Menning

Andi ástar og drauma svífur yfir

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Vortónleikar Kvennakórs Kópavogs verða með léttri klúbbastemningu þetta árið.
Vortónleikar Kvennakórs Kópavogs verða með léttri klúbbastemningu þetta árið.
Eftir rysjóttan vetur svífur andi ástar og drauma yfir vortónleikum Kvennakórs Kópavogs að sögn Ásdísar Arnardóttur, einnar í hópnum. Líka örlítil von um sólríkt sumar. „Það sakar ekki að láta sig dreyma,“ segir hún.

Létt klúbbastemning verður á tónleikunum sem verða í Ferðafélagssalnum í Mörkinni 6. Þeir hefjast klukkan 20.30 en húsið verður opnað klukkustund fyrr með fordrykk og lifandi tónlist.

Hluti tónleikanna er tileinkaður íslenskum þjóð- og dægurlögum en annar hluti er settur saman af þekktum erlendum lögum í djassútsetningum. Gestir sitja við borð og barinn verður opinn eitthvað fram eftir kvöldi.

Með kórnum koma fram þau Stefanía Svavarsdóttir söngkona, Richard Korn, sem leikur á bassa, og Ellert S.B. Sigurðarson á trommur og gítar. John Gear leikur á trompet og píanó og hann er jafnframt stjórnandi kórsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.