlað er að sundlaugarsvæðið verði opnað vorið 2017. „Það tekur tíma að steypa upp laugarker og svo þarf kerið marga mánuði til að þorna. Sundlaugar eru öðruvísi en önnur mannvirki að þessu leyti. Þetta spilar inn í verktímann,“ tekur Einar fram. Kostnaður vegna viðbyggingarinnar er áætlaður 1.170 millónir króna og endurbæturnar á eldra húsinu, það er Sundhöllinni sjálfri, 250 milljónir króna.Við sundhöllina Áætlað er að svæðið verði opnað vorið 2017.Nýja laugin Útilaugin verður 25 metra löng. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Framkvæmdir vegna byggingar útilaugar sunnan við Sundhöllina við Barónsstíg eru hafnar. „Orkuveitan er með stóra spennistöð sunnan við Sundhöllina. Lagnir að og frá því húsi eru margar og nálægt graftarsvæðinu og inni í því að hluta. Tilflutningur á þessu lögnum er hafinn,“ segir Einar Hjálmar Jónsson, byggingatæknifræðingur og verkefnisstjóri nýju útilaugarinnar. Hann getur þess að færa þurfi nær götunni lagnir sem eru undir gangstéttinni meðfram Sundhöllinni að vestanverðu. „Það er ekki hægt að hengja þær í skurðbakkann eins og menn voru fyrst að velta fyrir sér.“Jarðvinna fer fljótlega að hefjast, að sögn Einars. „Verktakinn er mættur á svæðið en raunverulegur uppgröftur hefst um leið og búið er að girða byggingasvæðið varanlega af.“ Á svæðinu, sem Einar bendir á að sé reyndar afar þröngt, verður 25 m löng sundlaug, vaðlaug fyrir krakka, eimbað með köldum potti við hliðina og nuddpottur. Við austurgafl Sundhallarinnar, þar sem nú eru nuddpottar, eru stefnt að rólegu svæði með heitum pottum án vatnsnudds. „Þetta hefur ekki verið ákveðið endanlega en er álitið heppilegt fyrir laugarsvæðið eftir stækkun,“ segir Einar. Byggt verður nýtt anddyri sem verður sameiginlegt fyrir útilaugina og gömlu innilaugina. Innangengt verður á milli lauganna. Áætlað er að sundlaugarsvæðið verði opnað vorið 2017. „Það tekur tíma að steypa upp laugarker og svo þarf kerið marga mánuði til að þorna. Sundlaugar eru öðruvísi en önnur mannvirki að þessu leyti. Þetta spilar inn í verktímann,“ tekur Einar fram. Kostnaður vegna viðbyggingarinnar er áætlaður 1.170 millónir króna og endurbæturnar á eldra húsinu, það er Sundhöllinni sjálfri, 250 milljónir króna.Við sundhöllina Áætlað er að svæðið verði opnað vorið 2017.Nýja laugin Útilaugin verður 25 metra löng.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira