Vestmannaeyjabær ætlar að kaupa salerni fyrir 1,9 milljónir króna og koma fyrir við höfnina.
„Sumarið 2015 eru bókuð 39 skemmtiferðaskip til Vestmannaeyja. Hefur þeim fjölgað úr 20 frá síðastliðnu sumri,“ segir í bókun framkvæmdaráðs Vestmannaeyja.
„Aukning á tekjum vegna komu fleiri skemmtiferðaskipa kemur til móts við kostnaðinn sem af þessu hlýst. Ráðið telur þetta nauðsynlega aðgerð sem lið í bættri aðstöðu fyrir ferðamenn í Vestmannaeyjum,“ segir ráðið.
Innlent